Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 11
j4. ÁRS VERKEFNl í BANDARÍKJUNUM
Að taka fjórða árs
verkefni í Bandaríkjunum
Jón Torfi
Gylfason
A man comes into the ER and yells, „My wife's going to
have her baby in the cab!“ I grabbed my stuff, rushed out
to the cab, lifted the iady's dress, and began to take off her
underwear. Suddenly I noticed that there were several cabs,
and I was in the wrong one. Mark McDonald, fæðinga- og
kvensjúkdómalæknir frá Texas.
Eftir að hafa lítillega komist með puttana í rannsóknir sam-
hliða læknanámínu datt mér í hug að gaman væri að vinna
verkefni um sama efni í öðru landi, á stað sem væri virkur í
rannsóknum á sjúkdómnum (legslímuflakk; endometriosis). Á
fjórða námsári mínu kom svo tækifærið. Pá er læknanemum
gert að vinna að 10 vikna rannsóknarverkefni sem lýkur með
fyrirlestri og ritgerð. Ég settist því niður og aflaði mér upplýs-
inga um hvar rannsóknir á þessu sviði væru virkastar úti í hin-
um stóra heimi. Því næst skrifaði ég bréf til vel valinna staða
með aðstoð leiðbeinanda míns hér á Islandi. Þetta voru staðir
í Bretlandi, Hollandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Margir staðirnir
gáfu jákvæð svör og sumir þeirra sendu fljótlega lýsingar á eðli
og umfangi mögulegra verkefna. Raunverulega þurfa þessi líf-
legu viðbrögð ekki að koma á óvart. Hver vill ekki ráða til sín
læknanema sem er til í að vinna launalaust starf, dag og nótt
í tíu vikur, ef því er að skipta? Eftir vandlega íhugun ákvað ég
að fara til Houston, í Texas-fylki Bandaríkjanna. Mér fannst
lýsing verkefnisins gefa góð fyrirheit, auk þess sem mér barst
til eyrna að einungis þrír þarlendir kvensjúkdómalæknar hefðu
birt fleiri vísindagreinar en prófessorinn þar i borg.
í hönd fór einhver mesta skriffinskuvertíð lífs míns! Þýða
þurfti bólusetningarvottorð mitt yfir á ensku, sækja um leyfi
fyrir flutningi lífsýna úr landi, fá staðfestingu frá læknadeild
Hl um að ég væri nemi við þá deild og að ég væri með sýni
undir höndum sem ekki væru lífshættuleg. Ennfremur þurfti ad
útbúa ferilskrá á ensku (CV), kaupa sjúkratryggingar, ganga
frá leyfum frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd, sækja um
húsnæði úti, fínkemba styrkjahandbækur hjá Fullbright-stofn-
uninni og Alþjóðaskrifstofu Háskólans og fleira í þeim dúr.
Haldið til Vesturheims
Ferðin til Houston gekk ekki beinlínis átakalaust fyrir sig. í
tollinum í Minneapolis lenti ég í meiriháttar vandræðum með
einn tollvarðanna, sannkallaðan útlendingahatara (sennilega
einhver „11. september-áhrif"). Hann var síður en svo hrifinn
af því að útlendingur hygðist vinna launalausa rannsóknar-
vinnu í USA. Hann leit svo á að ég væri að taka tækifæri frá
samlöndum sínum og það leist honum illa á. Ég sýndi honum
afrit af öllum leyfum, auk yfirlýsingar frá leiðbeinandanum í
Houston, en ekki gaf hann mikið fyrir þá pappíra. Það fór svo
að lokum að hann sendi mig á skrifstofu útlendingaeftirlitsins
á flugvellinum þar sem mál mitt var tekið upp. Par gaf ég mig
fram við starfsmann og kynnti honum erindi mitt. Hann sagð-
ist því miður ekki geta afgreitt mig fyrr en ég tæki númer. Ég
tók númer, þó svo að mér þætti það í meira lagi undarlegt,
enda enginn sem beið að mér undanskíldum. Það hvarflaði þó
ekki annað að mér en að hlíta þessum fyrirmælum, enda vildi
ég ekki hætta á frekari tafir. Aðeins 15 mínútur voru í brott-
för flugvélarinnar til Houston. Eftir að ferðafélagi minn hafði
hjálpað mér að milda starfsmann útlendingaeftirlitsins, fékk
ég loksins hinn svokallaða „WB-stimpil“ í vegabréfið mitt, en
hann heimilar 90 daga dvöl í landinu. Þó mál leystust farsæl-
lega á endanum fór þó svo að ég missti af vélinni til Houston
og flaug því morguninn eftir. Þegar þarna var komið við sögu
varð mér sterklega hugsað til orða íslensks læknis sem sótti
sérmenntun sína til Bandaríkjanna hér á árum áður. „Þegar
tollurinn og skriffinskan er að baki, tekur helgidómurinn við“.
Var þetta virkilega satt?
Texas Medical Center
Monroe Dunaway Anderson, kaupsýslumaður frá Texas, átti
hugmyndina að stofnun læknisfræðisetursins Texas Medical
Center (TMC) upp úr 1930. Eftir honum er nefnt hið fræga
M.D. Anderson sjúkrahús, sem sérhæfir sig í meðferð og
rannsóknum á sviði krabbameinssjúkdóma. Hann lagði mikla
peninga til verksins auk þess sem byggingarland fékkst að
kostnaðarlausu. Þá létu íbúar Texas einnig fé af hendi rakna til
Mynd 1. Texas Medical Center.
11