Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 41

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 41
bólgufrumum í astmasjúklingum og miðla bólgunni sem sést í loftvegunum (7'8). Um að ræða flókið samspil margra frumna og boðefna (1>. Aðaleinkenni bólgunnar eru íferð virkjaðra eitilfrumna (e. lymphocytes), mónócýta (e. monocytes) og eósínófíla (e. eosinophiles) í undirslímu (e. submucosu), flögnun á þekjunni, fjölgun bikarfrumna (e. goblet cells), bandvefsmyndun undir þekjunni og bjúgur (7). Líklegt er að barksterar geti að einhverju leyti haft áhrif á flesta þessa þætti (4). Bandvefsmyndun undir þekjunni veldur því að veggir loftveganna þykkna og stífna smám saman og aukning verður í vef undirslímu, úthjúp (e. adventitia) og sléttvöðva (1)' Til að reyna að gera sem minnst úr þessum breytingum er mikilvægt að greina sjúkdóminn snemma og hefja viðeigandi meðferð 0) Verkunarháttur barkstera Barksterar eru mjög fitusæknir og við innöndun fara þeir hratt og auðveldlega inn í frumur öndunarvegs þar sem þeir bindast viðtaka sínum (e. glucocorticoid receptor a, GR) (4>. GR er DNA-umritunarþáttur sem er til staðar í meira magni í lungnaþekju og æðaþelsfrumum í berkjum en annars staðar í líkamanum. Innan hans eru mörg svæði sem hafa hvert sína þýðingu, m.a. bindiset fyrir sterasameindirnar, DNA bindiset og tvö svæði sem eiga þátt í aukningu á tjáningu gena eftir að binding við DNA hefur átt sér stað (7i9'10). GR er fosfóprótein og getur fosfórýlering á honum breytt virkni á mismunandi hátt háð því hvar hún verður og m.a. komið í veg fyrir að sterinn geti bundist viðtaka sínum eða breytt eðli samskipta hans við aðra umritunarþætti (7,9). Óvirkur er hann staðsettur í umfryminu og er þá bundinn mörgum próteinum, m.a. hsp90, sem hylja bindiset hans við DNA. Þegar sterarnir bindast losna próteinin frá honum, bindiset DNA verða sýnileg, hann myndar tvenndir • 1 Barksterasameind í blóði i Frumuhimna p — 1 /m- {= - K Fosfórað-GR-HSP90 Binding GR við barksterasameind p 1 p P . i ~~2 r ÍD Affosfórun GR og losun HSP t • p n Tvendarmyndun Kjamahimna niiiiiiiii I .......................... I________________________ 5‘ GRE Stýrill GR næmt gen 3' ■ ~~ r ~ Prótein Mynd I. Atburðarás þegar barksterasameind binst viðtaka í umfrymi og virkjar hann. GR, glucocorticoid receptor (barksteraviðtaki); HSP, heat shock protein; P, fosfat hópur; GRE, glucocorticoid response element. (Endurteiknað eftir heimild 10) (e. dimers) og flyst til kjarna þar sem hann binst ákveðnum röðum í DNA, svokölluðum glucocorticoid response elements (GRE) sem eru á stýrilsvæðum (e. promoters) genanna sem barksterar hafa áhrif á (sjá mynd 1) (7'9'10). GRE eru flest jákvæð, þ.e. þegar GR binst þeim verður aukning á tjáningu genanna sem þau tengjast, en örfá neikvæð GRE hafa fundist (7.10) Dæmi um gen með jákvæð GRE eru gen nokkurra próteina sem minnkabólgu, m.a. IL-1 viðtaka antagónisti (e. antagonist) (IL-1Ra) og IL-1 viðtaki II (IL-1RII). IL-1 er til í tveimur formum, IL-1a og IL-1 (3, og er IL-1|3 framleitt í meira magni í líkamanum. Það getur bundist tveimur tegundum viðtaka, IL-1RI og II en einungis I miðlar bólguáhrifum þess. Aukin tjáning og losun á IL-1 Rll blokkar IL-1 þ sem gæti annars verið að miðla bólguáhrifum. Meðal annars á þennan háft minnka barksterar áhrif IL-1 (3 til bólgumyndunar (7). Binding annarra umritunarþátta á svæði nálægt GRE getur haft áhrif á getu GR til að minnka eða auka tjáningu gena (7). Tenging GR og GRE breytir næmi skerðiensímsins DNAsal. Möguleg afleiðing þessa gæti verið breyting á staðsetningu DNA þráða gagnvart hvor öðrum og DNA bindandi próteinum. Við þetta gætu áður huldir staðir verið sýndir og aðrir umritunarþættir bundist DNA. Á þennan hátt gætu sterarnir haft frekari áhrif á genatjáningu. GR og aðrir umritunarþættir, t.d. NF-kB og AP-1 (8), verka með CREB-bindandi próteini (e. CREB binding protein, CBP), p300 og fleiri kóaktívatorum (e. coactivator) til að auka staðbundna histón acetýleringu, en hún verður til þess að vinda DNA ofan af histónunum og auðvelda þannig umritun (78'10), Prátt fyrir ofangreind áhrif barkstera í að auka eða minnka umritun ýmissa gena eru aðalbólgueyðandi áhrif þeirra óbein og felast í bindingu við aðra umritunarþætti sem örva tjáningu á bólgu- og ónæmistengdum genum, t.d. NF-kB og AP-1 (7’10). NF-kB (e. nuclear factor kappa B) er umritunarþáttur sem hefur mikið hlutverk í tjáningu próteina sem taka þátt í bólguferlinu. I óvirkjuðum frumum er NF-kB bundið IkB sem er hamlandi prótein, en af því er ísoformið kB-a algengast. Binding bólgumiðla, td. IL-1þ og TNF-a, á viðtaka sína í frumuhimunni kemur af stað boðum sem enda með því að IkB fosfórast og DNA bindandi svæði á NF-kB koma í Ijós og það flyst til kjarnans, á líkan hátt og lýst var hér að ofan fyrir GR. Þar örvar það tjáningu margra próteina sem tengjast bólgusvarinu en einnig kB-a. Er því á ferðinni neikvæð reglun (e. regulation) og dregur fljótt úr áhrifum virkjunarinnar (7'10). Tilgátur hafa verið á lofti um að barksterar hefðu áhrif á NF- kB með því að örva myndun á kB-a (2) en þessi verkun hefur aðeins verið sönnuð í ákveðnum T-frumulínum og á sér til dæmis ekki stað í nýrnafrumum (7'9). AP-1 (e. activator protein 1) er umritunar-þáttur sem reglar einnig mörg gen sem tjáfyrir próteinum sem taka þátt í bólguferlinu og er tjáður ímiklu magni í frumum öndunarþekjunnar í astmasjúklingum. Talið er að AP- 1 og NF-kB og án efafleiri prótein stýri bólguferlinu saman og magni hvort annað í virkni við framleiðslu á frumuboðum sem eru bólguhvetjandi (e. pro-inflammatory cytokines). Á þennan ai
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.