Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 19
Toxic shock syndrome
Kristinn Tómasson læknanemi
Inngangur
Síðustu ár hefur farið að bera á sjúk-
dómi, sem ekki hefur áður verið lýst.
Hann kemur fram með háum hita,
lágum blóðþrýstingi og útbrotum, er
síðar flagna, auk fleiri einkenna.
Hafa flestir, er veikst hafa, verið ung-
ar konur.
Todd et al.7 lýsa 1978 sérkenni-
legri sjúkdómsmynd 7 barna og ung-
linga á aldrinum 8-17 ára. Höfðu
börnin veikst á tímabilinu júní 1975
til nóvember 1977. í greininni er
ekki nefnt hvernig hópurinn skiptist í
pilta og stúlkur.
Helstu einkenni voru skyndilegur,
hár hiti (39^41°C), er hélst í nokkra
daga. Höfuðverkir, truflun á meðvit-
und og útbrot, er flögnuðu 1—2 vik-
um síðar. Pessum einkennum fylgdu
oft hálssærindi, uppköst, kviðar-
eymsli, vatnskenndur niðurgangur,
minnkaður þvagútskilnaður og Iost.
Við frekari skoðun var augnslím-
húð rauðleit. Útbrotin voru skarlats-
sóttarlík, mest á bol og útlimum.
Bjúgur í andliti og útlimum var,
ásamt einkennum um blóðrásartrufl-
anir í útlimum, oft til staðar. Blóð-
þrýstingur var óstöðugur og fremur
lágur. Hætti honum til að lækka mik-
ið og skyndilega. Kok var rauðflekk-
ótt og slikja á tungu. Prír sjúkling-
anna fengu gulu og tveir lungnabjúg
þrátt fyrir lágan lungnablóðrásar-
þrýsting. Einn dó, annar fékk drep í
fót og þriðji drep í húð. Hjá þeim, er
lifðu af veikindin, flagnaði húðin þar
sem útbrotin höfðu verið, þegar
þeim var að batna. Var þetta mest
áberandi í lófum og iljum.
Við eftirgrennslan kom í Ijós, að
ekkert barnanna hafði komist í
snertingu við nein þekkt eiturefni, né
voru veikindi af svipuðum toga í fjöl-
skyldum þeirra.
Við bakteríu- og veirurannsóknir
reyndust öll börnin neikvæð fyrir
beta hemolytiskum streptokokkum
af A grúppu og fyrir leptospira.
Veiruræktanir voru einnig neikvæð-
ar. Titer fyrir Klettafjallablettasótt
var neikvæður hjá 5 af 7.
Staphylokokkus aureus var ein-
angraður frá tveimur sjúklingum á
sýkingarstað og hjá tjórum öðrum
voru ræktanir úr slímhúðarstrokum
jákvæðar fyrir bakteríunni. Hins veg-
ar voru blóð-, mænuvökva- og þvag-
sýni neikvæð. Þessi staph. aureus sýni
voru með grúppu-l-phage og fram-
leiddu sérstakt exotoxin, er hafði
áhrif í epidermis. Greina má þetta
toxin frá toxini, sem fundist hefur í
,,scalded skin syndrome".
Þessa sjúkdómsmynd kölluðu
Todd et al. „Toxic-shock Syndrome
(TSS)". Hún virtist leggjast á stálpuð
börn og vera tengd phage-grúppu-1-
staphylokokkum, er framleiddu nýtt
epidermal toxin.
Eftir að þessi grein birtist, hafa all-
margar greinar kontið fram, sem lýsa
TSS. Aðalmunur á þeim og fyrstu
greininni er, að getið er um, að mikill
meirihluti þeirra, sem fá TSS, eru
konur á tíðaaldri. Flestir þessara
sjúklinga hafa verið greindir eftir
1979. Einnig hafa verið greindir
nokkrir með TSS, sem áður höföu
fengið aðra eða enga greiningu (allt
aftur til ársins 1975), með Ieit í eldri
sjúkraskrám.4 Þrjú, til muna eldri til-
felli, gætu hafa verið TSS.7 Árið
1927 er lýst tveimur unglingum með
rauðflekkótt útbrot, sem síðar flögn-
uðu. Og 1942 er lýst 15 ára stúlku
með rauðflekkótt útbrot, roða í aug-
um, Iost og nýrnabilun. Síðar varð
mikil húðflögnun í lófum og iljum hjá
henni. Einkennin hjá þessum þremur
einstaklingum voru tengd staphylo-
kokka sýkingu.
Einkenni í sjúkrasögu
og skoðun
Mikill meiri hluti þeirra, sem fá TSS,
eru konuráaldrinum 13—50ára, sem
hafa tíðir. Meðalaldur TSS-sjúklinga
er í kringum 25 ár :'8. Þær konur, sem
ekki hafa tíðir, og karlar, sem fá
þennan sjúkdóm, virðast án undan-
tekninga hafa afmarkaða sýkingu af
völdum staph. aureus. Ekki hafa
fundist nein tengsl á milli sjúkling-
anna.
Sjúkdómurinn byrjar venjulega í
konum meðan á blæðingum stendur
og hafa þær áður verið hraustar. Al-
gengast á 2.^1. degi blæðinga og yfir
90% verða veikar innan við 5 dögum
eftir að blæðingar hefjast.5 Einkenn-
in koma oft skyndilega með hita,
uppköstum, niðurgangi og stundum
kuldahrolli. Algengt er að hiti fari
yfir 40°C í TSS. Sjúklingurinn getur
haft slæma kviðverki. Blóðþrýsting-
ur fellur iöulega innan 72 stunda frá
upphafi fyrstu einkenna.5 Getur
þrýstingurinn fallið skyndilega og er
þá hætt við svima og yfirliði.
LÆKNANEMINN 3-4/i98i - 34. árg.
17