Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 40

Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 40
Brynja Jónsdóttir Notkun barkstera í meðferð astma Útdráttur Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem einkennist af breytilegri teppu og langvinnri bólgu. Aðaleinkenni eru hósti, mæði og önghljóð við öndun. Bólgueyðandi eiginleikar barkstera erú nýttir í meðferðarskyni við bólgunni sem er til staðar í loftvegum astmasjúklinga. Barksterasameindir fara yfir frumuhimnur og bindast þar og virkja barksteraviðtaka sem hafa áhrif á tjáningu ýmissa próteina með því að bindast ákveðnum röðum DNA. Einnig getur barksteraviðtakinn bundist öðrum umritunarþáttum og haft áhrif á getu þeirra til að örva tjáningu ýmissa próteina. Dæmi um þetta eru NF- kB og AP-1 sem örva tjáningu á ýmsum frumuboðum sem örva bólgusvörun (e. pro-inflammatory cytokines). Þegar barksteraviðtakinn binst þeim minnkar geta þeirra til að örva tjáningu frumuboðanna og þar af leiðandi minnkar bólgan. Áhrif steranna á þennan máta eru aðallega fækkun og minnkað aðgengi bólgufrumna, minnkað æðagegndræpi og minnkuð myndun ýmissa boðefna en aukin myndun á öðrum. Einnig minnkar virkni bandvefsfrumna (e. fibroblast) og þar með myndun bandvefs. Innúðalyf er algengasta lyfjaform barkstera við astma en í slæmum tilfellum eru sterarnir gefnir í töfluformi til inntöku. Líðan flestra sjúklinga batnar við gjöf innúðastera, bæði fullorðinna og barna, og verður betri svörun ef byrjað er að nota þá fyrr í sjúkdómsferlinu. Mikilvægt er að finna rétta skammtastærð fyrir hvern sjúkling og nota önnur lyf samtímis til að lágmarka nauðsynlegan skammt. Aðaltegundir innúðabarkstera eru beklómetason, búdesóníð og flútikasón, Helstu kerfisbundnu aukaverkanir stera á töfluformi og innúðasteraíháumskömmtumeru bælingánýrnahettustarfsemi, hægari vöxtur barna, sem kemur aðallega fram á fyrsta ári eða árum meðferðar, beinþynning, bæling ónæmiskerfisins og fleira, Vegna þessara aukaverkana er mjög mikilvægt að fylgjast vel með sjúklingum sem eru á háskammtasterum. Sumir astmasjúklingar hafa steraónæman astma og svara ekki háum skömmtum af innúðasterum. Virkni barksteraviðtaka er óeðlileg í frumum sjúklinga með steraónæman astma. Gallann er líklega ekki að finna í byggingu próteinsins. Nú er verið að rannsaka framleiðslu greiningarprófa sem geta spáð fyrir um hvort sjúklingur sé með steraónæman astma. Ef þróun þessara prófa gengur vel mætti nota þau til að greina þessa sjúklinga og koma þeim í viðeigandi meðferð. Inngangur Astmi er sjúkdómur í öndunarfærum sem einkennist af breytilegri teppu og langvinnri bólgu í loftvegum og berkjuauðreitni (e. bronchiat hyperresponsiveness)\/iðvissum áreitum, t.d. ofnæmisvökum, áreynslu, efnum, sýkingum, köldu lofti og sígarettureyk (1). Viðbrögð við þessum áreitum hjá astmasjúklingum eru samdráttur í berkjum, þ.e. teppa myndast (1,2'3). Algengi astma er nú um .5-10% á Vesturlöndum og fer vaxandi(1), Helstu einkenni astmasjúklinga eru hósti, mæði og önghljóð íöndun og eru einkennin breytileg ámismunandi tímum (1’3). Aðalmeðferð við astma var áður aðallega berkjuvíkkandi lyf þar sem talið var að berkjusamdráttur ylli mestum hluta einkennanna. Nú er hins vegar vitað að miklu fleiri frumur og boðefni utan samdráttarfrumna og boðefna frá þeim eiga þátt í meinmyndum astma og eitt af aðaleinkennunum, auk berkjusamdráttar, er langvinn bólga í öndunarvegunum, jafnvel í vægum tilfellum (1). Pess vegna hefur notkun bólgu- eyðandi barkstera til innöndunar færst í aukana og eru þeir nú mikilvægir í meðferð við astma (4,5). Barksterar í líkama okkar eru framleiddir af nýrnahettum og eru hýdrókortisón og kortikósterón aðaltegundirnar. Hlutverk þeirra er að hafa áhrif á efnaskipti sykra og próteina. Auk þess minnka barksterar bæði snemm- og síðkomna bólgusvörun, og bæla ónæmissvör. Þannig hafa þeir möguleika á að koma íveg fyrir að ónæmisviðbrögð líkamans bregðist rangt við og valdi líkamanum skaða. Þessi verkun er notuð í meðferðartilgangi og verða þá önnur áhrif steranna óæskilegar aukaverkanir (2). Helstu áhrif barkstera á bólgu eru breytingar í fjölda og aðgengi bólgufrumna, minnkun á æðagegndræpi og hömlun eða örvun á myndun boðefna (6). Meingerð astma I astma fer fram ofurtjáning (e. overexpression) á vissum próteinum sem hafa hlutverk í bólguferlinu, m.a. frumuboðum (e. cytokines), flakkboðum (e. chemokines), vaxtarþáftum (e. growth factors), viðtökum, viðloðunarsameindum og ýmsum ensímum (7). Sum þeirra hafa áhrif á umritunarþæfti sem regla (e. regulate) umritun annarra frumuboða og flakkboða en önnur stuðla að myndun viðloðunarþátta sem stýra viðloðun bólgufrumna við æðar og innrás þeirra í vefina (1). Mörg gen sem tjá fyrir þessum próteinum eru ekki tjáð í miklu magni í eðlilegum frumum en eru virkjuð á sérhæfðan hátt í 40 -Læknaneminn 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.