Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 13

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 13
Vaktin á Ben Taub Hospital Einn sólríkan laugardag (í febrúar!) bauðst mér að fara með íslenskum kvensjúkdómalækni, Jóni ívari Einarssyni, á vakt á Ben Taub spítalann, en hann tilheyrir BCM. Hvar annarsstaðar en í Bandaríkjunum rekst maður á útibú frá Mc Donalds í mat- sal spítala? Það fyllti mann líka öryggistilfinningu að vopnaður vörður gætti öryggis starfsfólks bráðamóttökunnar í hvívetna! Andinn á deildinni var mjög góður og hafði hver og einn sitt fyrirfram skilgreinda hlutverk. Dagurinn byrjaði á morgunfundi þar sem rapporterað var. Skildi lítið, enda eru þarlendir læknar frægir fyrir að nota mikið af skammstöfunum og ég ekki einu sinni búinn með kvensjúkdómakúrsinn. Á greinafundunum hafði ég kynnst nemum af hverju ári og gafst mér því tækifæri til að kynnast náminu á ólíkum stigum þess. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvers vegna í ósköpun- um læknar halda til Bandaríkjanna í sérnám. Umsóknarferlið er langt, inntökuprófum hefur farið fjölgandi á undanförnum árum og ekki er lengur hægt að taka hluta þeirra hér á íslandi. Námið er strembið, vinnuálagið meira en þekkist í Evrópu og launin á sérnámstímanum lág. Þá eru sumar- og vaktafrí styttri en víðast hvar annarsstaðar. Eftir að hafa kynnst þarlendum spítölum örlítið af eigin raun er ég í það minnsta aðeins nær því að skilja að menn séu reiðubúnir að leggja allt þetta á sig. I nýlegu Morgunblaðsviðtali segir Sigurður Guðmundsson, landlæknir, það áhyggjuefni hve fáir haldi til Ameri'ku í sérnám. Hlutfall íslenskra lækna sem sækja framhaldsmenntun sína þangað hefur ekki verið lægra í áratugi. Til að sporna við þess- ari þróun hefur læknadeild Hl ísamvinnu við landlækni og fleiri aðila unnið að því að koma á auknu samstarfi milli landanna, í því skyni að greiða aðgang íslenskra lækna/læknanema að amerískum háskólasjúkrahúsum. Nokkrir íslenskir læknar eru við nám og störf í Houston um þessar mundir og hitti ég tvo þeirra á rannsóknartímanum. Þetta voru þau Jón ívar Einarsson, kvensjúkdómalæknir, sem senn lýkur undirsérgrein (minimal invasive surgery) og Hilmar Hólm, sem leggur stund á hjartalyflæknisfræði. í deiglunni Á þessu tíu vikna tímabili var hryðjuverkaógn ósnertanlegs óvinar veruleg og innrás í Irak yfirvofandi. Þó viðbúnaður hafi verið langsamlega mestur í New York var ekki hjá því komist að vera meðvitaður um möguleg hryðjuverk. Stöðugt dróst inn- rásin á langinn og loks var dagsetningin 16. mars 2003 gefin. Það var daginn eftir för mína til Islands. Innrásinni seinkaði svo enn frekar svo ég var tiltölulega rólegur yfir ferðalaginu heim til íslands. í byrjun febrúar sundraðist geimskutlan Kólumbía á 20 þúsund km hraðayfirTexas. Um borð voru sjö geimfarar og fórust þeir allir eins og nærri má geta. Allar sjónvarpsstöðvar voru undirlagðar í umræðum um öryggismál geimferða í marg- ar vikur á eftir. Maður fann hve djúpstæð áhrif þetta hafði á þjóðina, enda um sameiginlegt þjóðarstolt að ræða. Mynd 4. Vinnuaðstaðan Mynd 5. A fæðinga- og kvensjúkdómavaktinni. Jón Ivar (t.v) og höfundur (t.h). Lokaorð Ég mæli hiklaust með því að læknanemar taki fjórða árs verkefnið í öðru landi. Að kynnast nýju samfélagi, öðrum vinnubrögðum og að tala annað tungumál en sitt eigið víkkar sjóndeildarhringinn og er hverjum manni hollt. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér verkefnið mitt geta lesið ágrip þess aft- ast í blaðinu. Jón Torfi Gylfason, læknanemi á 5.ári. 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.