Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Side 42

Læknaneminn - 01.11.1978, Side 42
spítalanum og Landspítalanum, hafi hvatt stúdenta til bókasafnsnotkunar og þá hefur eðlilega verið um bókasöfn þeirra stofnana að ræða. Undirritaður er því þeirrar skoðunar, að ef gott deildarsafn (deildarsafn/miðbókasafn) væri fyrir hendi, jafn aðgengilegt öllum kennurum og stúdent- um, þá mundi það stuðla að raunverulegri safn- notkun beggja aðila. En til þess að læknadeildarsafn verði virkur þáttur í kennslu þarf uppbygging þess að vera í samræmi við þarfir deildarinnar og það þarf að fylgja þeirri þróun og framförum, sem verð- ur í kennsluaðferðum á hverjum tíma. Einnig er nauðsynlegt, að reglulega séu stutt leiðbeininganám- skeið fyrir stúdenta og kennara í notkun safnsins. Sannleikurinn er sá, að íslenskir skólanemendur og kennarar eru yfirleitt ósafnvanir, ef svo má að orði komast, og hafa ekki æfingu í að nota algengustu uppsláttarrit, efnislykla og aðrar hjálparskrár í safni. Orsökin til þessa er vafalaust að miklu leyti sú, að til skamms tíma höfum við ekki átt nein fram- bærileg og vel skipulögð bókasöfn í skólum og vís- indastofnunum, en nú þegar söfnum fer fjölgandi megum við ekki láta hjá líða að ala upp góða safn- notendur. Undirritaður telur það rétt, sem fram hef- ur komið, að einmitt ein ástæðan fyrir eymdar- ástandinu í bókasafnsmálum læknadeildar sé sú, að viðkomandi hafi ekki vitað hvers þeir hafa verið án.25 Það væri ömurlegt til þess að hugsa, að læknanemar gætu ekki, vegna slæms ástands í hóka- safnsmálum deidar sinnar, áttað sig á ])ví, að oft á tíðum er það sem þeir læra á sínum fyrstu námsár- um orðið úrelt þegar þeir útskrifast. I raun og veru er það ekki fyrr en miðbókasafn og/eða læknadeildarsafn verða komin í gagnið, að hægt er að sjá hversu ómissandi og nauðsynleg þau eru. Það er þó varla von til þess, að fullbúið miðbóka- safn geti sprottið hér upp á augabragði, en vel mætti hugsa sér að byrja á einum verkþætti og auka síðan starfsemina smám saman. Það virðist t. d. rökrétt að gera fyrst samskrá yfir það efni, sem til er í þeim læknisfræðibókasöfnum, sem þegar eru komin upp eða eru í uppsetningu. Síðan mundi miðbókasafnið afla sér efnis með tilliti til þess sem er til í hinum söfnunum. Þar með væri kominn grundvöllur fyrir millisafnalánum og síðan gæti miðbókasafnið hafið ráðgefandi þjónustu við önnur söfn á landinu og heilsugæslustofnanir, sem vildu koma sér upp söfn- um o. s. frv. Til þessara byrjunarframkvæmda þyrfti ekki að kosta mjög miklu. LoUaorð Hér að framan hefur verið reynt að gera grein fyrir miðbókasafni á sviði læknisfræði og skyldra greina og að hvaða notum slík stofnun gæti komið hérlendis. Grundvallartilgangur miðbókasafns í læknisfræði, eins og reyndar allra lænisfræðibóka- safna, er að hjálpa öllum þeim er að heilbrigðis- störfum starfa, að vinna störf sín eins vel og auðið er með því að gera þeim kleift að hafa ávallt að- gang að öllu nýjasta efni, öllum nýjustu upplýsing- um og þekkingu á þeirra sviðum. Þetta verður að- eins gert með vel skipulögðum læknisfræðibóka- söfnum og samvinnu þeirra á milli innanlands og samvinnu og samskiptum við erlend söfn á sviði læknisfræði. Til þess að slík bókasafnsþjónusta geti orðið að veruleika hérlendis er þó ekki nægilegt að til komi vilji og mikill áhugi hjá bókavörðum, læknum, læknastúdentum og öðrum er starfa í okkar heil- brigðiskerfi, heldur verður líka að koma til skiln- ingur stjórnvalda á þessu nauðsynjamáli. I Lögurn um heilbrigðisþjónustu, samþ. 6. maí 1978 er að vísu enginn stafkrókur, hvað þá meir, um læknis- fræðibókasöfn, en þó virðist óbeint a. m. k. örla á skilningi fyrir nauðsyn læknisfræðibókasafna. Hér á undirritaður við gr. 36.1 í V. kafla laganna, en þar segir m. a.: „Ráðuneytið skal í samvinnu við menntamálaráðuneytið, Háskóla Islands, landlækni og hin ýmsu stéttarsamtök heil- hrigðisstarfsmanna, eftir því sem við á, stuðla að aukinni þekkingu og endurbót á grunn- og framhaldsmenntun heil- brigðisstarfsmanna í samræmi við þarfir landsmanna á hverjum tíma. Skal það ennfremur í samvinnu við ofan- greinda aðila stuðla að viðhaldsmenntun heilbrigðisstarfs- manna.20 Þar sem bráðnauðsynlegt er að grunn- og fram- haldsmenntun heilbrigðisstarfsmanna haldist í hend- ur við og hafi stuðning af góðri þjónustu læknis- fræðibókasafna, þá er þetta vonandi merki þess, að stjórnvöld taki af skilningi þeirri kröfu, að komið verði hér upp vel búnu miðbókasafni í læknisfræði. 38 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.