Læknaneminn - 01.11.1978, Síða 52
Próteinbinding. Klórdiazepoxið, diazepam og
nitrazepam eru mikið bundin Se-albumin í lækn-
ingalegri blóðþéttni. Próteinbinding flurazepam og
umbrotsefna er óvituð, en líklegt er talið að það sé
hlutfallslega veikar bundið en önnur benzodiazepín.
Langvarandi gjöf flurazepam. Fjórir heilbrigðir
karlmenn tóku 30 mg flurazepam per os um háttu-
mál í 2 vikur. Þéttni flurazepam fór aldrei fram úr
4 ng/ml sem telst sáralítið. Hydroxyetylflurazepam
mældist í nokkra tíma eftir hverja gjöf, en þéttni
fór ekki fram úr 17 ng/ml og það safnaðist ekki fyr-
ir. Aðalumbrotsefnið var desalklyflurazepam, sem
safnaðist verulega fyrir. Hámarksþéttni eftir einn
skammt var 10—22 ng/ml en eftir 2ja vikna með-
ferð 49-142 ng/ml. Lágmarks jafnaðarþéttni
(steady-state) í blóði eftir 10 daga lyfjagjöf var 5-6
sinnum hærri en þéttni eftir 24 klst. Eftir síðasta
skammt var desalkylflurazepam útskilið með helm-
ingunartíma frá 51-100 klst.1"5
Greinilegt er að flurazepam hvarfast svo fljótt að
það er rétt mælanlegt í blóði eftir lækningalega
skammta. Desalkylflurazepam er hins vegar útskilið
hægt og safnast því fyrir. Samanburðar á plasma-
þéttni nokkurra benzodiazepin og umbrotsefna
þeirra sést í töflu 4. Þar sem jafnaðarþéttni lyfs
næst á 4—5 helmingartímum tekur samkvæmt ofan-
skráðu 9-21 dag fyrir desalkylflurazepam að ná
henni. Þar sem þetta umbrotsefni er talið virkt gæti
það lagt sitt af mörkum til lækningalegra áhrifa og
einnig hjáverkana flurazepam.
Klinish not
Taugalífeðlisfrœði svefns. Almennt er svefni skipl
í 2 hluta: NREM (Non Rapid Eye Movements) eða
orthodox hluta og REM eða paradox hluta. NREM
og REM-tímabil skiptast á yfir nóttina og fer hluti
REM heldur vaxandi eftir því sem á líður svefntím-
ann. Hægt er með síritandi EEG (heilarafrita) að
fylgjast nákvæmlega með svefnástandi einstaklinga,
en ekki er Ijóst hverja þýðingu einstakir þættir
svefns hafa.
NREM er frekar skipt í 4 hluta eða 1.-4. stig eftir
dýpt svefnsins og rafvirkni á EEG. I REM-hluta
dreymir einstaklinginn og upptekur þetta tímabil
vanalega 20-25% svefntímans. Mörg svefnlyf
minnka REM-svefn, sjá nánar töflu 6. Afleiðingar
þessa eru ekki fullljósar, en svo virðist sem hömlun
á REM leiði lil aukinnar þarfar líkamans til að fram-
kalla REM. Þegar hætt er neyslu REM-hamlandi
lyfja getur REM-tími aukist mjög mikið, svokallað
REM-„rebound“. Slíkt getur orðið mjög óþægilegt
og fylgt því martröð, svefnleysi og mjög truflaður
svefn. Þetta getur leitt sjúkling inn í vítahring
svefnlyfjaneyslu, er hann tekur lyfið áfram til að
forðast eftirköst.
Skömmtun. Lyfið er til í 15 og 30 mg hyikjum.
Þeir skammtar sem mælt er með eru einstaklings-
bundnir, en miðað við 30 mg fyrir fullorðna og 15
mg fyrir eldri einstaklinga og vanheila. Skammtar
eru gefnir um háttumál. Niðurstöðum varðandi
áhrif 15 og 30 mg skammta ber ekki saman og telja
menn ýmist annan betri eða báða jafngóða og tíðni
hjáverkana svipaða.1 Þó hefur verið talað um að
áhrif 30 mg skammta á eldra fólk séu meiri en 15
mg og verður nánar um það rætt síðar.
Svefnáhrif. Flurazepam hefur verið ítarlega rann-
sakað á ýmsum rannsóknarstofum og sjúkrahúsum.
A. m. k. 17 skýrslur sýna að 30 mg flurazepam er
betra en placebó í flestum eða öllum mæligildum.
Lengsta samfellda rannsókn stóð 28 daga og hélt lyf-
ið virkni sinni allan tímann. Sumir telja mun á áhrif-
um á heilbrigða einstaklinga og þá sem þjást af
svefnleysi, og eru menn ekki á eitt sáttir þar frekar
en um önnur svefnlyf. Kales og félagar0 merktu bót
á lengd svefns og huglægu mati á svefngæðum
nokkra daga eftir að meðferð lauk, sem mætti út-
skýra með áhrifum af desalklyflurazepam.
Svefnáhrifa fer að gæta 20-45 mín. eftir töku
lyfsins og gætir í 7-8 klst. Flurazepam styttir tím-
ann frá því að einstaklingurinn fer að sofa og þar
til hann sofnar, lengir heildarsvefntíma, fækkar til-
fellum sem einstaklingurinn vaknar að nóttunni og
bætir gæði svefnsins að mati viðkomandi.
Ahrif á REM-hluta svejns. Skýrslum um áhrif
flurazepam á REM-svefn ber flestum saman um að
tímalengd REM-svefns af 30 mg skömmtum sé lítið
skert hlutfallslega og engin „rebound“-áhrif sjáist.
Einn hópur komst að raun um að fjöldi augnhreyf-
inga/tímaeiningu/eitt REM-tímabil væri minnkað-
ur, en fann engin „rebound“-áhrif.1 Kales og félagar
reyndu 60 mg skammta í 3 daga og minnkaði þá
48
LÆKNANEMINN