Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 47

Læknaneminn - 01.11.1978, Blaðsíða 47
TAFLA II Yfirlit yfir nokkrar hópathuganir á áhrifum C-víta- míns til varnar og lœkningu á kvefi.1 Meðaltal aj fækkun A thugandi veikindadaga á mann % Glazebrook, Thomson (1942) ................... 50 Cowan, Diehl, Baker (1942) ................... 31 Dahlberg, Engel, Rydin (1944) ................ 14 Franz, Sands, Heyl (1956) .................... 36 Ritzel (1961) ................................ 63 Anderson, Reid, Beaton (1972) ................ 32 Charleston, Clegg (1972) ..................... 58 Elliot (1973) ................................ 44 Anderson, Suranyi, Beaton (1974) .............. 9 Coulehan et al. (1974) ....................... 30 Sabiston, Radomski (1974) .................... 68 Karlowski et al. (1975) ...................... 21 Anderson et al. (1975) ....................... 25 Clegg, Macdonald (1975) ....................... 8 Meðaltal 35 mældu ascorbat í leukocytum skota, sem neyttu venjulegs fæðis og reyndist styrkurinn vera 20 /xg/108 frumur (SD ± 3,3). Fylgdust þeir síðan með ascorbat styrk leukocyta eftir kvefsýkingu, og fundu að á fyrsla degi kvefs féll styrkurinn niður í 10,3 p,g (SD ± 0,3) oghélst fyrir neðan 20 ptg í 3 daga. 200 mg aukaskammtur af C-vítamíni á dag nægði ekki til að varna því að ascorbat styrkur leukocyta lækkaði. Þeir sem neyttu 1 g af C-vítamíni daglega og 5 g að auki fyrstu þrjá daga kvefst, héldu ascorbat styrk leukocyta yfir 23,9 ptg/108 frumur þann tíma sem kvefið stóð. Þessar niður- stöður benda til þess að ráðlagðir dagskammtar af C-vítamíni séu of lágir til að virka sem vörn gegn gerlasýkingu, sem oft er fylgikvilli kvefs. Stuttu eftir að C-vítamín kom á markaðinn sem kemiskt hreint efni, laust eftir 1930, var farið að nota það sem varnarlyf gegn kvefi.14 A stríðsárun- um voru gerðar allvíðtækar athuganir á áhrifum C-vítamíns til varnar kvefi. Niðurstöður þessa at- hugana voru allbreytilegar allt frá því að sýna lítil sem engin áhrif C-vítamíns í það að finna 63% færri tilfelli öndunarfærasýkinga í hópi sem tók 1 g af C-vítamíni á dag miðað við samanburðarhóp. Flestir komust þó að þeirri niðurstöðu að C-vítamín hefði heilsufarslega bætandi áhrif á fólk. í töflu II er yfirlit yfir nokkrar af þeim hóptilraunum, sem hafa verið gerðar til að kanna áhrif C-vítamíns á öndunarfærasýkingar. Eftir að Pauling gaf út bók sína um C-vítamín og kvef, 1970, voru gerðar nokkrar ítarlegar athuganir á áhrifum C-vítamíns sem varnarlyfs gegn kvefi. ítarlegust var sennilega könnun Beatons og sam- starfsmanna í Toronto á árunum 1972-75. Þeir gerðu samanburð á hópum sem tóku misstóra dag- skammta af C-vítamíni (250 mg, lg og 2 g), og hópi sem fékk ekkert C-vítamín utan þess sem neytt var í fæðu. Stóðu athuganirnar í 15 vikur yfir vetr- armánuðina, og reyndust veikindadagar þeirra sem tóku C-vítamínið vera 30% færri en hinna, en lítill munur var á hópum sem fengu misstóra skammta. Greindu höfundar frá því að tíðni flestra tegunda sjúkdóma hefði verið lægri í þeim hópum sem tóku C-vítamín og drógu því þá ályktun að C-vítamín styrkti varnarkerfi líkamans almennt, fremur en það hefði sérstök áhrif á kvef. Vísindaakademían í New York hélt aðra ráð- stefnu sína um C-vítamín í október 197415 og var komist að þeirri niðurstöðu í lok ráðstefnunnar að ekki væri ástæða til að mæla með stærri dagskömmt- um en 350 mg þar sem niðurstöður athugana bentu mjög óljóst til þess að stærri skammtar hefðu heilsu- bætandi áhrif. Hins vegar töldu margir að 45 mg dagskammtur væri of lítill. Bandarísku læknasamtökin (American Medical Association) hafa tekið þá afstöðu að mæla ekki með ótakmarkaðri notkun C-vítamíns, meðan ekki hefur verið sýnt fram á að C-vítamín í lyfjaskömmt- um hafi greinilega mikilvæg áhrif á lækningu eða vörn gegn kvefi. Önnur áhrif C-vítaniíns Gerðar hafa verið kannanir á sambandi milli C- vítamín neyslu og hjarta- og æðasjúkdóma, og mjög há neikvæð correlation fundist.lfi Athuganir hafa sýnt að serum cholesterol lækkar við aukna neyslu C-vítamíns bæði í naggrísum og mönnum.1 7 Benda líkur til að ascorbat örvi myndun gallsýra úr chole- steroli. Samband krabbameins og C-vítamíns hefur einnig LÆKNANEMINN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.