Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 33
Veistu það?
Flettu upp svöruuum attust í blaöiuu
frekar eu standa á gati.
1. IVlb. Basedovvii er sama og:
a) Addisons sjúkdómur
b) Grave’s sjúkdómur
d) Skorpulifur
d) Felty’s syndróm.
2. Per contiguitatcm á við um:
a) Snertismit
b) Útbreiðslu meinsemdar um ná-
grenni sitt
c) Saursmit (óhreinindasmit)
d) Meinvarp illkynja vaxtar með
blóði eða lymfu
3. Erysipelas heitir á íslensku
a) Hrúðurgeit
b) Sárasótt
c) Áblástur
d) Heimakoma
4. Haultak er:
a) Liðverkur
b) Viðgerð á herniu
c) Tungurótarbólga
d) Brottnám á graftarbelg (abscess)
5. Mors Subitanea er:
a) Skyndidauði
b) Hægfœra dauði
c) Dauði með sœntd
d) Sjálfsmorð
6. Credés handtak er:
a) Handtak sjúklings með byrjandi
helftarlömun
b) Beiting beggja handa við hjarta-
hnoð
c) Expressio placentœ ad modum
Credé
d) Palpatio uteri ad modum Credé
7. Manicomio, sem erspænska, þýðin
a) Með minni eigin hendi (þ. e. und-
irskrift)
b) Geðveila
c) Geðveikrahœli
d) Hlœgilegur
8. Aura epileptica er:
a) Fyrirboði flogakasts
b) Meðvitundarleysi eftirflogákast
cj Heilarýrnun vegna langvarandi
flogaveiki
d) Svipbrigði á andliti sjúklings í
flogakasd
9. Arthrokleisis er sama og:
a) Liðhlaup (luxatio)
b) Spenging liðar (arthrodesis)
c) Skurður inn á lið (arthrotomia)
d) Stirðleiki í lið
10. Incretum er sama og:
a) Elnunsóttar
b) Stagnerað sekret
c) Staðfesting sjúkdómsgreiningar
með krufningu
d) Hormón
Leiðrétting
Þau leiðu mistök urðu þegar rituð var
grein um Stúdentaskiptaráðstefnuna
1981, að röngum aðila var eignuð
lopapeysa í myndatexta. Undir mynd
á bls. 54 í 1. tbl. ’81 stóð: „Ghana-
ntaðurinn Isaac Odame í lopapeys-
unni hennar Möggu Odds,“ en að
sjálfsögðu var það Jóhanna Lárus-
dóttir sem átti peysuna. Biðjum við
peysuna velvirðingar á þessu.
Ritstjóri/ Greinarhöf.
Sent blaðinu
Læknanemanum hafa borist eftir-
talin blöð og tímarit:
World Health, mánaðarlega,
okkur sent af Landlækni.
Hjartavernd, 18. árg., 1. og 2. tbl.
1981.
Skýrsla A V frá Rannsóknarstöð
Hjartaverndar, fjallar um reyk-
ingavenjur íslenskra karla á aldr-
inum 34-61 árs. Hóprannsókn
1967-68.
Blað meinatækna 10. árg., 1.
tbl., maí 1981, 4 eintök. Hjúkrun,
tímarit hjúkrunarfélags íslands, 1.
tbl. 1982 til kynningar.
IFPA-news No 1 1981, blað Inter-
national Federation of Psoriasis
Associations.
Auk þess sendir Guðmundur
Björnsson prófessor okkur alltaf
sérprentun af þeim greinum sem
hann skrifar. Kunnum við honum
bestu þakkir fyrir.
Blöð þessi liggja frammi á her-
bergi F.L.
Aha, fingraför
LÆKNANEMINN 3-4/18,1 - 34. árg.
31