Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 20

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 20
SUMAR í MEDICINE, Dögg Hauksdóttir Sumar á Medicine Þegar sólarhringinn fer að lengja og prófstressið að læðast upp að misvellesnum nemum, kemur upp ákveðin eftirvænting eftir sumrinu. Engin verkefni, engin námsbók sem bíður aflestrar, frí frá power point glærum í heila þrjá mánuði og auðvitað peningar. Langþráð launin bæta upp marga mánuði í skugga LÍN. Eftir því sem líður á námið fer staða í ráðningarröð að skipta máli varðandi hundraðkallana sem safnast í veskið. Ráðningarstjóri fer að fá gylliboð frá hinum og þessum heilbrigðisstofnunum víðs vegar um landið. Jafnvel er hægt að búast við nokkrum nóttum þar sem sundurlaus svefninn er truflaður af martröð um að vera sfð- astur/síðust í ráðningarröðinni. Stóru spítalarnir hrúga inn stöðum á ýmsum deildum. í kjölfar breytinga á launakjörum heilsugæslu- lækna og fyrirætlana læknadeildar um að meta nám á spítölum til styttingar námstímans, má ætla að spítalastöðurnar hætti að verða afgangsstöður. Þar eð ég var langsíðust í ráðningarröðinni síðast (takk Jóil!) var valið ekki beysið fyrir mig síðasta vor. Ég tók stöðu á lyflæknissviði á Landsspítalanum. Mig langar að deila með samnemendum mínum reynslu minni af sumri á medicin. Sumarið byrjaði með snarpri kjarabaráttu sem flestum er enn fersk í minni. Niðurstaðan varð sú að launin voru aðeins lækkuð frá því er boðið hafði verið á ráðningarfundinum. í staðinn kom boð frá læknadeild um að meta vinnuna til styttingar verknáms. Einnig var sett upp kennsluáætlun fyrir sumarið og var miðað við fræðslu fyrir nemana í hverju hádegi. Áður en störf voru hafin fór- um við á ACLS námskeið á vegum slysó. Þar vorum við undirbúin undir hin og þessi akút tilfelli og prófuð í endurlífgunarferlunum. Vel vopnuð, eftir medicin kúrsinn á 4. ári og eftir að hafa staðist munnlegt ACLS-próf þar sem sjúklingur datt í allar arrythmiur undir sólinni og lifði af vegna minnar einstöku þekkingar og snöggu viðbragða, hóf ég störf á gigtardeildinni í Fossvogi. Fyrsti dagurinn var sjokk, ég vissi ekki hvorum sérfræðingnum ég átti að tilheyra, hvaða sjúklingar voru mínir, hvaða sjúkdóma var verið að tala um (merkilega flókið fag gigtin) og hvaða eyðublöð átti að fylla út og hvar ég fyndi þau. Auk þess vissi ég ekki aðgangsorðin í tölvuna, mitt eigið læknanúmer, hvar ég fengi lyfseðla, hvort ég mætti skrifa út lyfseðla og hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að sjá um 13 sjúklinga sem tilheyrðu mér. Hafði í mesta lagi séð um 2 í náminu. Sem betur fer var sérfræðingurinn á teyminu einstaklega áhugasöm um að kenna mér og ég var svo Ijónhepp- in að það var deildarlæknir á deildinni (sjaldséðir hvítir hrafnar á medicin). Illa stressuð og með töluverðri aðstoð náði ég þó að komast yfir allt sem ég átti að gera, náði þó ekki að skrifa einn einasta dagál. Næstu dagar voru á svipuðum nótum, ég skildi ekki hvernig mér hafði tekist að komast í gegnum 7 vikna kúrs í medicin án þess að læra eitt praktískt atriði. Fannst ég vera alveg gjörsneidd allri medicinskri þekkingu og hjúkrunarfræðingarnir á deildunum kunnu svo miklu meira en ég að þær reyndu ekki einu sinni að spyrja mig að einhverju, svarið var alltaf „ég veit það ekki". Vasarnir fylltust af uppflettibókum og glósum sem ég hrip- aði niður í fræðslunni og á deildinni, Var orðið þó nokkuð verk að „hlaða“ sloppinn á morgnana Fyrsta vaktin var líka eftirminnileg. Hrökk í kút í hvert skipti sem kalltækið pípti, kunni yfirleitt engin svör við spurningunum sem komu upp. Komst upp á lagið með að segja „ ég ætla að athuga málið“, fletta upp í einhverri hand- bókinni og mæta svo upp á deild. Leit út fyrir að vita þó eitthvað að lestri loknum. Fyrstu vaktirnar á bráðamóttökunni voru á mjög annasamri helgi, þvílíka martröðin. Átti í mestu erfiðleikum með að halda utanum 2 sjúklinga í einu, hefði þurft að sinna a.m.k. 5. Pirraðar hjúkkur í öllum hornum undruðust á flöskuhálsinum og heimtuðu sneggri þjónustu. Þurfti að skola og kola, hafði aldrei séð það gert áður, engin aðstoð fáanleg frá deildarlækninum sem var að sinna öndunarbilun í næsta herbergi. Fékk þaulreynda hjúkku til að kenna mér handtökin, þær eru nú einstakar þessar gömlu góðu á slysó. Var nærri því búin að senda COPD-sjúkling í koldíoxíð narkósu með of miklu súrefni, lærði að nota BiPaP vél. Lét sérfræðinginn á vakt nærri því fá hjartaáfall með því að lýsa húðblæðingum hjá ungri stúlku með háan hita, þetta reyndust vera hemangiom. Gæti talið upp svona atvik endalaust. Smám saman fór ég samt að verða vinnuhæf. Hádegisfræðslufundirnir voru mjög praktískir og vandamálamiðaðir. Miklu betri kennsla en nokkru sinni á kúrsus og fyrirlesarinn mætti alltaf (nema einu sinni). Þarna fengu sérfræðingarnir tækifæri til að kenna okkur hvernig þeir vildu fá sjúklingana uppunna frá okkur og viljinn til að læra í hámarki. Ég vissi jú að á næstu vakt gæti ég allt eins fengið svona tilfelli. Bakkuppið á vöktunum var mjög gott, vegna deild- arlæknaskorts stóðu sérfræðingar vaktina og þeir deildarlæknar sem þó voru í húsinu voru með mikla klíníska reynslu og kom maður aldrei að tómum kofanum hjá þeim. Allir voru meðvitaðir um það fyrstu vikurnar að við værum alveg græn og fengum við aðstoð í samræmi við það ef álag leyfði. Vinna aðstoðarlæknis á medicin er mög kennslumiðuð og alltaf stoppað við flókin tilfelli á flettifundi til að fræða ungann. Einnig var alltaf kallað á mig í minniháttar inngrip, svo sem að taka beinmergssýni, stinga á lið, sjá eitthvað í smásjánni og ef einhver göngudeildarsjúklingur var 20 - Læknaneminn 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.