Læknaneminn - 01.04.2004, Page 12

Læknaneminn - 01.04.2004, Page 12
 4. ÁRS VERKEFNI í BANDARÍKJUNUM^ verksins. Hver spítalinn hefur risið á fætur öðrum sfðan þá og í dag samanstendur TMC af 42 stofnunum í 100 byggingum. Spítalarnir geyma ríflega sex þúsund rúm, og var fjöldi sjúk- linga 5,4 milljónir árið 2000. Umferðarþunginn er mikill ÍTMC sem skýrir sennilega fyrirkomulag bygginganna. Sjúkrahúsið sem ég vann á hafði tvær tengibyggingar úr gleri sem mynd- uðu göngubrú yfir aðalgötuna. TMC var mjög framandi staður fyrir mann frá litla íslandi. Það var eins og maður væri staddur á stóru sjúkrahúsi, jafnt innan-dyra sem utan. Lækna og hjúkrunarfólk sá maður gjarn- an úti á stoppistöð íspítalafötunum og oftar en ekki með hlust- unarpípuna um hálsinn. Það var sannarlega mikill innblástur að starfa í þessu umhverfi. Baylor College of Medicine Læknaskólinn Baylor College of Medicine (BCM, Mynd 2) er ein hinna fjölmörgu stofnana TMC. Hann teygir anga sína víða oa er í tenaslum við nokkur stór siúkrahús. t Mynd 2. Baylor College of Medicine. Ég vann á sjöundu hæð eins þeirra, The Methodist Hospital (Mynd 3). Aðstaðan sem leiðbeinandinn bjó mér var framar björtustu vonum. Fyrsta daginn spurði hann mig hve mikið pláss ég þyrfti. Ég var lítillátur og fullur auðmýktar (enda brot- hættur eftir dylgjur tollvarðarins frá deginum áður). Benti ég að endingu á stað sem myndi alveg nægja, þar sem ég gæti tengst alnetinu með fartölvunni minni og haft afdrep fyrir stíla- bók og blýant. Fór ég að svo búnu í bólusetningar og berkla- próf. Þegar ég kom aftur tveimur tímum seinna hafði hópur manna verið ræstur út til að pakka gömlum gögnum í kassa til að skapa meira vinnurými. Mér hafði þannig hlotnast rúmbetri vinnuaðstaða en ég þorði að láta mig dreyma um. Ekki spillti fyrir að ég hafði öll þau tæki og tól sem nauðsynleg voru til rannsóknarinnar algjörlega fyrir mig og síma og alnetsteng- ingu að auki. Reglulega voru haldnir fyrirlestrar á sjöundu hæðinni sem ætlaðirvoru læknanemum, læknum ísérnámi og öðrum áhuga- sömum. Ég reyndi að mæta sem oftast. Fyrirlesararnir komu víða að, m.a. frá Stanford og Harvard. Mynd 3. The Methodist Hospital (Annar helmingurinn). Rað verður seint sagt að leiðbeinandi minn hafi vanrækt íslenska læknastúdentinn. Fyrir utan að hanna vel skilgreint verkefni sem unnt var að Ijúka á 10 vikna tímabili fylgdist hún jafnt og þétt með stöðu mála og lagði mikla áherslu á að ég byrjaði strax á fyrsta degi að skrifa ritgerðina. Hún hafði alltaf ákveðin tímamörk á öllu og svo las hún yfir, leiðrétti eða breytti eftir því sem þurfa þótti. Rá tók hún reglulega púlsinn á stöðu mála og fyrir vikið náði ég að klára rannsóknarvinnuna og alla úrvinnslu gagna meðan á dvölinni stóð. Ameríkanar eru miklir „prinsippmenn11. Ég fann að það átti vel við mig. Lífið utan vinnu Greinafundir (Journal Clubs) voru haldnir reglulega á vegum BCM, einkum ætlaðir „residentum" (þeir sem stunda sérnám) í kvensjúkdómaprógramminu. Þeirvoru haldnir á veit- ingastöðum og styrktir af lyfjafyrirtækjum. Ressir fundir voru þó ólíkir vísindaferðum sem maður þekkir úr læknadeildinni hér heima að því leyti að lungað úr kvöldinu fór í umræður um læknisfræðileg málefni. Aðilinn á vegum lyfjafyrirtækisins fékk eingöngu tvær mínútur til að kynna sínar vörur. Sá tími var vel nýttur! Residentar, einn af hverju ári, kynntu nýjar vísindagrein- ar og hafði hver þeirra valið sérfræðing til að stjórna umræðum á eftir. Meðan á þessu stóð var margrétta máltíð snædd. 12 - Læknaneminn 2004

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.