Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 23
Meðferð Vinna þarf gegn lostinu og halda blóöþrýstingi uppi. Er notaður til þess vökvi í æð og ef það dugar ekki til, þá er gefið dopamin innflæði (dopamin drip). Sterar hafa verið gefnir í bráða fasanum, en erfitt hef- ur verið að meta áhrif þeirra.8 Sýkla- lyf þykja nauðsynleg. Eru þá gefin beta-lactamasa-þolin sýklalyf eins og t. d. cephalosporin eða beta-Iacta- masa-þolin penicillin. Þeir sjúkling- ar, sem fengið hafa sýklalyf af þess- um flokkum, hafa fengið færri endursýkingar.2 Nauðsynlegt er þó að fylgjast með næmisprófum. Sýkla- lyf eru gefin í 1—2 vikur. Önnur með- ferð er eftir einkennum. Hugsanlegar orsakir eða meðverkandi þættir TSS er mjög tengt í allri umræðu notkun tíðatappa (tampons). Það hefur komið í ljós, að 97% kvenna, sem fengið hafa TSS, nota tíðatappa, en aðeins 76% kvenna í samanburð- arhóp.2 í annarri könnun5 notuðu 100% kvenna með TSS tíðatappa, en 85% kvenna í samanburðarhóp. Einnig höfðu fleiri af þeim, sem feng- ið höfðu TSS, notað tíðatappa bæði á nóttu og degi meðan á blæðingum stóð. Hvaða þátt tíðatappar eiga í TSS er óljóst. Ónotaðir tíðatappar eru sennilega ekki berar fyrir bakterí- una, en hugsanlegt er, að eitthvert elni í tíðatöppum verki samvirkandi með toxínum frá staph. aureus til að framkalla TSS.6 Það er hins vegar ljóst, að ef staph. aureus er til staðar í leggöngum, eru tíðatappar gegnsósa af blóði úrvals vaxtarumhverfi fyrir bakteríuna. Því ætti örari skipting á tíðatöppum eða styttri notkunartími að minnka líkur á TSS. Örari skipting gæti þó valdið sárum, en einnig hefur komið í Ijós, að langtíma notkun á tíðatöppum er tengd myndun sára í leghálsi og leggöngum, en sár gætu aukiö líkur á að toxín komist yfir í blóðið.5 Fundist hafa tengsl við eina tegund af tíðatöppum (Rely tampons), en TSS kemur einnig fyrir þó að aðrir tappar séu notaðir. Árið 1977 varð breyting á gerð tíðatappa þannig, að aðsogshæfari efni en fyrr voru sett í þá og gæti það haft einhverja þýð- ingu í sambandi við sáramyndun. Fundist hefur munur á notkun getnaðarvarna hjá konum með TSS og kvenna í samanburðarhópnum. Þær, sem fengið hafa TSS, virðast hafa notað getnaðarvarnir minna en þær, sem voru í samanburðarhópn- um.2 5 Ekki hefur fundist hvort þessi mismunur sé tengdur einhverri sér- stakri tegund getnaðarvarna. Ekki hefur fundist marktækur tölfræði- legur munur á tíðni TSS við saman- burð á þeim sem nota „pilluna" og þeim sem nota aðrar getnaðarvarnir. Niðurlag „Toxic shock syndrome" er sjúk- dómur, sem fremur nýlega er kominn fram, og umdeilt er, hvort hann hefur verið til fyrr. Sjúkdómnum svipar í vissum atriðum til skarlatssóttar, „scalded skin syndrome", Kawasaki syndrome og Klettafjallablettasóttar (og reyndar fleiri alvarlegra útbrota- sjúkdóma). TSS hefur þó ýmis sér- kenni, er gera hann að sérstökum sjúkdómi. TSS er algengastur hjá ungum konum, 80% hafa verið yngri en 30 ára.9 Þó getur sjúkdómurinn iagst á eldri konur, karla og börn. í febrúar 1981 höfðu verið greind 691 tilfelli í Bandaríkjunum, 10% tilfella hafa verið banvæn. Þriðjungur kvenna, sem fengið hafa TSS, hafa veikst aft- ur, venjulega innan 1-2 mánaða. Tíðni sjúkdómsins er áætluð nokkuð mismunandi, t. d. 3 á 100 þús. íbúa á ári,8 eða 6,2 á 100 þús. konur á tíða- aldri á ári.5 TSS er mjög tengt staðbundnum staph. aureus sýkingum. Sjúkdóms- myndin stafar sennilega af fram- leiðslu staph. aureus á toxíni (einu eða fleiru). Þetta toxín virðist geta farið yfir himnur og skemmt þær (hálsbólga, roði í augum [conjuncti- vitis]). Helst er rætt um tvö toxín, Exotoxín C og Staphylokokka ent- erotoxín F, er skýrt gætu einkenni við TSS. Hugsanlegt er að hér sé um eitt og sama toxínið að ræða, er gæti þá ásamt öðrum toxínum (exo- og/eða endotoxínum) orsakað sjúkdóms- myndina. Orsök TSS gæti þá verið staphy- lokokkasýking einhvers staðar í lík- amanum. I flestum tilfellum væri þetta hjá konum í leggöngum eða leghálsi, en aðrir sýkingarstaðir koma til greina (t. d. skurðsár). Toxín (eitt eða fleiri) færi síðan inn í blóðrásina og orsakaði einkennin. Bakterían sjálf fer hins vegar ekki inn í blóðrásina. Hlutverk tíðatappa getur verið sem gróðrarstía fyrir staphylokokka og einnig gætu einhver efni úr töpp- unum skipt máli. Illa hefur þó gengið að sýna fram á þetta. Hins vegar þyk- ir rétt að ráðleggja konum, sem feng- ið hafa TSS, að minnka notkun þeirra, t. d. aðeins hluta úr hverjum sólarhring, meðan á tíðum stendur, og nota þá alla vega ekki aftur fyrr en staph. aureus hefur verið eytt úr lík- ama þeirra.5 Þær, sem aldrei hafa fengið TSS, eru hins vegar ekki hvattar til að breyta sínum notkunar- venjum á tíðatöppum. Þakkarorð: Eg þakka Sigurði B. Þorsteinssyni fyrir ábendingar við samningu þess- arar greinar. Framh. á bls. 25 LÆKNANEMINN '-‘/i,.. - 34. árg. 21

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.