Læknaneminn - 01.04.2004, Page 33

Læknaneminn - 01.04.2004, Page 33
setjum nú sem skilyrði aðgerðar að sjúklingar fari í meðferðar- prógram á Reykjalundi. Sjúklingar eru oft í mikilli afneitun og á Reykjalundi fá þeir hjálp til að horfast í augu við eigin vanda og bent er á leiðir til úrbóta. Einnig ber nokkuð á því að sjúklingar viti einfaldlega ekki hvaða hegðun það er sem leiðir til offitu. Þverfaglegt teymi beitir atferlismeðferð til að hjálpa sjúkling- unum að takast á við eigin vanda. Meðal offitusjúklinga eru ýmsir geðrænir kvillar algengir s.s. þunglyndi, kvíði, brengluð líkamsímynd og átraskanir og tekist er á við slík vandamál með sjúklingnum. Sjúklingar eru ýmist í meðferð á göngudeild í 12 vikur fyrir aðgerð eða eru lagðir inn á Reykjalund í 5 vikna strangt meðferðarprógram fram að aðgerð. Þegar kemur að aðgerð eru sjúklingarnir farnir að faka á sínum málum varðandi maf og hreyfingu og eru vel mótíveraðir og upplýstir. Á Reykja- lundi gefst tækifæri fil að kynnast sjúklingunum og þar er lagt mat á hverjir eru heppilegir til skurðaðgerðar en skurðaðgerð gagnasttd. illa sjúklingum sem borða míkinn sykur. Offitusjúklingar eru áhættusjúklingar við skurðaðgerðir/svæfingar og fara sjálfkrafa í áhættuhóp ASA 3 (fimm áhættustig, stig 5 hættulegast). 1. Svæfing: Erfiðleikar með æðaleggi, epidural, erfitt að intu- bera og ventilera lungu í svæfingu vegna mikils þrýstings frá kviðarholi. 2. Aðgerð: Erfiðleikar að komast að í kviðarholinu, meiri blæð- ingarhætta, tekur lengri tíma. 3. Eftir aðgerð: Meiri hætta á fylgikvillum s.s. lungnabólgu, sára- sýkingum, sárarofi, blóðtappa í ganglimum/lungum. Þróun aðgerða: Skurðaðgerðir vegna offitu hafa verið í stöðugri þróun síð- ustu árin. Margar mismunandi megrunaraðgerðir hafa verið reyndar gegnum tíðina. Garnastyttingar. Á sjöunda áratug síðustu aldar voru þessar aðgerðir vinsælar. Gerður varjejuno-ileal bypass þarsemjejun- Mynd 1. Sultarólaraðgerð (Vertical banded gastroplasty). um var tekið sundur 35-50 cm neðan við lig. Treitz og tengt við ileum 10-50 cm ofan við ileocoecal mótin. Fæðan fór þannig framhjá stærstum hluta mjógirnis og sá hluti var skilinn eftir sem blindur endi. Þessi aðgerð tryggði að sjúklingar léttust fljótt en fylgikvillar aðgerðar s.s. truflun á steinefna-og vítamín- búskap líkamans (malabsorption, blind loop syndrome) voru oft stórt vandamál sem leiddu til þess að þessum aðgerðum var hætt(9). Sultarólaraðgerðir (gastric banding) komust á skrið upp úr 1980.1 þessum aðgerðum er maginn dreginn saman og búinn ertil lítill magapoki rétt neðan við vélindað þannig að sjúklingar geta borðað minna í senn (mynd 1 og 2). Mörg afbrigði þess- ara aðgerða voru reynd og eftir innreið aðgerða með kviðsjá upp úr 1990 var farið að gera sultarólaraðgerðir með stillan- legri sultaról (laparoscopic adjustable band) (mynd 2). Þessar aðgerðir nutu vinsælda um tíma en nú hafa flestir horfið frá þeim (,0'13). Árangur aðgerðannatil skamms tíma var með ágæt- um, sjúklingar léttust verulegafyrstu tvö árin og fylgisjúkdómar minnkuðu. Þegar árangur eftir 5-10 ár var svo skoðaður kom hins vegar í Ijós að stór hluti sjúklinga þyngdist aftur upp í fyrri þyngd og sjúklingarnir sátu eftir með ýmis óþægíngi sem sultarólin hefur íför með sér s.s. vélindabakflæði og sáramynd- un í vélinda og maga (,4). Ástæður þess að sjúklingar þyngjast aftur eru margar (nánar sultarhormón í lok greinar). Sjúklingar kvarta um hungurtilfinningu og sammerkt er að þeir breyta ósjálfrátt um mataræði og fara yfir í neyslu orkuríkrar fæðu (sem rennur auðveldlega í gegnum magapokann) og neyta lítils af grænmeti og ávöxtum. Ýmislegt annað hefur verið reynt s.s. intragastric ballong þar sem blöðru er komið fyrir í maga eða tennur víraðar saman en árangur hefur yfirleitt verið takmarkaður. 33

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.