Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 8

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 8
HEIMILSLÆKNINGAR HÉRLENDIS Jóhann Ágúst Katrín Fjeldsted (2) Sigurðsson (1) Heimilislækningar hérlendis Sögulegur aðdragandi að sérnámi 1) Heimilislæknisfræði/læknadeild H.I., Heilsugæslustöðin Sólvangi, Hafnarfirði 2) Heilsugæslustöðin Efstaleiti, Reykjavík Það er aldalöng hefð fyrir því meðal íslendinga að afla sér frama erlendis. Læknar sem útskrifast úr læknadeild Háskóla íslands eru þar engin undantekning. Að loknu kandidatsári hafa flestir þeirra farið í frekara sérnám erlendis og staðist þær hæfniskröf- ur sem settar hafa verið í viðkomandi löndum. Læknadeild hefur stuðlað að því að sem flestir fari utan til frekara framhaldsnáms, en jafnframt lagt áherslu á að nauðsynlegt sé að efla framhalds- nám hér á landi(,). Tilgangurinn er einkum sá að auka fjölbreytni í vali ungra lækna, þar sem aðstæður geta verið mismunandi og ekki víst að allir hafi möguleika á nokkurra ára dvöl erlendis. I þessu hefti Læknanemans lýsa Alma Eir og félagar innihaldi og skipulagningu sérnáms í heimilislækningum hér á landi. Um er að ræða merkan áfanga í menntunarmálum lækna. Þetta hef- ur þó ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Aðdragandinn að sérnámi í heimilislækningum hér á landi spannar áratuga sögu. Fyrir 40 árum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur að skipa nefnd til að endurskoða fyrirkomulag læknaþjónustu utan sjúkrahúsa, bæði heimilislæknisþjónustu og sérfræðiþjónustu í Reykjavík. Nefnd- in skilaði greinargerð sinni og áliti í apríl 1968 (2). Rar var lögð áhersla á að efla heimilislækningar, koma á kennslustólum í læknadeild og tillögur um að sérfræðimenntun í heimilislækning- um yrði felld inn í reglugerð. Þessi greinargerð var tímamótaplagg, þar eð samkomulag náðist um þessa stefnu meðal læknadeildar Háskóla íslands, Læknafélags íslands og stjórnmálamanna. Þessi stefnumörkun var síðan undanfari lagasetninga Alþingis (lög nr 56/1973) um nýtt fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla var lögð á heilsugæslu og heilsugæslustöðvar. í kjölfarið fylgdi endurreisn heimilislækninga og uppbygging heilsugæslu- stöðva um allt land (3). Ákvæði um sérfræðingsréttindi íheimilislækningum hérá landi voru sett í reglugerð árið 1969. Samkvæmt henni gátu menn öðlast þessi réttindi hér á landi ef læknadeild Háskóla íslands viðurkenndi skipulegt nám af þessu tagi erlendis frá eða þá að viðkomandi læknir starfaði ákveðinn tíma á vissum spítaladeildum og í heilsugæslunni hér á landi. Ákvæði um handleiðslu eða fræði- legt nám voru óljós eða ekki tilgreind. Fyrsti læknirinn sem nýtti sér valkost íslensku reglugerðarinnar var Þóroddur Jónasson, fyrrverandi héraðslæknir á Akureyri og síðar heiðursfélagi í Félagi íslenskra heimilislækna. Ólafur Mixa varð hins vegar fyrstur íslend- inga til þess að öðlast sérfræðiréttindi hér á landi samkvæmt erlendri fyrirmynd árið 1973, en hann hafði stundað skipulegt nám í heimilislækningum í Calgary í Kanada. Um miðjan áttunda áratuginn virtist nokkur skriður kominn á umræður um sérnám í læknisfræði hér á landi einkum varðandi heimilislækningar(4|6). í merkri greinargerð sem birtist í Lækna- blaðinu árið 1977 (5) gerðu Eyjólfur Þ. Haraldsson, Ólafur F. Mixa og Pétur I. Pétursson grein fyrir hugmyndum sínum um uppbygg- ingu og fyrirkomulag sérnáms í heimilislækningum hér á landi sem rúmaði að minnsta kosti 5 lækna á ári hverju. Segja má að megnið af þeirri námslýsingu sem þar kom fram sé efnislega séð í fullu gildi enn í dag. Prátt fyrir að læknadeild og Læknafélag íslands sýndu málinu mikinn áhuga liðu enn nokkur ár án þess að mikið gerðist annað en bréfaskriftir, greinargerðir og fjárhagsáætlanir. Árið 1991 var staða prófessors í heimilislækningum auglýst í fyrsta sinn, en Félag íslenskra heimilislækna hafði þá lofað læknadeild að fjár- magna stöðuna fyrstu tvö árin. Það þótti nýlunda við auglýsingu á þeirri stöðu að tekið var fram að prófessorinn skyldi, auk hefð- bundinna háskólastarfa, jafnframt hafa umsjón með skipulagn- ingu framhaldsnáms í greininni. Þar með var stefna læknadeildar mörkuð með afgerandi hætti hvað varðar framhaldsnámið. Næstu skref beindust að heilbrigðisráðuneytinu. Bent var á að sum lönd, svo sem Kanada og Svíþjóð, höfðu um þessar mundir nær úti- lokað þá möguleika að taka við erlendum læknum til sérnáms í heimilislækningum. Árið 1993 lýstu forsvarsmenn ráðuneytisins loksins bréflega yfir áhuga á málinu og óskuðu eftir samvinnu menntamálaráðuneytisins um framgang þess. Kaflaskil urðu svo í þessari sögu árið 1995, þegar heilbrigð- isráðuneyti og læknadeild skrifuðu undir samning um fastar námsstöður í heimilislækningum. Heilbrigðisráðuneytið lagði til fé til greiðslu á grunnlaunum og launatengdum gjöldum tveggja námslækna og beitti sér fyrir því að afla frekari fjárveitinga til námsins. Fyrstu læknarnir sem hófu starfsnám samkvæmt þessu 8-Læknaneminn 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.