Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 27

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 27
bráðum höfuðverk og virðast meinvörp frá sortuæxlum og frá krabbameini í eistum, nýrum, og skjaldkírtli líklegri til að valda blæðingu en önnur æxli. Brottfallseinkenni fara eftir staðsetníngu meinvarpana innan heilans. Stundum geta einkennin verið ógreinanleg frá heilaslagi. Einnig er oft um að ræða óljós einkenní eíns og minnistruflanir og einbeitingarörðugleika. Einkennin geta komið fram á öllum stigum krabbameinsins30. I u.þ.b. 10-20% tilfella eru krampar fyrsta einkenni krabbameins40. Við skoðun er stundum að finna brottfallseinkenni og í u.þ.b. 10% tilfella sést bjúgur í sjóntaugarósi (papílledema). Rannsóknir Fyrsta rannsóknin er yfirleitt tölvusneiðmyndun með skuggaefnisgjöf í æð, því greina má flest stærri meinvörp, blæðingar og tilfærslur innan heilans með þeirri aðferð. Næmi tölvusneiðmynda er þó takmarkað, sérstaklega hvað varðar meinvörp í aftari kúpugróf og heilastofni. Um helmingur sjúklinga hefur einungis eitt meinvarp, 20% hafa tvö og aðrir hafa fleiri. Oft er reyndin sú að þegar einungis eitt meinvarp sést á tölvusneiðmynd, þá finnast fleiri með segulómun (mynd 2) sem er næmari aðferð. Mynd 2. Segulómmynd (T1-mynd) eftir skuggaefnisgjöf sem sýnir fjölmörg hnöttótt meinvörp í heila. Meðferð Meðferð má skipta niður í nokkra þætti og verður fjallað stuttlega um hvern fyrir sig. Aðallega verður sjónum beint að meðferð hækkaðs innankúpuþrýstings og krampameðferð. 1. Meðferð hækkaðs innankúpuþrýstings vegna heilameinvarpa Lyfjameðferð með barkstera er ákjósanleg meðferð í flestum tilfellum37'38. Sterarnir eru taldir minnka bjúg sem yfirleitt fylgir heilameinvörpum og lækka þannig innankúpuþrýsting. Áhrif þeirra vara jafnan stutt sé engri annarri meðferð beitt. Þeir hafa lítil áhrif á horfur en geta bætt ástand sjúklinga mjög. Yfirleitt er byrjað á að gefa frekar stóra skammta sem síðan eru minnkaðir eins hratt og hægt er37. Hér á eftir fara grófar leiðbeiningar varðandi skammtastærðir. a. Dexametasón 16 mg í æð einu sinni og síðan 4 mg í æð eða ummunná6 klst. fresti. b. Prednisólón 1 mg/kg um munn daglega. Ef grunur er um eitílfrumuæxli í heila, þá er ráðlegt að forðast gjöf stera áður en sýnataka fer fram því að sterar geta eytt eitilfrumunum hratt og torveldað greiningu40. Eitilfrumuæxli í heila sjást einkum í ónæmisbældum sjúklingum (yfirleítt alnæmissjúklingum), en hefur í vaxandi mæli verið lýst hjá sjúklingum sem ekki eru ónæmisbældir40. Aldrei skyldi þó láta sjúklingínn líða fyrir töf á greiningu og ef einkenní eru alvarleg, verður að hefja meðferð strax, jafnvel þó að greining sé óviss. 2. Meðferð krampa Upphafsmeðferð krampa af völdum heilameínvarpa er í engu frábrugðin hefðbundinni krampameðferð. Yfirleitt hætta kramparnir án meðferðar en ef ekki þá má beita svipaðri meðferð og við krampafári (status epílepticus)41. a. Lórazepam 0,1 mg/kg gefið í æð með hraðanum 2,0 mg/ mín. b. Díazepam 5-10 mg í æð (0,1-0,3 mg/kg), endurtekið eftir þörfum. Lórazepam er betri kostur vegna lengri helmingunartíma. Ef kramparnir láta ekki undan þessari meðferð er rétt að gefa fenýtófn 20 mg/kg í æð með hraðanum 50 mg/mín. Þegar svo er komið er rétt að kalla til taugasérfræðing og flytja sjúklínginn á gjörgæsludeild. Frekari umfjöllun um bráða krampameðferð er utan ramma þessarar greínar. Mikið hefur verið deilt um gildi fyrirbyggjandi krampalyfjameðferðar hjá sjúklingum með heilameinvörp sem aldrei hafa fengið krampa. Ekki er mælt með slíkri meðferð nema þeir hafi undirgengist skurðaðgerð á heila42. Sumir kjósa þó að beita þessari meðferð sé um að ræða meinvörp frá sortuæxli, meinvörp í hreyfiberki (motor cortex), meinvörp með blæðingum eða þegar um mörg meinvörp er að ræða. Þessi notkun er ekki studd með góðum rannsóknum37. Athyglisvert er að sjúklingar sem eru á fenýtóínmeðferð og fá geislun á heilann eru í aukinni hættu á að fá Stevens-Johnson heilkenni43. 3. Geislameðferð Geislameðferð er yfirleitt kjörmeðferð við heilameinvörpum37 og því ætti jafnan að leita álits sérfræðinga í geislalækningum. Hraðar framfarir eru í geislalækningum og suma þessara sjúklinga má meðhöndla með nýrri og markvissari geislatækni (stereotactic radiosurgery). 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.