Læknaneminn - 01.04.2004, Side 5

Læknaneminn - 01.04.2004, Side 5
ekki fyrr en um 17. júní er ekki hægt að hafa þau fyrr. Við erum einnig að vinna að smávægilegum breytingum á reglugerðinni s.s. að lágmarkseinkunn verði felld út, enda er hér um að ræða röðunarpróf. 6. Hve margir þeirra sem þreyta inntökupróf læknadeildar næsta vor munu hljóta rétt til áframhaldandi náms? Séróu fyrir þér að fjöldinn muni breytast í nánustu framtíð? Það stefnir í að verða 48 í læknisfræði og 20 í sjúkraþjálfun. Það hefur verið umræða um hvort möguleiki væri að fjölga enn frekar og það gæti vel orðið en við þurfum einnig að tryggja að þeir sem eru á leið í gegnum deildina fái eins góða kennslu og námsaðstöðu og mögulegt er og ég stefni á að láta það ganga fyrir frekari fjölgun. Pressan á fjölgun nemenda hefur einnig minnkað þar eð nú er orðið mun auðveldara að komast í læknanám erlendis heldur en var. 7. Undanfarin ár hefur fjöldi nýnema aukist. Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að mæta þeim aukna fjölda sérstaklega með tilliti til kennslunn- ar á klínískum kúrsum? Það er á klínísku kúrsunum þar sem flöskuhálsinn er í kennslunni og því þarf að fara varlega í fjölguninni eins og ég nefndi áður. Nú er einnig kominn fram þrýstingur frá nemum sem hafa lokið hluta námsins erlendis og vilja Ijúka náminu hér. Við þurfum því að leggja áherslu á að aðstaða okkar nema sé tryggð og að þeir hafi forgang á háskólasjúkrahúsinu. Kennslustjórardeildarinnar, Kristján Erlendsson og Ragnhild- ur Steinbach hafa unnið góða vinnu við að endurskipuleggja námið og við vonum að það skili sér í betra og skilvirkara námi næstu árin þannig að gæðin fari batnandi þráttfyrir að lækna- nemum hafi fjölgað. 8. Læknanemar hafa beitt sér gegn lengingu kandídatsárs og lýst yfir óá- nægju með skort á kennsiu og skipulagi á því ári. Eru fyrirhugaðar ein- hverjar breytingar í þeim efnum? Hefur þú skoðun á því hvort lengja eigi kandidatsárið? Það er verið að vinna í þessu máli og vonandi leysist það fljótlega. Aðalatriðið er að þessi tími nýtist kandídötum sem best til þjálfunar þannig að þeir geti starfað sem fullgildir læknar og auðveldi þeim ákvarðanatöku varðandi val á fram- haldsnámi. 9. Eru fyrirhugaðar breytingar á lengd og uppbyggingu læknanámsins? Já, eins og ég nefndi áður hefur verið unnið að endur- skipulagningu námsins og eru breytingarnar að koma til fram- kvæmda á fyrsta ári í vetur. Einnig verða nokkrar breytingar á þriðja ári og enn meiri á fjórða ári 2004/05. Síðan gengur þetta áfram og ættu að vera komnar fram á öllum árum eftir 3-4 ár. Við ætlum að nýta sumarmisserin þannig að læknanem- ar geti lokið allt að 36 einingum á ári og þvíjafnvel lokið 180 eininga námi á 5 árum. Það verða eflaust einhverjir hnökrar á meðan þetta er að ganga í gegn en með góðri samvinnu læknanema, kennara og kennslustjóra ætti þetta að takast. 10. Hvernig hyggst þú beita þér fyrir bættri kennslu innan deildarinnar? Já, bætt kennsla er eitt af mínum stóru áhugamálum. Aðal- atriðið er þó að breytingar í kennslunni skili sér í bættu námi, þ.e. að þær auðveldi nemendum nám sitt. Auka þarf kunnáttu nemenda í að sækja sér þekkingu og beita henni. Draga þarf úr utanbókarlærdómi og faktaprófum en auka færnibúðir og efla fagmennsku (professionalisma). 11. Nú er uppi umræða um það að fagmennska sé á undanhaidi hjá ungum læknum og læknanemum víða um heim í dag. Er það skoðun þín og ef svo er hvað heldur þú að skýri það? Að hversu miklu leyti er það á ábyrgð læknadeildanna? Ég held að það sé nokkuð til í því en erfitt að benda á ein- hverja sérstaka orsök. Ég tel að læknadeildin þurfi að auka bæði kennslu í fagmennsku og flétta hana betur inn í kennsl- una í heild. 12. Stundar þú einhverjar grunnrannsóknir um þessar mundir? Deildarforsetastarfið er orðið mjög viðamikið og má segja að það sé orðið fullt starf en samkvæmt háskólareglum á ég að skila 60% af vinnutíma mínum sem deildarforseti og 40% í rannsóknum. Það er engin aukaþóknun fyrir að vera deild- arforseti eins og margir halda heldur einungis venjuleg laun prófessors. Ég er þó staðráðinn í að halda rannsóknum áfram meðan ég er deildarforseti. Ég var að útskrifa mastersnema í byrjun október og stefni að útskrift doktorsnema í samstarfi við háskólann í Oslo nú um áramótin. Nýr mastersnemi hóf störf hjá mér í sumar og ég mun reyna að sinna honum vel þó það verði erfitt. Ég tel nauðsynlegt að deildarforseti haldi tengslum bæði við kennslu og rannsóknastarfsemi deildarinn- ar. Rannsóknirnar mínar eru einkum á sviði sléttra vöðva og þætti þeirra í stjórnun blóðflæðis. Um þessar mundir beinum við sjónum okkar að starfsemi æða í sjónhimnu augans og áhrifum hennar á augnsjúkdóminn gláku. 5

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.