Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 4

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 4
Stefán B Sigurðsson Viðtal við Stefán B. Sigurðsson, prófessor, sem tók við stöðu forseta læknadeildar Háskóla íslands t.júlí 2003. 1. Hvað réði mestu um þá ákvörðun þína að bjóða þig fram til deildarfor- seta? Þau 3 ár sem ég var varadeildarforseti tókst ég á við mörg áhugaverð mál fyrir hönd deildarinnar sem ég hef mikinn áhuga að fylgja frekar eftir. Þar eru inntökuprófin, samninga- gerðin við Landspítalann og endurskipulagning læknanáms- ins efst á blaði. Ég vann með mörgum aðilum að þessum málum bæði innan og utan deildar og líkaði samvinnan vel og því tilbúinn að starfa með þeim áfram. 2. Hvaða verkefni telur þú að brýnust sáu? Það eru mörg mjög brýn verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í. Eitt stærsta málið sem fylgja þarf eftir varðar ýmis atriði samningsins milli Háskólans og Landspít- ala-háskólasjúkrahúss. Tryggja þarf aðstöðu nemenda þannig að þeir fái bestu fáanlega kennslu en forsenda þess er góð aðstaða kennara deildarinnar til að sinna kennslu og rann- sóknum á sjúkrahúsinu. Kennarar læknadeildar þurfa að njóta trausts stjórnenda sjúkrahússins til að skipuleggja kennslu og rannsóknir og samræma þær annarri starfsemi sjúkrahússins í góðri samvinnu við sviðsstjóra. Einnig taka fjölmargir aðrir starfsmenn sjúkrahússins þátt íkennslu beint og óbeint og því þarf mikið samstarf og góð samskipti milli starfsmanna beggja stofnana til að mynda vel starfandi háskólasjúkrahús. Önnur stærstu málin eru eins og ég nefndi áðan endurskipu- lagning kennslu og ný hugsun hvað varðar fjármálastjórn deildarinnar. 3. Telur þú að lestraraðstaða læknanema við Háskóla íslands sé viðun- andi? Hvaða áform hefur þú um úrbætur á aðstöðu deildarinnar? Hún er viðunandi á fyrstu tveimur til þremur árunum þar sem aðstaðan í Læknagarði annar nokkurn veginn þörfinni. Til stendur að setja þar upp skápa þar sem læknanemar geta geymt bækur og annað sem tengist náminu og það ætti að skapa enn betri nýtingu lesplássa. Aðstaðan í Heilsuverndar- stöðinni leysir brýnustu þörfina fyrir fjórða til sjötta ár en sú aðstaða er einungis til bráðabirgða og við erum þakklát fyrir hvert misseri sem við fáum að halda aðstöðunni. Ég hef hafið vinnu til að finna varanlegri lausn þess vanda en sú lausn þarf að vera í nálægð við háskólasjúkrahúsið. 4. Nú er talsverð reynsla komin á lausnarleitarnám (problem baseú leaming) við deildina. Hvernig hefur það gefist og sérð þú fyrir þér einhverja frekari þróun á þessu kennsluformi? Ég tel að það hafi gefist mjög vel og fleiri og fleiri kennarar eru að taka upp í kennslunni þá hugsun sem liggur að baki PBL. Nú er stefnt að því að koma á PBL vikum á vormisseri 1. árs og fjölga vikunum á 2. ári. Læknanemar virðast vel ánægðir með þessa þróun og ég tel að þeir sem venjast henni á fyrstu árunum komi til með að krefjast hennar sem víðast á seinni árunum þar sem hún hentar mjög vel. 5. Hvernig verður inntökuprófum háttað næsta vor? Pau verða með svipuðu formi og síðastliðið vor. Ég reikna með að þau verði haldin um 20. júní. Við höfðum vonað að þau gætu orðið fyrr, eða um 10. júní, en þar sem prófum í MA lýkur 4-Læknaneminn 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.