Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 16
SÉRNÁM í HEIMILSLÆKNINGUM Á ÍSLANDI
Alma Eír Gunnar Helgí Jóhann Ágúst
Svavarsdóttir1,2 Guðmundsson 2 Sigurðsson!,3
Sérnám í
heimilislækningum á íslandi
1) Heimilislæknisfræði/læknadeild H.í.
2) Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík
3) Heilsugæslustöðin Sólvangi, Hafnarfirði
Samantekt
Á síðustu árum hefur verið hægt að bjóða unglæknum upp á
skipulagt sérnám í heimílislækningum hér á landi. Það er okkar
mat að námið sé nú það vel mótað að það standist erlendar
gæðakröfur. í þessari yfirlitsgrein gerum við í stuttu máli grein
fyrir innihaldi námsins, skipulagi og hugmyndum okkar um
framtíðaruppbyggingu þess.
Inngangur
Heimilislækningar eru ung sérgrein, sem byggir þó á göml-
um hefðum. Sérnám í heimilislækningum á sér hins vegar
fremur stutta sögu, en ekki eru nema nokkrir áratugir síðan
það hófst með skipulegum hætti í nágrannalöndum okkar.
íslenskir heimilislæknar hafa sótt sérnámið erlendis í ríkum
mæli, flestir hafa farið til Svíþjóðar, Kanada, Bandaríkjanna,
Noregs og Bretlands. Margir hafa leitað sér frekari menntunar
í faginu, sérstaklega að því er varðar rannsóknir og kennslu og
eru tilbúnir að miðla af reynslu sinni þegar kemur að sérnámi
í heimilislækningum á Islandi.
Heimilislækningar á íslandi hafa átt fremur erfitt uppdráttar
nú í nokkur ár. Fyrir því eru ýmsar ástæður sem ekki verða
tíundaðar hér. Við teljum að nú séu mun bjartari tímarframund-
an og sóknarfæri mörg. Því er það mjög ánægjulegt að geta
boðið upp á sérnám í greininni.
Námsstöður á íslandi
í dag eru níu námsstöður í heimilislækningum í boði hér á
landi. Þær eru auglýstar til þriggja ára í senn af Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu. Unglæknar verða að afla sér frek-
ari starfsþjálfunar íeitt og hálft ár til viðbótar þar eð samkvæmt
reglugerð um almennt lækningaleyfi og sérfræðileyfi tekur
starfsnám til sérfræðiréttinda fjögur og hálft ár. Þessi ráðstöf-
un var upphaflega hugsuð til þess að hvetja unglækna til að
afla sér starfsreynslu erlendis, sem margir hafa nýtt sér. Aðrir
hafa orðið sér út um viðbótar starfsþjálfun hérlendis á sjúkra-
húsum eða heilsugæslustöðvum.
Skipulag sérnámsins
Einstaklingsmiðað nám. Þeir sem hafa áhuga á að stunda
sérnám í heimilislækningum hér á landi geta sótt um ofan-
greindar stöður þegar þær eru auglýstar. Umsækjendur eru
síðan boðaðir í viðtal þar sem farið er yfir skrifleg gögn, áhuga-
svið umsækjenda og mannkosti. Hingað til hafa umsækjendur
að jafnaði verið fleiri en þau stöðugildi sem eru í boði. Eftir að
auglýsinga- og ráðningaferli lýkur fara þeir sem hreppt hafa
stöðurnar aftur í viðtal til kennslustjóra. Nú er lögð áhersla á
það að sérsníða námskrána fyrir hvern námslækni fyrir sig inn-
an ramma reglugerða svo sem hvar hann vill vera, hvort um er
að ræða dreifbýli eða þéttbýli, hvaða leiðbeinanda hann fær og
hvaða áherslur hann hefur varðandi hliðarfögin.
Starfsþjálfun getur verið nokkuð breytileg eftir því hvaða
heilsugæslustöð viðkomandi tengist. Hér á eftir verður lýst
námsskrá sem hefur verið reynd og þróuð í Heilsugæslunni
Efstaleiti í Reykjavík. Námsskrá þessi hefur verið í stöðugri
þróun síðan haustið 2000. Að þróun námsskrárinnar hafa
komið sérfræðingar stöðvarinnar í heimilislækningum, en það
eru þau Alma Eir Svavarsdóttir, kennslustjóri framhaldsnáms,
Elínborg Bárðardóttir, kennslustjóri í Efstaleiti, Gunnar Helgi
Guðmundsson, yfirlæknir og Jörundur Kristinsson, fræðslu-
stjóri í Efstaleiti.
Innihald sérnámsins
Innihald námsins miðast við hlutverk heimilislækna innan
heilbrigðisþjónustunnar (1) og er í öllum aðalatriðum sam-
kvæmt ákveðinni marklýsingu (2). Tafla I sýnir í meginatriðum
hvernig starfsvikur námslækna líta út (I).
Allir námslæknar verða að ná staðgóðri starfsþjálfun í kjarn-
anum, það er í heimilislækningum á heilsugæslustöð eða
læknamiðstöð undir handleiðslu sérfræðings íheimilislækning-
um. Nám íhliðarfögum getur hins vegar verið breytilegt. Margir
telja sig ef til vill hafa fengið langa reynslu af lyflækningum en
skorti þjálfun í minni sérgreinum svo sem háls-, nef- og eyrna-
lækningum, þjálfun við kvenskoðanir eða að sinna öldruðum
svo eitthvað sé nefnt. Þá er hægt er að skipuleggja námið
16 - Læknaneminn 2004