Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 35
svo tíu manns aö gera sér að góðu,
spítalinn hafði bara ekki efni á glæsi-
legri borðbúnaði. Maturinn kom svo
úr eldhúsi spítalans í stórum potti.
Matseðillinn var ekki flókinn, kjúkl-
ingar og hrísgrjón 7 daga vikunnar og
hvítt brauð sem oft var með súrum
keim. Þessu var svo skolað niður með
sterklega klórblönduðu vatni sem
áður rann í Níl.
Eitt var það sem snemma vakti at-
hygli mína, það var að allt virtist
krökkt af köttum um alla spítalalóð-
ina og inn um ganga spítalans. Einnig
var slatti af hundum sem spangóluðu
allt hvað af tók um nætur í kringum
þann tíma er fullt tungl var. Seinna
var mér sagt að kettirnir söfnuðust
mikið til að spítalanum vegna þess
hve góð þeim þætti fylgjan, sem hent
er eftir fæðinguna. í öllu falli voru
þeir skárri en rottur.
A hverjum sunnudagsmorgni fór
ég með prófessor í lyflæknisfræði í
eins konar móttöku á spítalanum.
Þar skoðaði hann um það bil 50
sjúklinga á 3 tímum. Aðstaðan sem
hann hafði til þess arna var ekki
glæsileg. Smá skonsa með skrif-
borðsræfli og stól auk tilkomulítils
skoðanabekks. Fyrir dyrnar var
tjaldað með einhverri dulu sem ekki
var nógu stór til að valda hlutverki
sínu. Þarna var mikið rennirí af sjúkl-
ingum og ættingjum þeirra og hávað-
inn og þrengslin eftir því. Það reynd-
ist mér því ansi erfitt að hlusta ein-
hver rheumatisk óhljóð í egypskum
hjörtum, en af þeim virtist vera fjöld-
inn allur. Einnig virtist vera mikið
um sjúklinga með bilharziasis, en
mér var sagt að um það bil sex
milljónir þjáðust af þessum sjúk-
dómi. Af þessum sökum var algengt
að sjá fólk á spítalanum með lifrar-
og miltastækkun, vökva í kvið og
gulu. Það vakti einnig athygli mína
hversu seint sjúklingar Ieituðu Iæknis
þótt að hægt væri að fá tiltölulega
ódýra læknisþjónustu.
Heilt ævintýri var svo að sjá starfs-
hættina á skurðstofunni. Hrædd erég
um að við þyrftum að vera langt leidd
til að leggjast undir hnífinn þar.
Maski og skurðstofuhúfa var ein
samhangandi heild, úr efni sem mest
líktist barnableyju, nema hálfu gisn-
ara. Mér þykir trúlegt að þetta hafi
verið heldur gisið til að halda bakt-
eríuflórunni í skefjum, auk þess sem
notkunin var all frjálsleg. Þessu var
svo sveipað um höfuðið og líktust
menn þá helst nunnum eða strang-
trúuðum muslimakonum. Allir
skurðlæknar klæddust svo stórum
svörtum vaðstígvélum við uppskurði.
Það þótti einnig góð latína að þvo sér
vandlega fyrir fyrstu aðgerðina, og
var það látið duga fyrir daginn. Eftir
fyrstu aðgerð dagsins var svo farið
fram á gang í fullum skrúða og reykt-
ar ca. 5 sígarettur (en það er engin
spurning hvort egypskir karlmenn
reyki, spurningin er hvort þeir reyki
2 eða 3 pakka á dag en að sjálfsögðu
á kvenfólk ekki að reykja). Síðan var
farið inn á skurðstofu aftur, skipt um
hanska og slopp, en frekari þvottur
talinn óþarfur. Þetta var svo endur-
tekið eftir hverja aðgerð. Þess skal þó
getið að allir sjúklingar voru settir á
sýklalyf eftir aðgerð. Eitt sinn sá ég
framkvæmdan athyglisverðan botn-
Iangaskurð. Skurðlæknirinn kom
stormandi í salinn með nýþvegnar
hendur, í hreinum slopp, vaðstígvél-
um og með maska-húfusamsetning-
una um hálsinn. Hann var tilbúinn að
skera en engir hanskar tilbúnir í
augnablikinu. Það var ekki verið að
láta það tefja sig neitt, bara byrjað að
skera, án hanskanna. Ekki virtist
nokkur sála kippa sér neitt upp við
þetta. Þegar hjúkrunarkonan fann
svo hanskana, fór hann í þá og hélt
áfram. Þess skal þó getið skurðlækn-
inum til hróss að handbragðið virtist
mér gott. Þegar ég skoðaði svo hinar
almennu legudeildir, datt mér í hug
að það væri ekki nema hálfur sigur að
koma á góðu hreinlæti á skurðstof-
unni.
Hvað svæfinguna varðar, virtist
hálfgerður losarabragur þar á. Flest-
ar slöngur sem notaðar voru virtust
ekki vera í eins góðu lagi og best væri
á kosið. Víða var plástri skellt yfir göt
og samskeyti, sem ekki voru vel þétt.
Ekki var verið að standa í að mæla
blóðþrýstinginn í venjulegum að-
gerðum. Þótti nóg að taka púlsinn
svona annað slagið. Þegar gerð var
lokuð hjartaaðgerð var tekinn blóð-
þrýstingur í byrjun og lok aðgerðar.
Við mænudeyfingar var sjúklingi gef-
ið efedrin ef hann kaldsvitnaði og
varð sjokklegur, eða ef hann kvartaði
mikið.
Ymislegt var það nú annað en
spítalarnir þarna sem var áhuga-
vert. Til dæmis umferðarmenning-
in. Ekki er mikið verið að stressa sig á
hvítu strikunum sem einhver málaði
á göturnar, eða þessum gulgrænu og
rauðu Ijósum sem blikka á sumum
götuhornum. Það sér bara hver um
sig. Það troðast eins margir bílar
samsíða á göturnar og unnt er.
Gatnamótin eru svo eins og allsherj-
ar kaos og flautar hver sem betur
Ramses II í Luxor
LÆKNANEMINN 3'4/i98i - 34. árg.
33