Læknaneminn - 01.04.2004, Page 47
Ragnheiður
Ingibjörg Bjarnadóttir,
sérfræðingur í
kvensjúkdómum
og fæðingarhjálp
Getnaðarvarnir
- hvað er títt?
Sagt er að tvær uppgötvanir 20. aldarinnar hafi breytt lífi
kvenna hvað mest; þvottavélin og pillan! Þótt þessu sé slegið
fram í gamni er engínn vafi á því að uppgötvun samsettu
getnaðarvarnartöflunnar fyrir rúmum 40 árum olli byltíngu
og gerði fólki, á Vesturlöndum a.m.k., kleift að aðskilja
kynlíf og barneignir, sem hefur átt ótvíræðan þátt í ýmsum
þjóðfélagsbreytingum á síðari hluta síðustu aldar.
En þurfum við betri getnaðarvarnir?
Um 849 fóstureyðingar voru gerðar á Kvennadeild LSH á
árinu 2001 en það er 1 fyrir hverjar 3-4 fæðingar.
Hvers vegna er þetta svo?
I raun eru ástæðurnar margslungnar en þó einfaldar á
yfirborðinu:
-Getnaðarvarnir voru ekki notaðar.
-Getnaðarvörn var notuð en ekki notuð rétt (léleg með-
ferðarhetdni eða compliance).
-Getnaðarvörnin brást (method failure).
Algengt er að nota svokallaðan Pearl Index (P.l.) sem
mælikvarða á öryggi getnaðarvarna: Óvelkomnar þunganir
per 100 kven-ár, þ.e. óvelkomnar þunganir á hverjum mánuði
notkunar x 1300.
En hvaða eiginleika vilja notendur að getnaðarvörn hafi? í
bók sinni Contraception - your questions answered(,) veltir
breski læknirinn John Guillebaud þessu fyrir sér og gerir sér
í hugarlund hvernig hin fullkomna getnaðarvörn væri í hinum
„besta heimi allra heirna".
Hin „fullkomna getnaðarvörn" væri:
-100% afturkræf (reversibte)
-100% árangursrík (effective)
-100% handhæg (convenient)
-100% laus við aukaverkanir
-Veitti 100%vörn gegn kynsjúkdómum
-Hefði kosti auk getnaðarvarnar (non-contraceptive
benefits)
-Auk þess ætti hún að vera viðhaldsfrí (maintenance-free).
Slík getnaðarvörn er að sjálfsögðu ekki til og verður
sennilega aldrei! Hins vegar nálgast þær getnaðarvarnir
sem við eigum völ á ofangreind „ideaf' mismikið. Það er
einstaklingsbundið hverjar af ofangreindum „óskurn" skipta
mestu máli, og geturverið breytilegt fyrir hvern einstakling/par
frá einum tíma til annars. í fyrrnefndri bók skiptir Guillebaud
frjósemisskeiðinu Í7 tímabil, með ólíkum þörfum og væntingum
m.t.t. getnaðarvarna (1>.
7 stig frjósemisskeiðs:
1. Kynþroski að 1. sambúð
2. Sambúð að 1. barni
3. Með barn á brjósti
4. Milli barneigna
5. Eftir (sennilega) seinasta barn
6. Barneignum lokið
7. Breytingarskeið
Þegar verið er að ráðleggja fólki varðandi val á getnaðarvörn
getur verið gagnlegt að velta fyrir sér á hvaða stigi viðkomandi
kona/par er á „frjósemisskeiðinu" og þannig hvaða eiginleikar
getnaðarvarnar skipta mestu máli. Gott er að hafa þessi atriði
í huga þegar hugleiddar eru þær nýjungar sem skýrt verður
frá hér á eftir.
Nýjungar á sviði getnaðarvarna
Fyrst skal nefna nýjar útgáfur eða endurbætur á þeim
getnaðarvörnum sem mest hafa verið notaðar, þ.e. samsettu
getnaðarvarnapillunni, „mini-pillunni" og lykkjunni. Þá verður
skýrt frá nýrri neyðargetnaðarvarnatöflu.
Nýlega kom á markað hérlendis samsett getnaðarvarnatafla
sem inniheldur nýtt gestagen - dróspírenón sem hefur
and-mineralkortikóíd og and-andrógen áhrif. Pilla þessi ber
sérlyfjaheitið „Yasmin" og er einfasa pilla sem inniheldur
3 mg dróspírenón og 30 míkrógrömm ethinylestradíól (EE).
Vegna and-mineralkortikóíd áhrifa dróspírenóns dregur úr
vökvasöfnun og kvillum tengdum henni svo sem brjóstaspennu.
And-andrógen áhrifin geta minnkað bólur (acne) en sumar
pillur sem fyrir voru á markaðnum gera það reyndar einnig.