Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 29
Mynd 3. Hjartarafrit sem sýnir electrical alternans. Mikill breytileiki sést í hæð QRS-útslaga. Frá www.ecglibrary.com Meöferð Yfirleitt er fyrsta skrefið að tappa vökva af gollurshúsinu og er það oftast gert með ómstýrðri ástungu. Venjulega safnast vökvinn þó hratt fyrir aftur og þarf því iðulega að setja kera sem gjarnan er hafður inni í nokkra daga. Stundum er lyfjum, t.d. doxýcýklíni eða bleómýcíni, sprautað inn í gollurshúsið til að draga úrvökvamyndun. Það fersíðan eftirgerð krabbameinsins, útbreiðslu þess og almennu ástandi sjúklings hvort frekari meðferð, t.d. geisla- og lyfjameðferð eða skurðaðgerð (gluggi settur á gollurshús), sé beitt. Bráðar sýkingar Hiti og hvítkornafæð Hiti og hvítkornafæð er líklega algengasta bráða vandamálið sem lagst getur á krabbameinssjúklinga. Það er algengast hjá sjúklingum með illkynja blóðsjúkdóma, sérstaklega sjúklingum áfrumudrepandi meðferð við hvítblæði53. Með aukinni beitingu krabbameinslyfjameðferðar hjá ferlisjúklingum er líklegt að þetta vandamál færist í aukana. Aður en lengra er haldið er gagnlegt að skoða þær skilgreiningar sem notaðar eru fyrir hita og hvítkornafæð. Hiti hjá þessum sjúklingum er venjulega skilgreindur sem líkamshiti hærri en 38,0 °C í meira en eina klukkustund eða ein stök hitamæling yfir 38,3°C. Með hvítkornafæð er venjulega átt við hlutleysiskyrningafæð (neutropenia). Hlutleysiskyrningafæð er hér skilgreind sem 1000 hlutleysiskyrningar/míkrólítra53. Hita hjá krabbameinssjúklingum þarf ávallt að taka alvarlega. Ef grunur er um hlutleysiskyrningafæð þá verður að meta sjúklinginn strax því ónauðsynlegar tafir, jafnve! í fáeinar klukkustundir, geta kostað hann lífið. Að minnsta kosti helmingur þessara sjúklinga er sýktur og um fimmtungur þeirra hefur bakteríur í blóði53. Allflestar bakteríur og margir sveppir geta valdið hita undir þessum kringumstæðum en á síðari árum hefur hlutur gram jákvæðra baktería aukist talsvert53' 55 Sveppasýkingar eru þó yfirleitt ekki vandamál nema að hvítkornafæð hafi staðið yfir í nokkra daga eða sjúklingur hafi nýlega verið meðhöndlaður með breiðvirkum sýklalyfjum. Einkenni og teikn Mikilvægt er að muna að þessir sjúklingar eru afar ónæmisbældir og vegna hlutleysiskyrningafæðarinnar geta klínísk einkenni verið lítil sem engin54'55. Til dæmis geta húðsýkingar verið nær alveg án bólgu og roða, lungnabólga án íferða í lungum, heilahimnubólga án hvítkorna í mænuvökva og þvagfærasýking án hvítkorna í botnfalli þvags. Spyrja þarf um einkenni frá öllum líffærakerfum. Þrátt fyrir að teikn um sýkingu séu oft minniháttar eða engin þarf að skoða þessa sjúklinga afar vandlega54. Skoða þarf munnhol nákvæmlega og jafnvel þreifa á tönnum og tannholdi til að leita að eymslum. Banka skal kinn- og ennisholur og skoða vel í háls, eyru og jafnvel nef. Hlustun á hjarta og lungum leiðir oft fátt í Ijós. Húð þarf að skoða vel og leita eftir teiknum um húðsýkingu og merkjum um blóðsýkingu, s.s. húðblæðingar. Skoða þarf alla æðaleggi og þreifa í leit að eymslum. Ef um er að ræða legg sem liggur undir húð (tunneled catheter), t.d. Hickman legg, þá þarf að þreifa legginn undir húðinni og leita eftir graftarútferð þar sem hann kemur út á yfirborðið. Skoða þarf vel endaþarmsop og þreifa lauslega aðlæga húð í leit að eymslum og fyrirferðum. Ekki skal gera hefðbundna endaþarmsskoðun því talið er að bakteríur geti komist inn í blóðrásina ef þreifað er of harkalega. Rannsóknir Taka skal 2 blóðsýni til ræktunar hið minnsta, eitt úr útlægri bláæð og annað úr miðbláæðarlegg ef slíkur er til staðar53'57. Ekki skal rækta blóð úr hefðbundnum útæðarlegg því að slíkir leggir eru gjarnan sýktir. Rækta þarf frá öllum öðrum grunsamlegum stöðum, s.s. hálsi og útgangsopi (exit-site) miðbláæðaleggja53. Loks skal ávallt rækta þvag. Röntgenmyndir af brjóstholi geta verið hjálplegar en hafa ber í huga að til að íferð myndist þarf að hafa nægilegt magn hvítra blóðkorna og því sést oft ekkert afbrigðilegt á röntgenmynd. Ef grunur er um lungnasýkingu þá getur tölvusneiðmynd með hárri upplausn (high-resolution CT) af brjóstholi sýnt íferðir þó að ekkert sjáist á lungnamynd58. Nauðsyn þess að gera slíka rannsókn er þó íflestum tilvikum lítil því ólíklegt er að niðurstöðurnar hafi áhrif á val meðferðar. Mænustinga þarf sjúklinga sem hafa einkenni grunsamleg fyrir heilahimnubólgu, t.a.m. höfuðverk, óráð og Ijósfælni. Hafa ber í huga að oft hafa þessir sjúklingar blóðflagnafæð eða aðra blóðstorkukvilla og getur þurft að gefa blóðflögur, ferskfrystan blóðvökva eða kuldabotnfall (cryoprecipitate) áður en stungið er. Meðferð Vegna þess hve gangur sýkinga getur verið hraður hjá þessum hópi sjúklinga, skal hefja meðferð sem allra fyrst, þ.e. strax eftir að sýni eru fengin til ræktunar. Öllum þessum sjúklingum á að gefa sýklalyf þrátt fyrir að engin merki sýkingar sé að finna utan hitans53,55- Einnig er ráðlegt að meðhöndla hitalausa sjúklinga með hlutieysiskyrningafæð ef þeir hafa önnur teikn sem benda til sýkingar. Við val sýklalyfja getur komið sér vel að 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.