Læknaneminn - 01.11.1978, Side 67
búnað á þeim stúdentagörðum sem heita Carnatic
Halls.
Þegar litiS er um öxl og dvölin rifjuð upp, er
niargs að minnast, enda sjaldnast setið auðum hönd-
um. Ekki ætla ég að tíunda það hér hvernig kvöld-
unum eða nóttunum var eytt í Liverpool. Varla hef-
ur það verið svo frábrugðið athöfnum undanfarandi
árganga, né frábrugðið athöfnum komandi árganga,
ef þeir verða þá fleiri sem fara.
I hverri för eiga sér stað mörg skemmtileg atvik,
sem um spinnast brandarar, er ekki verða skildir að
fullnustu nema af þátttakendum hverrar ferðar, og
því ekki þess verðir að vera sagðir í grein sem þess-
ari. Þó get ég ekki setið á mér að segja frá einhverju
skemmilegu, svona rétt til þess að endurvekja minn-
ingar fyrri fara og til að komandi árgangar hafi
hugmynd um hvað þeir eiga í vændum.
Liverpool heilsaði okkur með úrhellis rigningu og
myrkri. Hlýtt var í veðri og rigningin þægilega
svalandi, einkum fyrir þá sem enn höfðu leifar af
starfrænum skilningarvitum og fundu að það rigndi.
Það var sem mannskapurinn fylltist nýju lífi og
þrátt fyrir 12 klukkustunda langt og strangt ferða-
lag, var ákveðið að halda niður í miðborgina. I
veðri var látið vaka, að það væri maginn sem
krefðist þessarar bæjarferðar, hann væri orðinn gal-
tómur og hvergi neitt ætilegt að fá í nágrenninu. En
í raun var hér um að ræða takmarkalausa forvitni
og tilhlökkun að kynnast næturlífi stórborgarinnar,
að minnsta kosti hjá sumum. Fljótlega tvístraöist
hópurinn og héldu smáhópar sinn í hverja áttina.
Fm only here jor the beer.
Viska Harissons meðtekin.
Sumir héldu áfram að látast og kröfðust að fundinn
yrði matsölustaður, en aðrir dembdu sér beint út í
næturlífið, myrkrið og óvissuna. Allir lentu í meiri
eða minni háttar ævintýrum, en án alls vafa er eftir-
minnilegusl fyrsta næturklúbbaheimsókn nokkurra
stúdentanna. Ekki höfðu þeir verið lengi innan dyra
þegar þeir allt í einu voru umkringdir af nokkrum
skuggalegum náungum, sem ólmir vildu ná af þeim
peningaveskjunum. En eins og allir vita, þá eru ís-
lenskir læknanemar engin lömb við að eiga og því
fór fyrir þessum náungum eins og mörgum öðrum,
að þeir urðu að láta í minni pokann. Eftir að stúd-
entarnir höfðu snúið Jiessi illmenni af sér, fannst
þeim kominn tími til að væta kverkarnar. Er þeir
höfðu komið sér fyrir við barinn með glös fyrir
framan sig, fékk einn þeirra þá hugmynd, að nú
vantaöi ekkert nema kvenmann við hliðina á sér, til
að vera fullkomin eftirmynd myndasöguhetjunnar
Sigga Sixpensara. Þar sem hann stendur þarna lít-
andi í kringum sig, sér hann hvar eigi allfjarri
stendur hinn laglegasti kvenmaður, er virðist bíða
eftir afgreiðslu. An frekari umhugsunar víkur hann
sér að dömunni og segir dimmri röddu: „Good
evening miss, my name is Graham Parker.“ Varla
bafði hann sleppt síðasta oröinu, þegar hann fann
hendi vera lagöa þunglega á öxlina á sér. Hann sneri
sér hægt við um leið og hann ýlti dökkum sólgler-
augunum lengra upp á nefið. Fyrir framan hann
stóð þessi voða svoli, sem greinilega var ekkert um
nærveru hans gefiö. „Sorry, but my name is Graham
Parker, 1 didn’t know . . .“ En lengra komst hann
LÆKNANEMINN
59