Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 44
RITGERÐ í LYFJAFRÆÐI útskilnaðar barkstera úr líkamanum. Þannig má sjá að mikill munur er milli einstaklinga á svörun við barksterum og mikil- vægt er að finna skammt sem hentar hverjum einstaklingi fyrir sig (6). Aukaverkanir innúðaharkstera Aukaverkanir barkstera eru nokkrar en þær eru miklu minni í barksterum til innöndunar miðað við meðferð á töfluformi. I fullorðnum eru algengustu aukaverkanirnar staðbundnar, svo sem hæsi og sveppasýkingar í munnholi (16). Hæsi kemur fram í allt að helmingi sjúklinga en er venjulega afturkræft og veldur oftast ekki vandkvæðum (4,16). Candida sveppasýkingar í munni eru vandamál hjá sumum sjúklingum, einkum þeim eldri og þeim sem fá marga skammta á dag (4). Hvorki hefur verið sýnt fram á aukna tíðni sýkinga í lungum né aukna hrörnun lungnaþekju, jafnvel eftir langtímanotkun (4). InnúðabarkSterar eru teknir upp í blóðrásina að hluta til og geta þá haft áhrif á ýmis kerfi í líkamanum, einkum ef þeir eru notaðir í háum skömmtum (416). Erfitt er að meta kerfisbundin áhrif þeirra þar sem sumir sjúklingar fá bæði barkstera á töfluformi og sem innúðalyf. Einnig skiptir máli þættir eins og hversu mikill hluti fer til lungna og hversu miklum hluta er kyngt, skammtamagn og einstaklingsbundin svörun við lyfjunum (4). Kerfisbundnu áhrifin eru minni ef viss lyfjaform eru notuð (e. spacer og drypowder turbuhaler) og munnur skolaður eftir inntöku (4'16). Æskilegt er að nota lága eða meðalháa skammta í sjúklingum með vægan eða meðalslæman astma til að koma í veg fyrir kerfisbundin áhrif og einnig þar sem hærri skammtar valda ekki meiri bætingu í lungnastarfsemi(5). Kortikótrópín (e. corticotropin) er losað frá heiladingli til að örva myndun náttúrulegra barkstera í nýrnahettum. Barksterarnir virka hamlandi á myndun kortikótrópíns þegar nóg er orðið af þeim og er því kvikt jafnvægi þar á milli. Við gjöf barkstera í meðferðarskyni raskast þetta jafnvægi og getur orðið bæling á framleiðslu náttúrulegra barkstera (4). Almennt er talið að notkun ínnúðabarkstera upp að 800 pg á dag f fullorðnum og 400 p.g í börnum (skammtar notaðir við meðalslæman astma) hafi engin áhrif á nýrnahettustarfsemina ef miðað er við að ekki hafi verið um fyrri notkun barkstera í töfluformi að ræða (4'16). í hærri skömmtum getur nýrna- hettubæling hins vegar komið fram og þá frekar við notkun flútikasóns en beklómetasóns og búdesóníðs (5'16). Hví er mikilvægt að fara varlega í notkun á innúðasterum í háum skömmtum, einkum flútikasóns, með tilliti til bælingar á nýrnahettustarfsemi. Nokkrar skammtímarannsóknir hafa sýnt fram á hægari vöxt barna sem taka háa skammta af innúðasterum, einkum fyrsta meðferðarárið (4'5'6'16), Hetta gæti einnig verið vandamál í lægri skömmtum en ekki er Ijóst hvort þetta hefur áhrif á stærð á fullorðinsaldri (5). Langtímarannsókn sem var framkvæmd í Danmörku sýndi fram á að þó svo að vaxtarhraði barna minnkaði á fyrstu árum búdesóníðmeðferðar jafnaðist hann síðar út miðað við jafnaldra og hafði notkun lyfjanna ekki áhrif á fullorðinshæð. Ástæða fyrir misræmi milli þessarar rannsóknar og skammtímarannsóknanna gæti verið sá að börn fyrir kynþroska væru viðkvæmari fyrir vaxtarhamlandi áhrifum steranna en böm eftir kynþroska. Einnig gæti alvarlegur astmi í sjálfu sér haft neikvæð áhrif á vöxt, óháð því hvort notaðir eru innúðasterar eða ekki(17). Háskammtameðferð hefur verið tengd aukinni beinþynningu en langtímaáhrif þessa eru ekki fullljós. Þó benda flestar rannsóknir til þess að innúðasterar í háum skömmtum auki hættu á beinþynningu og ein rannsókn bendir til þess að konur séu í meiri hættu en karlar á þessum áhrifum (16’18). Til þess að halda þessum áhrifum í lágmarki má reyna að minnka skammt sem notaður er og gefa þeim sem eru í mestri áhættu beinþynningarlyf samhliða sterunum (616). Eldri sjúklingar sem taka háskammtainnúðastera eru í aukinni hættu á að fá gláku, einkum ef um fjölskyldusögu um gláku er að ræða (16), eða hækkaðan þrýsting í auga (4-16). Óljóst er hvort innúðasterar stuðli að myndun vagla (e. cataract) í augum en rannsóknir á þessu eru erfiðar þar sem erfitt er að útiloka örugg áhrif barkstera á töfluformi í þessu tilliti, en þeir sjúklingar sem fá háskammtameðferð af innúðasterum fá oft einnig meðferð með sterum á töfluformi. Þannig er Ijóst að vakandi auga á að hafa með sjúklingum á háskammtasterum <5), Aðrar kerfisbundnar aukaverkanir af háskammtasterum eru m.a. minnkuð þykkt húðar og einstaka tilvik um vöðvaslappleika sem hefur gengið til baka þegar sterameðferð hefur verið stöðvuð (16). Minnkuð virkni bandvefsfrumna (e. fibroblasts) er óæskileg þegar sár eru að gróa en óvíst er hvort innúðasterar hafi þar einhver áhrif(2>, Frekari rannsóknir þarf að framkvæma til að ákvarða langtíma kerfisáhrif barkstera til innöndunar, einkum í háum skömmtum (5). Steraónæmur astmi Mögulegar ástæður fyrir því að sumir astmasjúklingar svara ekki innúðasterum eru m.a. slæm meðferðarheldni, minni upptaka, hraður útskilnaður, óafturkræfur skaði í öndunarvegum, gífurleg bólga samfara ónægum skammti, önnur greining en astma eða ónæmi gegn barksterunum (5). Svörun við barksterum er mismunandi meðal einstaklinga og er í raun hægt að lýsa sem samfelldu ferli þar sem á öðrum endanum eru þeir sem eru ónæmir fyrir áhrifum þeirra og hinum megin þeir sem svara sterunum fullkomlega, og geta einstaklingar haft breytilega svörun á mismunandi stigum sjúkdómsins. Þeir sem eru ónæmir fyrir áhrifum þeirra eru sjúklingar með langvinnan og oftast alvarlegan astma. Þessi sjúklingar eru með slakari lungnastarfsemi á morgnana og hafa meiri auðreitni í berkjum en næmir einstaklingar(10). Allt að 25% sjúklinga með alvarlegan astma í Bandaríkjunum hafa þessa tegund astma og er hlutfallið enn hærra hjá Bandaríkjamönnum af afrískum uppruna <5)i Notkun háskammtastera er ekki ráðlögð í langtímameðferð á þessum sjúklingum þar sem þeir fá aukaverkanir steranna þrátt fyrir lítið gagn í meðferð sjúkdómsins (7) en mælt er með henni um skeið ef mikil versnun er á astmanum (10). Benda má á að bólga gæti leitt til ónæmi gegn sterum með því að valda 44 - L.æknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.