Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 30
BRÁÐIR FYLGIKVILLAR ILLKYNJA SJÚKDÓMA^ þekkja til sýklalyfjanæmis algengustu baktería á viðkomandi sjúkrahúsi. Alltaf þarf að nota sýklalyf með virkni gegn gram neikvæðum bakferíum því þær hafa hæsta dánartíðni í för með sér55. Ef sterkur grunur er um sýkingu af völdum gram jákvæðra baktería er ráðlegt að bæta við kloxacillíni en annars má bíða með slíka meðferð því sýking af völdum þeirra er yfirleitt ekki bráðdrepandi. Sjúklingar með aukna áhættu á að fá alvarlegar gram jákvæðar sýkingar eru m.a. þeir sem hafa klínískan grun um sýktan æðalegg, þekkta sýklun með fjölónæmum pneumókokkum eða metícillín-ónæmum klasakokkum, gram jákvæðar bakteríur í blóði eða merki um alvarlega blóðsýkingu (sepsis). Einnig er rétt að íhuga notkun kloxacillíns ef um er að ræða svæsinn slímhúðarskaða (mucositis) vegna krabbameinslyfjagjafar, húðsýkingu eða ef sjúklingur hefur verið á fyrirbyggjandi sýklalyfjameðferð með kínólóni (t.d. cíprófloxacíni). Á stöðum þar sem ónæmi gram jákvæðra sýkla fyrir kloxacillíni er algengt, er vankómýcín notað55. Hér á landi hefur ekki þurft að nota það lyf að staðaldri af þessum sökum. Yfirleitt þarf ekki að fjarlægja miðbláæðarleggi en alla útæðarleggi skyldi fjarlægja eða skipta um57. Ef sjúklingur þarfnast ekki kloxacillíns eða annarra lyfja gegn gram jákvæðum bakteríum, má ýmist nota eitt lyf eða samsetningu tveggja lyfja. Dæmigerðir valmöguleikar eru: 1. Einungis eitt lyf: a. Ceftazidím eða cefepím b. Karbapenem s.s. ímipenem eða merópenem tímalengd verulegrar ónæmisbælingar. í stuttu máli hefur ekki verið sýnt óyggjandi fram á að notkun þeirra bæti horfur en þessi meðferð getur stytt tíma hlutleysiskyrningafæðar, dregið úr sýklalyfjanotkun og stytt sjúkrahúsdvöl63’65. Þessi lyf skal einungis nota í völdum tilfellum og að höfðu samráði við sérfræðinga sem vanir eru meðhöndlun þessara sjúklinga. Nokkrar gagnlegar vefsíður 1. National Cancer Institute (NCI): www.cancer.gov. Undirdeild Bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar (National Institute of Health, NIH). Sérstaklega er bent á Physicians Data Query (PDQ): www.cancer.gov/cancerinfo/pdq/. Inniheldur mikið magn afar vandaðra klínískra leiðbeininga varðandi meðferð og greiningu krabbameina. 2. The National Comprehensive Cancer Network (NCCN): www.nccn.org. Þetta eru samtök margra vel þekktra stofnana tengdum krabbameinslækningum. Þarna má finna margar góðar leiðbeiningar um meðferð og greiningu krabbameina (h ttp://www. n ccn. org/physician_gls/f_guidelines. h tml). 3. The Infectious Diseases Society of America: www. idsociety.org. Vandaðar leiðbeiningar um meðferð ýmissa smitsjúkdóma. 4. Johns Hopkins Division of Infectious Diseases. Antibiotic guide: http://www.hopkins-abxguide.org. Góðar og mjög hnitmiðaðar leiðbeiningar um val sýklalyfja gegn ýmsum sýkingum. 2. Tvö lyf: Amínóglýkósíð ásamt a. Penícillíni með virkni gegn Pseudomonas t.d. píperacillín, eða b. Cefepím/ceftazidím, eða c. Karbapenem Flest bendir til að meðferð með einu breiðvirku lyfi sé jafnvirk samsetningu tveggja lyfja (þar sem amínóglýkósíð er annað lyfið)59'60. Einnig virðist notkun eins lyfs síður líkleg til að valda aukaverkunum59. Yfirleitt er upphafsmeðferð, ceftazidím 2 g gefið í æð, þrisvar sinnum á dag. Aðrar og ágætlega virkar lyfjasamsetningar hafa einnig verið notaðar en ekki verður frekar um þær fjallað hér. Ef búist er við langvarandi hvítkornafæð eða ef lungnabólga er til staðar, er bætt við öðru lyfi með virkni gegn gram neikvæðum bakteríum, t.d. amínóglýkósíði. Amínóglýkósíð virðast vera jafnvirk hvort sem þau eru gefin einu sinni á dag eða oftar61. Ef um er að ræða viðvarandi hita þrátt fyrir viðeigandi sýklalyfjameðferð í nokkra daga, er lyfi með virkni gegn gram jákvæðum bakteríum bætt við og ef hiti stendur lengur en 7 daga er bætt við sveppalyfi63. Amfótericín B hefur verið álitið besti valkosturinn en nýlega var markaðssett nýtt lyf, voríkónazól, sem virðist jafnvirkt en hefur mun færri alvarlegar aukaverkanir en amfótericín B62. Mikið hefur verið ritað um gagnsemi vaxtarþátta (colony stimulating factors) sem örva framleiðslu hvítkorna til að stytta Þakkir Friðbirni Sigurðssyni lækni, sérfræðingi í lyflækningum krabbamein,a Landspítala - háskólasjúkrahúsi, eru færðar miklar þakkir fyrir yfirlestur greinarinnar og margar gagnlegar ábendinqar. Heimiídir 1. Morris JC, Holland JF. Oncologic emergencies. í Bast RC, Kufe DW, Pollock RE, Weichselbaum RR, Holland JF, Frei E. Cancer Medicine. American Cancer Society og B.C. Decker 5. útg. 2000:2433-2453. 2. Carlson RW. Oncologic emergencies. WebMD Scientific American Medicine.2002 WebMD Inc. December 2002;Oncology:XII: 1 -1 1. 3. Krimsky WS, Behrens RJ, Kerkvlíet GJ. Oncologic emergencies for the internist. Cleve Clin J Med. 2002;69:209-222. 4. Grill V, Martin TJ. Hypercalcemia of malignancy. Rev Endocr Metab Disord 2000;1:253-263. 5. Ling PJ, A'Hern RP, Hardy JR. Analysis of survival following treatment of tumour-induced hypercalcaemia with intravenous pamidronate (APD). Br J Cancer 1995;72:206-209. 6. Mundy GR, Guise TA. Hypercalcemia of malignancy. Am J Med 1997;103:134- 145. 7. Flombaum CD. Metabolic emergencies in the cancer patient. Semin Oncol 2000;27:322-334. 8. Roberts MM, Stewart AF. Humoral hypercalcemia of malignancy. í Favus MJ, ritstj. Primer on the Metabolic Bone Diseases and Disorders of Mineral Metabolism. Lippincott Williams & Wilkins, 4, útg. 1999:203-207, 9. Ratcliffe WA, Hutchesson AC, Bundred NJ, Ratclíffe JG. Role of assays for parathyroid-hormone-related protein in investigatíon of hypercalcaemia. Lancet 1992;339:164-167. 10. Wimalawansa SJ. Signifícance of plasma PTH-rp in patients with hypercalcemia of malignancy treated wíth bisphosphonate. Cancer 1994;73:2223-2230. 11. Pecherstorfer M, Schilling T, Blínd E, Zimmer-Roth I, Baumgartner G, Ziegler R, Raue F. Parathyroíd hormone-related protein and life expectancy ín hypercalcemic cancer patients. J Clín Endocrínol Metab 1994;78:1268-1270. 12. Mundy GR, Yoneda T, Guise TA. Hypercalcemia in hematological malignancies and in solíd tumors associated with extensive localized bone destruction. f Favus 30 - Læknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.