Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 12
„Val og ábyrgð er kjarni siðfræðinn- ar og sine qua non fyrir siðferðilega stöðu mannsins.“ Fletcher leggur allt upp úr siðfræði staða og stunda, sem byggist á sjálfsákvörðunum án sið- ferðisreglna. Hann bendir á aö það sé yfirborðslegt að viðurkenna nei- kvæðar aðgerðir þegar um er að ræða líknardauða (þ. e. að hætta meðferð sjúklings), en hafna jákvæðum að- geröum til líknardráps. Fletcher er talsmaður bæði jákvæðrar og nei- kvæðrar euþanasíu, svo framarlega sem vissum öryggisskilyrðum sé fylgt. Hann hefur einnig bent á þann tvískinnung, að undarlegt sé að lcggja áherslu á að viðhalda Iífi við lok þess, en ekki við upphaf þess. í þeim efnum á hann við fóstureyðing- ar. En það segir talsvert um þennan sama Fletcher, að hann taldi ákvörð- un Trumans, að varpa atómsprengj- um, hefði verið „augnablik sannleik- ans“, eins og hann orðar það. Margar spurningar hafa vaknað í kjölfar nýrra uppfinninga í læknis- fræöi. Ein þeirra er spurningin um að fá að deyja með reisn. En það á ekk- ert skylt við líknardauðavandamálið. I þessu tilviki er átt við öndunarvélar og annan búnað, sem getur viðhaldið lífi, enda þótt mennskt líf sé ekki lengur mögulegt. Það er ekki rétt að viðhalda lífi, ef verið er að lengja dauðastríöið og þjáningu sjúklings- ins. Það er fyllilega réttmætt að hætta meðferö í slíkum tilvikum og gefa lyf til að lina þjáningar, jafnvel þótt það verði til þess að flýta dauðastundinni. Þróunin í læknisfræði má ekki verða til þess að meina mönnum að deyja með reisn. En spurningar um efnahag og af- komu mega aldrei hafa endanleg áhrif á slíkar ákvarðanir, heldur fyrst og fremst réttlæti, kærleikur og mannleg umhyggja. Þetta á einnig aðeins við, þegar Ijóst er að sjúklingurinn mun aldrei 10 geta notað frelsi sitt og þegar líf hans hefur ekki lengur tilgang. En það á ekkert skylt við hagnýt sjónarmið um nytsemi lífsins, líkt og menn veltu fyrir sér á Hitlerstímanum. Maður- inn heldur ávallt reisn sinni, dignitas aliena. Um 87% lækna í Bandaríkjunum munu vera fylgjandi neikvæðri eu- þanasíu, en aðeins fáir læknar hafa verið fylgjandi jákvæðri euþanasíu. Ef virkt líknardráp væri leyft, hver tæki þá ákvarðanir? Sjúklingurinn sjálfur getur verið ófær um það. Ef honum finnst hann vera til byrði get- ur það valdið honum áhyggjum og haftáhrifáákvörðun hans. Þettaget- ur skapaö sektarkennd yfir því að vera til og fyrir öðrum, sektarkennd sem bætist ofan á allt annað. En ef menn eru á því að varðveita lífið undir lok þess, þá ber vissulega að gera það einnig viö upphaf lífsins. Þess vegna er full ástæða til að standa gegn fóstureyðingum af félagslegum ástæðum. Lokaorð Eg er á því að í Iangflestum tilvikum sé rétt að sjúklingur viti um lífsmögu- leika sína. Ef sjúklingur er dauðvona, er hægt að greina honum frá því án þess að ræna hann voninni fyrir fullt og allt. E. Kiibler-Ross hefur einmitt sagt að dauðvona sjúklingar haldi í vonina. Vonin gengur í gegnum öll þau stig sem sjúklingurinn fer í gegn- um, þegar honum hefur verið gerð grein fyrir hverjir Iífsmöguleikar hans eru. Hreinskilni í þessum efnum getur einnig létt af spennu sem oft skapast milli ástvina og gert sjúkl- ingnum kleift að undirbúa sig fyrir dauðann. Trúarbragðafélagsfræðingurinn Bernt Gustafsson segir að í nútíma- samfélagi sé sú vitund ríkjandi, að dauöinn sé hið illa sjálft. Hið illa er ekki lengur syndin, eða óhlýðnin við Guð, heldur dauðinn. Eitt sinn var barn spurt: ,,Hvað er dauðinn?" Barnið svaraði: ,.Ég held að hann sé hluti af Iífinu, eins og skólinn." Það er vert að taka undir þau orð. Það er þarft að ræða opinskátt um dauðann og jafnvel teikna af honum myndir, eins og listamenn hafa löng- um gert, þegar dauðinn varð yfir- þyrmandi, t. d. þegar Svartidauöi gekk yfir. Próf. Robert Neale, sem kennir við Union Theological Seminary í New York, komst eitt sinn svo að orði að „eftil vill eróttinn við dauðann ekkert annað en óttinn við lífið" og hann bætti við: ,,Þeir sem bjóða lífið vel- komið munu einnig taka dauðan- um.“ Fyrir nokkrum árum var talað um að Guð væri dauður. En í dag getum við sagt að dauðinn sé Guð í hugum fólks, þar sem hann vofir yfir mann- kyninu í líki kjarnorkusprengjunnar. Kjarnorkusprengjan skipti mann- kynssögunni í tvennt 6. ágúst 1945, er bomban féll á Hirosima og eyddi allt að 200 þús. mönnum og eyði- lagði 60 þúsund byggingar. Það var þá sem dauðinn varð Guð. Sprengjan skipti mannkynssögunni á allt annan hátt en stjarnan yfir Betlehem. Það LÆKNANEMINN J-4/. - 34. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.