Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 10

Læknaneminn - 01.11.1978, Qupperneq 10
"I RENIN I ANGIOTENSI.N I I ANGIOTENSIN H VASOCONSTRICTION VOLUME * Mynd II (Sjá texta). (CEI) en angiotensin II myndast í lungum fyrir áhrif converting enzyme, sem svo er nefnt, á angio- tensin I (sjá mynd I). Með því móti hefur tekist að rannsaka betur en ella áhrif angiotensin II við að viðhalda eðiilegum blóðþrýstingi, hæði hjá heil- brigðum og þeim sem hafa of háan blóðþrýsting. í stuttu máli má segja að niðurstöður þessara rann- sókna sýni að fólk með eðlilegan blóðþrýsting er ekki háð angiotensin II áhrifum (renin myndun), nema því aðeins að um sé að ræða salttap eða vökvamissi í líkamanum. Sama gildir um sjúklinga með essential hypertension. Það sýnir sig þó, að þeir sjúklingar, sem hafa tiltölulega hátt renin magn í blóði eru viðkvæmari fyrir angiotensin II skerðingu, og virðist blóðþrýstingshækkunin hjá þeim því að einhverju leyti háð renin og angiotensin ff virkni. Þeir sjúklingar með essen- tial hypertension sem hafa lágt renin magn, eða eðlilegt eru hins vegar lítið eða ekki háðir angio- tensin II áhrifum, en aftur á móti miklu meira háðir natrium magni og vökvamagni í slagæðakerfinu. A mynd II er í grófum dráttum dregið upp hvernig samspil framangreindra þátta gæti verið. Sjúklingar með reno-vascular hypertension eru hins vegar háð- ir angiotensin II framleiðslu, eins og sjá má á því að blóðþrýstingurinn fellur þegar komið er í veg fyrir angiotensin II framleiðslu með CEI. Framan- greindar rannsóknir síðustu ára með efnum sem draga úr eða hindra myndun angiotensin II, ásamt tilraunum sem fólgnar eru í að framkalla natrium- skort og vökvaskort í líkamanum, leiða því eftirfar- andi í ljós: Angiotensin II virðist ekki hafa þýðingu við að viðhalda eðlilegum blóðþrýstingi í heilbrigð- um. Sé hins vegar um natrium eða vökvaskort að ræða hefur angiotensin II hlutverki að gegna við að halda uppi blóðþrýstingi. Sama virðist gilda um sjúklinga með essential hypertension, sér í lagi þá sem hafa tiltölulega mikið renin magn í blóði. Angiotensin II er nauðsynlegt til að framkalla og viðhalda renovascular hypertension. Áhrif þess minnkar þó smátt og smátt þegar frá líður. Uppi eru kenningar um að ofneysla matarsalts kunni að vera grundvallarorsök háþrýstingssjúk- dómsins. Aukin saltneysla valdi auknum líkams- vökva (extracellular fluid volume), sem líkamanum sé um megn að losa sig við. Blóðþrýstingshækkunin sem af þessu leiðir sé tilraun líkamans til að auka salt og vökvaútskilnað gegnum nýrun með auknum perfusionsþrýstingi. Þótt fullnægjandi skýringar liggi ekki fyrir um með hvaða hætti ofneysla á matarsalti orsaki blóð- þrýstingshækkun, þá hníga mörg rök að því að salt- neysla fram yfir ákveðið hámark auki tíðni háþrýst- ings. Meðal þjóða sem neyta minna en 70 mEq NaCl á dag, er háþrýstingur sjaldgæfur og nærri óþekktur hjá þjóðflokkum með minni neyslu en 10 mEq á dag. Sú pathophysiology, sem kann að leiða af ofneyslu matarsalts og e. t. v. valda háþrýstingi, er lítt skýrð og verður því ekki gerð frekari skil hér. Mörg gátan er enn óleyst um eðli háþrýstings. Auk rannsókna á áhrifum sympatiska taugakerfis- ins, renin-angiotensins og aldosterons-kerfis og salt- neyslu, þá beinast rannsóknir vísindamanna í ýmsar aðrar áttir. Þannig befur komið í ljós að renin- angiotensin og kallikrein-bradykinin kerfin eru ná- tengd. Lysil bradykinin (kallidin) og angiotensin I eru hvorttveggja decapeptíð. Bradykinin er virkasta vasodilaterandi efni, sem þekkt er í líkama manna. Bradykinin verður óvirkt í lungum fyrir áhrif enz- ymsins kininasa II. Svo furðulega vill til að kininasi Framh. á bls. 39. 8 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.