Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 8
því að deyja sjálfur. Eigin dauði er
því manninum trúaratriði og þetta
skýrir að sjálfsögðu allar vangaveltur
manna um „lífið eftir dauðann'1,
þ. e. a. s. hvers vegna skynsamt fólk
veltir þessum möguleika fyrir sér.
Vitneskjan um dauða annarra
leiðir þannig eðlilega til trúarafstöðu
andspænis eigin dauða, og þessi trú-
arafstaða setur síðan svip sinn á af-
stöðu fólks til dauðans almennt, af-
hjúpar fávísi okkar um dauðann
sjálfan. Hvað vitum við að endingu
um dauðann þegar viö reisum alla
vitneskju okkar um hann á reynsl-
unni af dauða annarra? Hvað vitum
við, sem Iifum, hvað það merkir að
deyja — nema þá það eitt að þá lýkur
lífi tilverunnar (a. m. k. í þeirri mynd
sem við þekkjum það hérájörðinni)?
Sú skoðun, sem hér er lýst á dauð-
anum, kemur skýrt t'ram í gamalli
lífsspeki Epíkúrusar: Það er út í hött
að vera að hugsa um dauðann sem
slíkan. Dauðinn er ekkert fyrir
mennina. Hann varðar hvorki þann
sem lifir né þann sem er dáinn; því að
fyrir þann sem lifir er hann ekki og
hinir látnu eru ekki lengur hér.
Ég held að lífsspeki af þessu tagi sé
ráðandi í hugum margra, kannski
6
ekki nákvæmlega í þessari mynd, en
með sama kjarna sem er þessi: Dauð-
inn sem slíkur eða í sjálfu sér er ekki
svo alvarlegt mál, heldur hitt hvernig
við lifum lífinu og hvað taki við, ef
nokkuð, að þessu lífi loknu. Niður-
staðan eru þessi: Menn eiga ekki að
vera að gera sér óskaplega rellu út af
dauðanum, hann er allavega óum-
flýjanlegur. Ég held að sérhver við-
leitni til að skoða dauðann hlutlægt
eða utan frá — sem þátt í þróun lífs-
ins eða náttúrunnar — leiði að end-
ingu til niðurstöðu á borð við þessa:
Menn eiga ekki að taka lífið of alvar-
Iega, því að þeir komast hvort sem er
ekki lifandi frá því!
Þessi lífsskoðun, þessi afstaða til
dauðans, er að mínum dómi í senn
óskynsamleg og óheillavænleg. Hún
er reist á mjög vafasömum forsend-
um og hún kann að leiða til siðspill-
ingar eða siðblindu. Áður en ég reyni
beint að rökstyðja þessar fullyrðing-
ar er rétt að benda á aö umrædd kenn-
ing um dauðann stangast harkalega á
við aðra kenningu sem er ekki síður
algeng og hefur raunar a. m. k. á síð-
ari tímum verið hossað miklu meira
af fræðimönnum. Þetta er sú kenning
að vitund mannsins um dauðann gefi
lífi hans algera sérstööu, þaö sé and-
spænis dauðanum sem maðurinn,
hver maður, komist til fullrar vitund-
ar um sjálfan sig sem einstaka veru og
persónu. Bersýnilega er þessi kenn-
ing reist á hinu huglæga eða innra
sjónarmiði þar sem dauðinn er skoð-
aður sem andstæða lífsins, sá máttur
sem hugsanlega gerir einstaklings-
bundið, persónulegt líf mannsins að
engu. Vitund mín um hugsanlega
neind mína, um að vera mín verði að
engu gerð, sýnir mér svo ekki verður
um villst, undirstöðuleysi tilveru
minnar eða réttara sagt þá staðreynd
að tilvera mín sem persónu verður
ekki skýrð út með tilvísun til neinna
náttúrlegra orsaka eða skilyrða, að
ég sem einstök persónuleg vera er
ekki íbúi í þessurn heimi með sama
hætti og hlutir eða dýr, að vitund mín
um veru mína og heiminn gerir mig
frábrugðinn öllu öðru í heiminum, að
ég sjálfur eða ég sjálf sé allt annað en
öll þau hlutverk sem ég kann að leika
í lífinu. Þetta allt sýnir vitundin um
dauða minn: dauöinn er sú úrslita-
raun þar sem hver maður gengur al-
einn á vit örlaga sinna.
Þessi sama hugsun hefur stundum
verið orðuð þannig að enginn maður
geti ímyndað sér sjálfan sig dauðan,
menn geti ekki ímyndað sér afnám
eigin vitundar og veru, dauðinn sé
manni því „ómögulegur möguleiki"
eða „mögulegur ómöguleiki", ef ég
má taka svo ankannalega til orða. Af
þessu hafa menn svo viljað draga
ýmsar ályktanir varðandi manninn
og líf hans. Ein algeng ályktun er sú
að allt tal um framhaldslíf sé sprottið
af viðleitni manna til að fela eða
breiða yfir þau endalok sem hverjum
manni séu búin. Önnur ályktun er sú
að vitund mannsins um dauðann sem
„ómöguleika", tortímingu eigin
veru, sýni honum í reynd að hann sé
með einhverjum hætti eilífur, eða
a. m. k. að það sé skynsamlegra að
gera ráð fyrir þeim möguleika.
LÆKNANEMINN *-4/.
- 34. árg.