Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 32
a
Hjörtur G. Björn Geir
Gíslason. Leifsson
Aðgerðir vegna
alvarlegrar offitu
ADGERDIR VEGNA ALVARLEGRAR OFFITU
Inngangur:
Offita er nú talin vera annað mesta heilbrigðisvandamál í hin-
um vestræna heimi á eftir reykingum og er um 8% af heildar-
kostnaði við heilbrigðisþjónustu tengdur offitu (1i2). Þegar offita
er metin er stuðst við líkamsþyngdarstuðul; BMI (Body Mass
Index = þyngd sjúklings í kg deilt með hæð í metrum í öðru
veldi). Einstaklingar með þyngdarstuðul yfir 30 teljast offeit-
ir og ef þyngdarstuðull fer yfir 45 telst offitan vera alvarleg
(dæmi: 1,70m á hæð og 128 kg; BMI = 45). í Bandaríkjunum
hefur líkamsþyngd þýðis aukist hratt síðustu tvo áratugi og er
nú svo komið að 23% fullorðinna og 19% barna á aldrinum
14-19 ára stríða við offitu (BMI>30) (3). íslenskar rannsóknir
gefa til kynna að vandamálið hérlendis sé að verða svipað.
Mikil offita er heilsuspillandi og til mikils er að vinna til að
ná líkamsþyngd niður. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar sem
þjást af alvarlegri offitu (BMI yfir 45) hafa minni lífsgæði og
ævilengd þeirra er að meðaltali 15 árum styttri vegna fylgisjúk-
dóma offitu en hjá eðlilega þungum jafnöldrum (4'6). Rannsókn-
ir sýna að eftir að 40 ára aldri er náð eru um 80% þessara
sjúklinga komnir með a.m.k. einn fylgisjúkdóm offitu (5). Helstu
fylgisjúkdómar offitu eru sýndir ÍTöflu 1.
Offita er lífsstílssjúkdómur. Erfðir skipta hér miklu máli
en hina miklu aukningu offitusjúklinga síðustu áratugina er
fyrst og fremst hægt að skýra með breytingum í umhverfi og
aðstæðum fólks. Orkuþörf daglegs lífs hefur minnkað stór-
lega á sama tíma og framboð fæðu hefur aldrei verið meira
og stöðugra. Sammerkt með flestum offitusjúklingum er mikil
óreiða gagnvart næringu, hreyfingu og hvíld (6). Offita er lang-
tímavandamál, megrunarkúrar skila árangri en sjúklingarnir
þyngjast fljótt aftur. Um 85% þeirra sem grennast hafa náð
fyrri þyngd eftir 1-5 ár(7). Sjúklingar með alvarlega offitu eru
oftast komnir í vítahring þar sem hreyfing og allar athafnir eru
erfiðar og brennslan því minnkuð. Þeir eiga oft erfitt með að
stunda vinnu, einangra sig og því eru þjóðfélagsleg og geðræn
vandamál algeng hjá þessum einstaklingum(8).
Meðferð:
Offita er heilsufarsvandamál hjá um 20% þjóðarinnar og
þessi tala fer ört hækkandi. Skurðaðgerðir eru neyðarlausn
verst settu sjúklinganna þar sem öll önnur úrræði eru þrotin
og engin allsherjarlausn til á þessum mikla vanda.
Skurðaðgerð gegn offitu er eingöngu ætluð mjög þungum
sjúklingum. Aðgerðin er ekki fegrunaraðgerð og markmið
aðgerðarinnar er fyrst og fremst að fyrirbyggja/meðhöndla
fylgisjúkdóma alvarlegrar offitu.
Við höfum stuðst við eftirfarandi við val á sjúklingum í aðgerð:
1. Þyngdarstuðull um eðayfir 45.
2. Að sjúklingur sé 55 ára eða yngri.
3. Ef sjúklingur þjáist af fylgisjúkdómum offitu (sjá töflu 1) þá
styrkir það ábendingu fyrir aðgerð jafnvel þó þyngdarstuðli sé
ekki að fullu náð.
Helstu kröfur til sjúklinga fyrir aðgerð:
1. Að sjúklingur hafi reynt önnur úrræði til hlítar þar sem skurð-
aðgerð er einungis gerð ef allt annað bregst.
2. Meðferðarprógram fyrir aðgerð á Reykjalundi.
3. Bréf frá heimilislækni þarf að liggja fyrir þar sem hann styð-
ur ákvörðun um aðgerð. Þetta er mikilvægt í Ijósi þess að eftir
aðgerð er þörf á ævilöngu eftirliti.
4. Að sjúklingur hafi skilning á vandamáli sínu þ.e. að offita
sé langvarandi vandamál sem aðgerð ein og sér leysi ekki að
fullu. Að sjúklingur sé líklegur til að geta tekist á við þau vanda-
mál sem upp geta komið eftir aðgerð. Einnig verður hann að
vera tilbúinn til að vera í ævilöngu eftirliti eftir aðgerðina.
5. Sjúklingar sem eru virkir alkohólistar eru ekki teknir til
aðgerðar.
Mikilvægt er að sjúklingar geri sér Ijóst að aðgerðin er
aðeins hluti af meðferðinni og til að góður árangur náist þurfa
sjúklingarnir að takast á við rót vandans. Langtímaárangur er
það sem mestu máli skiptir og góður árangur næst ekki ef
ekki er ráðist á rót vandans. Sjúklingar þurfa því að breyta sínu
fyrra atferli til að þyngjast ekki aftur.
Á Reykjalundi er starfrækt þverfaglegt teymi (læknar, hjúkr-
unarfræðingar, sjúkraþjálfarar, næringarráðgjafar, sálfræðing-
ar) sem hafa sérhæft sig í meðferð offitusjúklinga (6). Við
32 - Læknaneminn 2004