Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Side 45

Læknaneminn - 01.11.1978, Side 45
TAFLAT Sýnisliorn af dreifingu. ascorhinsýru um nokkur líf- fœri manns, naggríss og 40 annarra dýrategunda. Mg af ascorbinsfru í 100 gaf vef Nfrnahettur Lifur Nfru 40 dýrategundir Meðaltal ...... 140(12mM) 23(2mM) 12(lmM) Dreifing ...... 104-295 18-40 4-25 Naggrís á kálfæðu . 135 28 12 Maður b .......... 30-40 10-16 5-15 en eru nokkuð breytilegir frá einu landi til annars (30-70 mg). Þótt alvarlegur skyrbjúgur tilheyri liðinni tíð, sjást einkenni skyrbjúgs enn í dag, einkum í fólki sem lifir á fæðu sem er mjög einhæf og snauð af C-vítamíni. Fyrstu einkenni skyrbjúgs eru breyting á litarhætti, fólk verður föit, guggið og haldið al- mennum slappleika. Þá verður vart stirðleika og máttleysis í hnjáliðum og mæði við áreynslu. Breyt- ingar verða í tannholdi, það roðnar og þrútnar, grefur jafnvel í og blæðir úr. Húðin verður þurr og tekur að blæða í og undir hana. Við þetta bætist svo blóðleysi, en hemóglóbin getur fallið niður í 30% af eðlilegu gildi í alvarlegum skyrbjúg. Flest af fyrstu einkennum skyrbjúgs má rekja til myndunar gallaðs collagens og chondroitin sulfats. Prolin hydroxylasi, sem hvatar hydroxyleringu pró- lins í protocollageni, notar ascorbat sem kofactor. Reyndar er ekki fyllilega Ijóst hvern þátt ascorbatið á í hvarfinu. Þó er talið að ascorbat eigi þátt í að - Gly - Pro - Y - Gly - X - Pro - Gly - X - Y - - Gly - Pro - Y - Gly - X - Hypro - Gly X - Y - Mynd 1. Yfiriit yfir hydroxyleringu prolíns í protocollageni, hvataS af prolín hydroxylasa. breyta óvirkum prolín hydroxylasa í virkt enzym.1’ Prolín er hydroxylerað meðan protocollagenið er enn í myndun og er að jafnaði tíunda hver amíno- sýra proteinsins hydroxyprolín. Efnahvarfið er sýnt á mynd 1 og taka járn, a-oxoglutarat og súrefni þátt í hvarfinu. An ascorbats hydroxylerast hverfandi lít- ið af prolíni protocollagens, sem leiðir til þess að þriggja þráða helix collagens verður mjög laus í sér og viðkvæmari fyrir áhrifum hita heldur en helix í eðlilegu collageni. NHj • - COOH Mynd 2. Skfringarmynd aj þriggja þráða helix protocol- lagens. Dopamín - fi - hydroxylasi er einnig talinn þurfa ascorbat sem kofaktor og dregur ascorbat skortur því úr myndun katekolamína. Er hugsanlegt að slappleikinn í skyrbjúg stafi af adrenalinskorti. Tvö enzym til viðbótar, tryptophan oxidasi og p-hydroxy- phenyl pyruvat oxidasi, starfa ekki eðilega í líkam- anum nema ascorbat sé til staðar. Skortseinkenni vegna óstarfhæfni þessa enzyma eru þó hverfandi samanborið við skyrbjúgseinkennin. Onnur áhrif ascorbats en þau sem að ofan eru tal- in, virðast vera ósérhæfð, og eru fremur kemisk eða fysisk áhrif heldur en enzymatisk. Ósérluefð tihrif C-vítmníns Flestir oxidasar í plöntu- og dýravefj um geta oxað ascorbat ýmist beint eða óbeint. Ennfremur oxar súrefni ascorbat mjög greiðlega, einkum í neutral eða basískri lausn, og eru kopar- og járnjónir öfl- ugir oxunarhvatar. Ascorbat oxast yfir í semide- hydroascorbat (ascorbat frítt radical), sem er mjög skammlíft mólikúl. Semidehydroascorbat reduktasi, enzym sem finnst í lifur, nýrum og nýrnahettum, af- oxar semidehydroascorbat aftur yfir í ascorbat, þó er óljóst hversu mikinn þátt þetta enzym á í því að að verja ascorbat frumunnar oxun. Semidehydroascorbat örvar mjög peroxidation lípíða í vitro og kann að örva niðurbrot fituefna í LÆKNANEMINN 4.1

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.