Læknaneminn - 01.04.2004, Side 9

Læknaneminn - 01.04.2004, Side 9
fyrirkomulagi haustið 1995 voru Gerður Aagot Árnadóttir og Hildur Thors. Með hagræðingu á stöðugildum tókst að bæta Jóhönnu Jónasdóttur í hópinn. Fræðileg kennsla og skipulag starfsnáms þróaðist smátt og smátt. Árið 1996 sögðu yfir 90% allra heimilislækna upp störfum tíl þess að leggja áherslu á fram- tíð fagsins. í kjölfarið fylgdu viðræður við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið til þess að koma heimilislækningum á Islandi í réttan farveg. Endurnýjun í stéttinni var ofarlega á blaði. Lögð var áhersla á að unglæknar þyrftu að kynnast heimilislækningum með starfsþjálfun á kandidatsárinu og að efla þyrfti sérnám í greíninni hér heima. Árið 1999 var gerð breyting á reglugerð um almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi, þar sem ákveðið var að minnst 3ja mánaða starfsþjálfun í heimilislækningum væri hluti af kandidatsári. Enda þótt þessi breyting miðaðist fyrst og fremst að því að auka menntun, starfsþjálfun og viðhorf allra unglækna var Ijóst að þessi tilhögun gerði unglæknum kleift að kynnast fag- inu og að það myndi skapa betri forsendur fyrir þá að velja sér heimilislækningar sem sérgrein, hvort sem námið væri stundað hérlendis eða erlendis. Árið 2001 var Alma Eir Svavarsdóttir, aðjunkt, skipuð kennslu- stjóri framhaldsnáms og er nú yfirlæknir kennslumála heilsugæsl- unnar í Reykjavík. Undir hennar forystu hefur formlegt sérnám mótast hérlendis. Miðað við ákjósanlegar aðstæður þyrfti hins vegar um tugur nýrra sérmenntaðra heimilislækna að koma til starfa hérlendis á hverju ári á næstunni. Menntunarmöguleikar hér heima eru því aðeins brot af þörfinni. Rað skíptir því miklu að unglæknarfái tæki- færi á framhaldsnámi erlendis. Nú sem stendur gefst unglæknum kostur á úrvalsstöðum til náms í Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sagan segir okkur hins vegar að það er ekki eingöngu hægt að treysta á nám erlendis, þar eð aðstæður þar geta breyst með litlum fyrirvara eins og raun ber vitni. Það er því nauðsynlegt að efla sérnám hér heima enn frekar. Jóhann Ágúst Sigurósson Katrín Fjeldsted Heimildir: 1. Sigurðsson JA. Læknadeild um aldamót. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2001. 2. Sigurðsson J, Bjarnason B, Kolbeinsson A, Sigurðsson P. Læknis- þjónusta utan sjúkrahúsa. Tillögur og greinargerð Læknisþjónustu- nefndar Reykjavíkur, 1968. 3. Magnúsdóttir IR, Heilsugæslustöðvar. Rit heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins 1/1986. 4. Björnsson Á. Framhaldsmenntun lækna og samstarf sjúkrahúsa. Læknablaðið 1977;63:20-2. 5. Haraldsson EÞ, Mixa OF, Pétursson Pl. Sérnám í heimilislækningum. Greínargerð og nefndarálit um sérnám í heimilislækningum. Læknablaðið 1977;63:111-22. Svipmyndir úr 9

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.