Læknaneminn - 01.04.2004, Side 43

Læknaneminn - 01.04.2004, Side 43
-9 IFN-y, TNF-y, TNF-a, GM-CSF, eotaxíni, MIP-1a auk ýmissa viðloðunarþátta (2'7,11). Mörg þessara boðefna auka framleiðslu B-eitilfrumna á IgE og IgE viðtökum (12) og virkja eósínófíla en eósínófílar eru taldar mikilvægar frumur í meingerð astma og finnast í auknu magni í sumum astmasjúklingum (4,7). Afurðir þeirra skemma loftvegaþekjuna og eiga sinn þátt í berkjuauðreitninni. Barksteraháð minnkun á framleiðslu boðefna hefur því neikvæð áhrif á virkni eósínófíla og fer hluti þeirra í stýrðan frumudauða (e. apoptosis). Þannig minnkar fjöldi eósínófíla í loftvegum astmasjúklinga sem fá meðferð með barksterum (4,7). Önnur áhrif barkstera eru m.a. minnkuð losun histamíns frá basófílum, minnkuð framleiðsla á NO, IgG og komplement (e. complement) próteinum. Einnig geta þeir dregið úr gegndræpi lítilla æða og minnkað tjáningu á COX-2 ensíminu sem hvetur til myndunar prostaglandína (2). Flömlun á þessum þáttum, svo og áhrif á aðra þætti sem talað var um hér að ofan, dregur þannig úrýmsum einkennum astmans. Notkun barkstera í astmameðferð I meðferð við astma eru barksterar oftast gefnir sem innúðalyf. Þeir eru ekki gagnlegir í bráðu astmakasti en minnka loftvegabólguna og draga þar með úr sjúkdómseinkennunum þegar til lengri tíma er litið (4). Stundum er miðað við að hefja meðferð með innúðasterum ef sjúklingur þarf að nota stuttverkandi berkjuvíkkandi þ2-agónista (e. agonist) oftar en einu sinni á dag (4'5). Ávinningur við notkun steranna hefur sýnt sig í mörgum rannsóknum, bæði hvað varðar bætta líðan sjúklinga og minni líkur á sjúkrahúsvist og dauðsföllum af völdum astma(5). Niðurstöður úr einni rannsókn gáfu til dæmis til kynna minni astmaeinkenni hjá sjúklingum sem fengu barkstera en hjá sjúklingum sem fengu einungis þ2-agónista (4'5). Innúðabarksterar eru kjörmeðferð við næturastma og notkun þeirra fækkar þeim skiptum sem sjúklingar vakna um nætur með astma (4). Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á gagnsemi í notkun barkstera í meðhöndlun astma í börnum (14). Talið er að því fyrr sem byrjað er að nota sterana eftir að einkenni astmans byrja, því meiri svörun verði og þeim mun betri árangur náist (sjá mynd II) (2i6). Hins vegar greinir rannsóknir á um hvort steranotkunin hamli náttúrulegum framgangi sjúkdómsins (4,15). Mikilvægt er að finna réttan skammt fyrir hvern sjúkling og að sjúklingurinn taki hann reglulega. Ef einkennum er haldið niðri á ákveðnum skammti skal athuga hvort unnt sé að lækka hann eftir einhvern tíma og finna þannig viðhaldsskammt sem heldur niðri einkennum (3,5)- Sýnt hefur verið fram á að langverkandi berkjuvíkkandi lyf, theophyllin, leukotríen ant- agónistar og fleiri lyf hjálpa til við meðferð og best er að nota samsetningu af innúðasterum og einhverjum þessara lyfja í þeim tilgangi að halda notkun steranna í lágmarki vegna mögulegra aukaverkana (1A5'6). í sambandi við samhliða notkun barkstera og langverkandi þ2-agónista hefur verið sýnt að þessi lyf verka betur saman en sitt í hvoru lagi, sterarnir geta örvað myndun p2-adrenergra viðtaka sem fækkar venjulega við gjöf p2 agónista (e. downregulation) og p2-agónistarnir geta haft áhrif á fosfórunarstig barksteraviðtakans og aukið þannig virkni hans (26). Innúðabarksterar eru oftast teknir tvisvar sinnum á dag en stundum einu sinni hjá sjúklingum með vægan astma og fjórum sinnum hjá sjúklingum með alvarlegan astma (4). Aðallyfjagerðir innúðastera eru beklómetasón, búdesóníð og flútikasón. Beklómetasón er elsta lyfið en hefur ekki eins kröftuga bindingu við barksteraviðtaka og því minni virkni en nýrri gerðirnar og þess vegna þarf hærri skammta af því, sbr. rannsókn þar sem borin voru saman beklómetasón og flútikasón og þurfti minna af flútikasóni til að ná fram hámarksbætingu ílungnastarfsemi(6). Aðrir kostir nýrri lyfjanna eru lítið aðgengi (e. bioavailability) í munni, minna virk niðurbrotsefni, hraður útskilnaður þess hluta steraskammtsins sem fer út í blóðrásina, meira aðgengi í lungum vegna betri tækni í inntöku og staðbundnari verkun (4,6). Háir skammtar af innúðasterum eru nú notaðir í meira mæli til að hafa stjórn á alvarlegum astma þar sem minni einkenna þessara sjúklinga minnka þörf fyrir barkstera til inntöku um munn, en mælt er með henni við vissar aðstæður. Þær eru aðallega slæmur astmi, astmafár (e. status asthmaticus) eða bráðar versnanir í meðalslæmum eða slæmum astma og er þá prednisólon algengasta lyfið (6). Helstu ókostir þeirra eru aukaverkanir sem eru þær sömu og hjá innúðasterunum nema alvarlegri og einnig aðrar sem koma nær eingöngu fram við notkun barkstera á töfluformi þar sem mun meira af lyfinu fer inn í blóðrásina (2). Sterarnir frásogast vel, eru umbrotnir u ------------i ----------1 ----------1--—1— <2 2-3 3-5 >5 Ár lidin frá greiningu astma viö upphaf búdesónið meóferðar Mynd II: Ahrif þess að hefja búdesóníð meðferð snemma. Því fyrr sem barksterameðferð er hafin eftir greiningu astma í börnum, því betri árangur næst með meðferðinni. <Endurteikna<5 ertir heimild 5> í lifur og eru að mestu leyti skildir út í þvagi (26). Lyf sem eru tekin samtímis geta minnkað eða aukið áhrif barkstera. Við ávísun slíkra lyfja hjá sjúklingum sem eru að taka barkstera á töfluformi er mikilvægt að taka tillit til þessara milliverkana (6). Dæmi um lyf af þessu tagi eru sýruhamlandi lyf sem hafa áhrif á upptöku steranna og lyf sem hafa áhrif á ensím í lifur sem brjóta sterana niður. Einnig geta lífræn efni úr umhverfinu og erfðafræðilegur breytileiki milli einstaklinga haft áhrif á hraða 43

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.