Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 35

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 35
Mynd 4 Mynd 4. Sýnir þrep úr aðgerð þar sem maga er deilt með Endo- GIA. Litla myndin sýnir staðsetningu portanna sem unnið er í gegnum. Mynd 5 Mynd 5. Sýnir þrep úr aðgerð þar sem netjunni (omentum major) er deilt með örbylgjuskærum. * Ef aðgerð er gerð í gegnum kviðsjá er tíðni þessara fylgikvilla < 1 %. Þrengsli í samtengingu magastúfs-og garnar er aðgerðar- tæknilegt atriði sem oftast er hægt að koma í veg fyrir. Ef til þess kemur eru þrengsli lagfærð með holsjárstýrðri útvíkkun (gastroscopy and balloon dilatation). Eftir aðgerð: 1. Lítill magi kemur í veg fyrir að sjúklingur geti borðað mikið í einu og sjúklingar finna ekki eins til svengdar. 2. Ef sjúklingur borðar mikla fitu / kolvetni fær hann niðurgang (fituskitu). 3. Sjúklingar þurfa að taka tvöfaldan dagskammt af vítamínum með málmsöltum ævilangt. 4. Fylgjast þarf með vítamínum (B-12, fólínsýru, A-vít) og stein- efnum (járni, kalsíum, zinki, magnesíum, fosfóri) hjá sjúklingun- um ævilangt. 5. 30% þurfa að taka járn reglulega (ungar konur) (frásog á járni fer mest fram í efri hluta mjógirnis). 6. 20% þurfa að taka B-12 vítamín (sjaldnar ef kviðsjáraðgerð er gerð). 7. Fylgjast þarf með almennum blóðgildum 1-2 sinnum á ári. Vandamál eftir aðgerð: 1. Sjúklingar léttast hratt og mynda 20-30% þeirra gallsteina (2C» 2. Ekki er hægt að spegla stóran hluta magans eftir aðgerð. 3. Ekki er hægt að gera ERCP (Endoscopic Retrograd Cholangio Pancreatography). 4. Lýti vegna húðfellinga sem myndast eftir að sjúklingar hafa lést. Mælt er með að beðið sé með hugsanlegar lýtaaðgerðir þar til 18 mán. eru liðnir frá aðgerð en þá er sjúklingur hættur að léttast og húðin hefur náð sér. Árangur er jafnan mældur í: 1. Hversu stórri prósentu af yfirþyngd sinni sjúklingar tapa. 2. Áhrifum þess að léttast á fylgisjúkdóma. Miðað við hvernig okkar aðgerð er framkvæmd tapa sjúklingar um 80% af yfirþyngd sinni fyrstu tvö árin, þar af 65-70 % af yfirþyngdinni fyrsta árið. Eftir tvö ár helst líkamsþyngd nokkuð stöðug. Tafla 1 sýnir áhrif aðgerða (þess að léttast) á fylgisjúk- dóma offitu. Yfir 95% fylgikvilla hverfa eða skána verulega þegar sjúklingar léttast mikið í kjölfar aðgerðar (5'18J9,21). Hluti sjúklinga sem voru óvinnufærir fyrir aðgerð snúa aftur til vinnu. Þessar aðgerðir eru kostnaðarsamar en ýmislegt bendir þó til þess að fáar eða engar aðgerðir séu eins þjóðhagslega hag- kvæmar og aðgerðir vegna alvarlegrar offitu (22). Tafla 1. Fylgisjúkdómar þremur árum eftir aðgerð (5.,8',9’2,'23): Sjúkdómur % sjúkl með kvilla Fullur bati Betra Óbreytt Hár blóðþrýstingur 42% 55 % 41% 4% Sykursýki 25% 84% 16% 0 Háar blóðfitur 50% 55% 37% 8% Verkir í liðamótum 84% 4% 91% 5% Astmi 16% 15% 80% 5% Kæfisvefn 59% 44% 54% 2% Hjartasjúkdómur 14% 21% 76% 3% Bjúgur á fótum 72% 18% 71% 11% Válindabakflæði 53% 77% 22% 1% Þvagleki 42% 81% 16% 4% Geðdeyfð 70% 50% 30% 20% 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.