Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1978, Page 44

Læknaneminn - 01.11.1978, Page 44
Um C-vítamín Elín Ólafsdóttir lífefnafræðingur Inngangur Undanfarinn áratug hefur mikið verið rætt og ritað um C-vítamín (ascorbinsýru). Má sennilega rekja þessar umræður að miklu leyti til áhuga Linus Pauling1 á heilsubætandi áhrifum C-vítamíns, eink- um sé það tekið inn í stórum skömmtum. En þrátt fyrir miklar umræður og auknar vísindalegar athug- anir hefur þekkingu manna á áhrifum C-vítamíns lítið fleygt fram á þessum tíma. Rökstuðningur Pauling fyrir aukinni neyslu C- vítamíns er einkum byggður á samanburði við C- vítamín framleiðslu þeirra spendýra sem mynda eig- ið C-vítamín, og athugun á magni þess í fæðu apa og naggrísa. Stone2 mælir einnig með inntöku stórra skammta af C-vítamíni og er röksemdafærsla hans að nokkru leyti erfðafræðileg. Telur hann að forfeður okkar hafi framleitt nokkur grömm af C-vítamini á dag, áður en þeir töpuðu geninu sem gerir nútímamanni ókleift að framleiða C-vítamín. Lewin3 byggir sína röksemdafærslu fyrir neyslu stórra skammta af C-vítamíni á því að í tæknivæddu þjóðfélagi búi maðurinn við svo mikla streitu að hann þurfi ætíð að hafa stóran varaforða C-vítamíns til taks í líkamanum þannig að varnarkerfi líkamans geti brugðist við hvers kyns áreiti af fullri atorku. Hins vegar eru margir sem telja að ráðlagðir dag- skammtar af C-vítamíni, sem í raun eru miðaðir við að verjast skyrbjúg, séu manninum nægjanlegir og aukin neysla C-vítamíns sé óæskileg, þar sem þekk- ing okkar á áhrifum þess til góðs eða ills sé enn tak- mörkuð. Ráðlagðir dagskammtar Ráðlagðir dagskammtar af ascorbinsýru eru 45 mg á dag fyrir fullorðna, 35 mg fyrir kornabörn, 60 mg fyrir vanfærar konur og 80 mg fyrir konur með barn á brjósti.4 Árið 1949 varpaði Bourne5 fram þeirri spurningu hvort 45 mg væru nægur dag- skammtur af ascorbinsýru. Taldi hann að eitt til tvö grömm á dag væri nær lagi. Stone0 komst að þeirri niðurstöðu 1966, að 3 til 5 g af C-vítamíni á dag væri sá skammtur sem flestir þyrftu til að njóta þeirra heilsubætandi áhrifa sem þetta vítamín gæti veitt. Lewin3 telur að C-vítamín þörf manna sé mjög mismunandi og fari eftir líkams- og sálarástandi hvers og eins. Hann telur að 70 til 150 mg á dag sé hæfilegur skammtur fyrir þá sem eru í andlegu jafnvægi og ekki undir neinu líkamlegu álagi. Hins vegar geti dagsþörfin farið upp í 5 til 10 g við sýk- ingu, uppskurði, alvarleg sár og mikla andlega á- reynslu. Pauling bendir á það, að ráðlagðir dagskammtar vítamína og annarra næringarefna séu fyrst og fremst miðaðir við það að koma í veg fyrir skorts- einkenni, en ekki við það að ná sem bestri heilsu. Vill hann gera mun á ráðlögðum lágmarksdag- skömmtum og ráðlagðri dagsneyslu, sem hann tel- ur að ætti að vera fyrir C-vítamín á bilinu frá 250 mg til 4 g.7 Að konia í veg fyrir skyrbjág Eins og áður er sagt munu ráðlagðir dagskammt- ar af ascorbinsýru fyrst og fremst vera miðaðir við það að varna myndun skyrbjúgs. Hodges og sam- starfsmenn8 komust að sömu niðurstöðu og fjöldi fyrirrennara þeirra, að 10 mg af ascorbinsýru væri nægilegur skammtur til að koma í veg fyrir skyr- bjúg í flestum einstaklingum. Samanlagður fjöldi þeirra sem hafa tekið þátt í skyrbjúgsvarnarkönn- unum er tiltölulega lítill og litlar upplýsingar til um einstaklingsbundinn mun á ascorbinsýrumagni, sem þarf til að verjast skyrbjúg. Ráðlagðir dagskammt- ar eru því hafðir nokkuð fyrir ofan 10 mg mörkin, 40 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.