Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 22
BRÁÐIR FYLGIKVILLAR ILLKYNJA SJÚKDÓMA Þorvarður R. Hálfdanarson Bráðir fylgikvillar Þorvarður R. Hálfdanarson læknir stundar sérfræðinám í blóð- og krabbameinslækningum á Mayo Clinic í Rochester, Minnesota, Bandarikjunum thorvardurh@yahoo.com Runólfur Pálsson er yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, Hringbraut, 101 Reykjavík runolfur@landspitali.is Runolfur Pálsson illkynja sjúkdóma Markmiðið með þessari grein er að fjalla um nokkra bráða fylgikvilla sem títf koma upp hjá krabbameinssjúklingum. Þetta eru vancfamál sem án meðferðar geta leitt til dauða eða varanlegra örkumla, jafnvel á nokkrum klukkustundum. Það er nauðsynlegt öllum sem eitthvað fást við krabbameinssjúklinga að geta þekkt og greint þessi vandamál og hafíð viðeigandi meðferð. Mikið hefur verið skrifað um þessi vandamál og finna má marga góða bókarkafla og yfirlitsgreinar þar að lútandi ,_a Bráðar efnaskiptatruflanir Hypercalcemia Hypercalcemia er algengur fylgikvilli krabbameina og krabba- meín eru algengasta ástæða hypercalcemíu hjá sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi4. Allt að 30% krabbameinssjúklinga munu einhvern tímann þjást af hypercalcemiu. Öllum læknum sem annast krabbameinssjúklinga er nauðsynlegt að kunna góð skil á einkennum og meðferð þessa lífshættulega vandamáls. Oft eru þessir sjúklingar með langt gengin krabbamein og beinameinvörp en einnig er hypercalcemia vel þekkt vandamál hjá sjúklingum með staðbundin æxli án fjarmeinvarpa. Lungnakrabbamein eru talin valda allt að 30% tilfella, brjóstakrabbamein valda allt að fjórðungi og illkynja blóðsjúkdómar u.þ.b. 15%. Yfirleitt hefur hypercalcemia hjá krabbameinssjúklingum slæmar horfur í för með sérB. Meinalífeðlisfræði Skilningur á krabbameinstengdri hypercalcemiu hefur aukist verulega síðastliðna tvo áratugi. Upphaflega var álitið að beinameinvörp með niðurbroti beinvefs orsökuðu losun á kalsíum út í blóðið. Ljóst er að vandamálið er tals-vert flóknara þó að staðbundin beineyðing skipti talsverðu máli5'6. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum þáttum í meinmyndun hypercalcemiu íillkynjasjúkdómum. Oftfarasaman mismunandí meinmyndunarferli á sama tíma. 1. Parathyrold hormone-related protein (PTHrP) Offramleiðsla þessa próteins er sennílega algengasta orsök hypercalcemiu í tengslum við illkynja sjúkdóma6’8. Þessi tegund er dæmigerð fyrir hypercalcemiu tengda æxlum án meinvarpa en oft hafa sjúklingar þó fjarmeinvörp. Mörg æxli framleiða þetta prótein, sérstaklega æxli af flöguþekjuuppruna (squamous cell carcinoma), sem oftast eru upprunnin í lungum en önnur æxli, s.s. kirtilþekjuæxli (adenocarcínoma), geta einnig framleitt próteinið. PTHrP veldur aukinni losun kalsíum úr beinum og auknu endurfrásogi þess í nýrum. Oft fylgir væg lýting (alkalosis) ásamt lækkun klóríðs í blóði og getur það hjálpað við mismunagreiningu4. Hægt er að mæla PTHrP og getur það verið gagnlegt við greiningu9, til að meta svörun við meðferð með bisfosfónötum,° og til að spá fyrir um horfur10'11. 2. Staðbundin beineyðing með óeðlilegri losun á kalsíum Algengt er að dreifð beinameinvörp valdi losun kalsíum frá beinum og leiði þannig tíl hypercalcemiu12. Petta sést einkum þegar um er að ræða brjóstakrabbamein, mergæxli (myeloma) og lungnakrabbamein önnur en smáfrumukrabbamein. Talið er að staðbundin framleiðsla frumuboðefna, t.d. TNF og IL-1, geti valdið þessu með virkjun osteóklasta sem leiðir til niðurbrots beins og losunar kalsíum. Einnig getur staðbundin framleiðsla PTHrP virkjað osteóklasta6'12. 3. Óhófleg framleiðsla á D-vítamínl Sum æxli, sérstaklega eitilfrumuæxli (lymphoma), geta framleitt 1,25-díhýdroxývítamín D (kalsítríól) og þannig aukið kalsíumfrásog í meltingarvegi og jafnvel dregíð úr útskilnaði kalsíum í nýrum13. Sem fyrr sagði þá liggur oft Ijóst fyrir að krabbamein er orsakavaldur hypercalcemiu. í slíkum tilfellum er ekki nauðsynlegt að leggja út í dýrar rannsóknir eins og mælingu á PTHrP. Hafa ber þó í huga að sjúklingar með krabbameín og hypercalcemiu geta einnig haft aðrar ástæður fyrir háu kalsíum í blóði, t.d. ofstarfsemi kalkkirtla. Ef sýnt þykir að lifun sjúklingsins verði lengri en fáeinar vikur eða mánuðir, getur það verið þess virði að meta vandamálið til hlítar og meðhöndla aðra hugsanlega orsakavalda. 22 - Læknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.