Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 40
Ahti. ræða málin, éta ef þeim það þóknast og þá tros. Þar fyrir utan áttu svo stúdentar sitt Ylioppilastalo eða stúdentahús. Þar var dansað, drukkið o. s. frv., eins konar Óðalsstúdentakjallari. Finnar vanga mikið og að því er virð- ist að tilefnislausu. Hins vegar varð ég lítið var við þann íslenska sið að menn stæðu úti á miðju gólfi og reyndu að sjúga kvöldmatinn upp úr hver öðrum. Finnskur ungdómur virtist mér upp til hópa vera vinstrisinnaðir íþróttabrjálæðingar. Er það fyrr- nefnda ágætt en það síðarnefnda af- leitt. Ég ferðaðist lítið um landið. Fór einu sinni til Jyváskylá. Bæði í tampere og Jyvásklá fór ég inn á pizzeriur, reknar af sama aðila. Á báðum stöðum voru pizzurnar vond- ar. Á borðunum voru kort til að kvarta á. Kvartaði ég þar löngum drunum. Nú fer að verða frá flestu sagt frá- sagnarverðu. Ég endaði á sex klukkustunda dvöl í Helsinki. Sú dvöl hefði alveg mátt vera lengri því borgin er mjög notaleg. Síðan tók ég ferjuna unaðslegu til Sve og súrraði mig í lest til Hafnar. Þar fleygði ég mér í faðm tveggja æskuvina og segir ekki af mér frekar. Hjúkka! Einn metra af niðurfallsröri fljótt! 38 LÆKNANEMINN 3-4/i88i - 34. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.