Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 42

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 42
RITGERÐ í LYFJAFRÆÐI hátt tala mismunandi innanfrumuboðkerfi saman og hefur þetta áhrif á genatjáningu (7>. GR getur meðal annars myndað tengsl við CBP og NF-kB. Talið er að eínhverjir hjálparþættir (e. cofactors) geti verið með í þessum flóka eða samsvarandi flóka GR og annarra umritunarþátta og eiga þeir þá ef til vill þátt í hömlun á virkní umritunarþáttanna (8). Á þennan hátt er líklegt að GR minnki bindigetu eða virkni þessara þátta og eru ýmsar tilgátur um hvernig þessu er háttað. Mögulegt er að GR hamli Janus kínasa (JAK) boðleið, sem tekur þátt í virkjun AP-1, (7) eða minnki getu CBP til að framkvæma acetýleringu og hamli þannig verkun NF-kB (8). Sem dæmi um áhrif barkstera á þennan óbeina hátt má nefna rannsókn á breytingum á framleiðslu IL- 10 við gjöf barkstera. IL-10 vinnur gegn bólgu og finnst minna af því í astmasjúklingum en öðrum. Við gjöf barkstera eykst magn IL-10. Vítað er að aðrir frumuboðar sem hafa andstæða verkun við IL-10, þ.e. eru undanfarar bólgu, hamla losun þess. Minnkun á framleiðslu þessara frumuboða við gjöf stera er þá líklega ástæða þess að aukning verður á IL-10 fremur en bein binding GR við GRE á IL-10 geninu (1 1). Ef til vill verður mögulegt íframtíðinni að framleiða bólgueyðandi lyf sem hafa þessa umritunarþætti sem skotmark. Áhrif barkstera á þætti í meingerð astma Barksterar eru einstakir meðal astmalyfja í því tilliti að þeir minnka loftvegabólguna og minnka virkni bandvefsfrumna í myndun kollagens og tenascíns (e. tenascin), en þessi efni eru tengd bandvefsmynduninni íveggjum loftveganna (2'6). Iferð bólgu-frumna í vefinn, m.a. eitílfrumna, mastfrumna, eósínofíla, basófila (e. basophites) og átfrumna (e. macrophage), minnkar þar sem sterarnir hamla framleiðslu viðloðunarþátta og þar með viðloðun frumnanna við æðar(4,6). Einnig minnkar virkni sumra þessara frumutegunda (6). Önnur ástæða minnkandí íferðar frumnanna er aukning framleiðslu átfrumna á lipókortíni en það hemur framleiðslu á leukótríenunum LTB4, LTC4 og LTD4 sem laða að sér og virkja bólgufrumur(2>. Með minnkandi bólgu dregur úr berkjuauðreitni við ýmsum áreitum, t.d. ofnæmisvökum og áreynslu. Þessi áhrif koma fram á bæði snemm- og síðkomnu svari við áreiti í astma (4). Sterarnir hamla einnig myndun bólgufrumna á mörgum boðefnum og má sjá yfirlit um þau ásamt fleiri þáttum sem sterarnir hafa áhrif á í töflu I. Talið er að sterarnir dragi einnig úr áhrifum boðefnanna með því að hamla myndun á viðtökum þeirra, t.d. viðtaka fyrir IL-2 (7). Hamlandi áhrif steranna á myndun IL-2 hafa neikvæð áhrif á fjölgun T-hjálparfrumna, enda IL-2 mikilvægt í sérhæfingu og fjölgun T-hjálparfrumna (6). Minnkun á myndun IL-3 sem stýrir þroska mastfrumna skýrir af hverju langtímasterameðferð dregur smám saman úr snemmbúnu svari við ofnæmisvökum í astma og minnkar líkur á áreynsluastma, þar sem mastfrumur hafa hlutverki að gegna í þessum þáttum m.a. með því að losa histamín (2). Barksterar minnka einnig myndun á IL-1, IL-4, IL-5, IL-6, IL-8, Prótein Hlutverk Ákrif stera B-2 adrenergur viðtaki * Aukin framleiðsla Endonucleasar Eiga þátt í stýrðum frumudauða eitilfrumna og eósínófíla Aukin framleiðsla IL-1RII Viðtaki fyrir IL-1 sem miðlar ekki bólguáhrifum Aukin framleiðsla IL-1 ffrl. frumuboða af T-fr, tþroskun B-fr. Minnkuð framleiðsla IL-2 tvöxtur og þroskun T-frumna, eósínófília Minnkuð framleiðsla IL-3 Eósfnófflia, tblóðmyndandi fr. Minnkuð framleiðsla IL-4 tvöxtur eósínófíla, tTh2, |Th1, tlgE, tB-frumur Minnkuð framleiðsla IL-5 t eósfnófílar á margan hátt, tTh2, berkjuauðreitni Minnkuð framleiðsla IL-6 tþroskun B-frumna, hömlun LPS, flL-1, tTNF-a Minnkuð framleiðsla IL-8 tmigration neútrófíla (e. neutrophiles) til æðaþels en minnkuð viðloðun Minnkuð framleiðsla IL-10 Hamlandi áhrif á mörg boðefni sem stuðla að bólgu Aukin framleiðsla” IL-11 Svipað og áhrif IL-6 Minnkuð framleiðsla IL-13 tB-frumur, virkjar eósínóffla, flgE, jlL-1, J,TNF-a Minnkuð framleiðsla TNF-a Virkjar æðaþel, eykur gegndræpi o.fl. Minnkuð framleiðsla GM-CSF Virkjar og eykur vöxt granúlócýta (e. granulocytes) og átfrumna (e. macrophage) Minnkuð framleiðsla RANTES Flakkboði fyrir ýmsar bólgufrumur, m.a. T-hjálparfr. Minnkuð framleiðsla Eotaxin Flakkboði fyrir eósfnófíla og fleiri frumur Minnkuð framleiðsla iNOS Framleiðir NO sem er æðavíkkandi Minnkuð framleiðsla COX-2 Ensím sem á þátt í myndun leukotríena Minnkuð framleiðsla cPLA2 Ensím sem á þátt í myndun prostglandína Minnkuð framleiðsla ICAM-1 Viðloðunarsameind Minnkuð framleiðsla VCAM-1 Viðloðunarsameind Minnkuð framleiðsla IL-2R Viðtaki fyrir IL-2 Minnkuð framleiðsla *Magn hans eykst við notkun barkstera og hefur það áhrif á lyfhrif p-2 adrenvirkra lyfja(2,6) "Ath. óbein áhrif vegna minnkaðrar framleiðslu á öðrum frumuboðum <n) Tafla /.: Sýnir prótein sem barksterar hafa áhrif á og hlutverk þeirra. Unnin upp úr heimildum ’'2'6'7'11,12,13 42 Læknaneminn 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.