Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 18

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 18
leita samþykkis vandamanna. Hefur verið talið, að vandamenn geti komið í veg fyrir aðgerð, sem iæknar telja lífsnauðsynlega, t. d. fyrir barn. Að minni hyggju er það hins vegar vafa- samt, að vandamenn hafi rétt til þess að stöðva aðgerð, sem talin er nauð- synleg eftir læknisfræðilegu mati. Og ef þetta er gildandi réttarregla, væri þörf að breyta henni með afdráttar- lausum lagaákvæðum, þar sem nánar væri kveðiö á um réttarstöðu vanda- manna og lækna. Ákvörðunarréttur í þessum efnum er mjög persónulegs eðlis. Liggi marktæk viljaafstaða sjúklings fyrir, skipta óskir vanda- manna yfirleitt ekki máli. Sé ógern- ingur að fá viljaafstöðu sjúklings, er æskilegt, að læknar geti framkvæmt þær aðgerðir, sem þeir telja nauðsyn- iegar til bjargar lífi, að sjálfsögðu að fengnu áliti foreldra eða annarra. Þetta getur komið af sjálfu sér, ef meiri háttar aðgerð þolir ekki bið. Samkvæmt 35. gr. barnalaga nr. 9/ 1981 ber foreldrum að hafa samráð við börn sín, áður en teknar eru meiri háttar ákvarðanir um persónuleg málefni þeirra, svo sem læknisað- gerðir, eftir því sem gerlegt er, m. a. með tilliti til þroska barns. Foreldrar kunna að vera ósammála í afstöðu sinni til læknisaðgerðar. Foreldrar fara sameiginlega með ákvörðunar- valdið. Ætlast er til, að þeir komi sér saman um ákvarðanir. Ekki er unnt að skjóta máli ti! úrskurðar þriðja að- ila. Ósamkomulag foreldra getur í raun gefið lækni aukið svigrúm til ákvörðunar. Mikið þarf til, að annað foreldra verði svipt foreldraráðum vegna misklíðar af þessu tagi. Friðhelgi dauðans. Réttur til að deyja í friði Þeir tímar kunna að koma, að með fullkomnum tækjabúnaði og lyfjum verði unnt að viðhalda svo lengi sem verkast vill einhvers konar lífi í skyn- litlum eða skynlausum líkama. Þegar svo er komið, kann það að þykja rétt- lætismál að fá að deyja endanlega til þess að eiga það ekki á hættu, að líkaminn verði notaður í vísindaleg- um tilgangi eða sem ræktunarstöð fyrir líffæri í aðra menn. Menn kunna að þarfnast verndar gegn því, að vandamenn láti djúpfrysta þá á bana- beði í því skyni að vekja þá til Iífs síðar. Hver verður réttarstaða slíkra uppvakninga í fjárhagslegum og persónulegum efnum? Hvernig verður afkomendunum við eftir nokkra áratugi, þegar uppvakning- arnir berja að dyrum? Það er margt, sem á komandi árum kann að kalla á vernd og eftirlit löggjafans með því, hvernig með líkama manna er farið á dauðastundinni og síðar. Móta þarf einhverja heildarstefnu. Þannig þarf að gera sér grein fyrir, hvað á að leggja í mikil útgjöld og fyrirhöfn á kostnað heildarinnar til þess að framlengja líf fárra útvalinna. Og hvernig á að velja og hafna við líf- færaflutninga og frystingu? 16 LÆKNANEMINN 3-4/.98i - 34. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.