Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 47

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 47
Ragnheiður Ingibjörg Bjarnadóttir, sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp Getnaðarvarnir - hvað er títt? Sagt er að tvær uppgötvanir 20. aldarinnar hafi breytt lífi kvenna hvað mest; þvottavélin og pillan! Þótt þessu sé slegið fram í gamni er engínn vafi á því að uppgötvun samsettu getnaðarvarnartöflunnar fyrir rúmum 40 árum olli byltíngu og gerði fólki, á Vesturlöndum a.m.k., kleift að aðskilja kynlíf og barneignir, sem hefur átt ótvíræðan þátt í ýmsum þjóðfélagsbreytingum á síðari hluta síðustu aldar. En þurfum við betri getnaðarvarnir? Um 849 fóstureyðingar voru gerðar á Kvennadeild LSH á árinu 2001 en það er 1 fyrir hverjar 3-4 fæðingar. Hvers vegna er þetta svo? I raun eru ástæðurnar margslungnar en þó einfaldar á yfirborðinu: -Getnaðarvarnir voru ekki notaðar. -Getnaðarvörn var notuð en ekki notuð rétt (léleg með- ferðarhetdni eða compliance). -Getnaðarvörnin brást (method failure). Algengt er að nota svokallaðan Pearl Index (P.l.) sem mælikvarða á öryggi getnaðarvarna: Óvelkomnar þunganir per 100 kven-ár, þ.e. óvelkomnar þunganir á hverjum mánuði notkunar x 1300. En hvaða eiginleika vilja notendur að getnaðarvörn hafi? í bók sinni Contraception - your questions answered(,) veltir breski læknirinn John Guillebaud þessu fyrir sér og gerir sér í hugarlund hvernig hin fullkomna getnaðarvörn væri í hinum „besta heimi allra heirna". Hin „fullkomna getnaðarvörn" væri: -100% afturkræf (reversibte) -100% árangursrík (effective) -100% handhæg (convenient) -100% laus við aukaverkanir -Veitti 100%vörn gegn kynsjúkdómum -Hefði kosti auk getnaðarvarnar (non-contraceptive benefits) -Auk þess ætti hún að vera viðhaldsfrí (maintenance-free). Slík getnaðarvörn er að sjálfsögðu ekki til og verður sennilega aldrei! Hins vegar nálgast þær getnaðarvarnir sem við eigum völ á ofangreind „ideaf' mismikið. Það er einstaklingsbundið hverjar af ofangreindum „óskurn" skipta mestu máli, og geturverið breytilegt fyrir hvern einstakling/par frá einum tíma til annars. í fyrrnefndri bók skiptir Guillebaud frjósemisskeiðinu Í7 tímabil, með ólíkum þörfum og væntingum m.t.t. getnaðarvarna (1>. 7 stig frjósemisskeiðs: 1. Kynþroski að 1. sambúð 2. Sambúð að 1. barni 3. Með barn á brjósti 4. Milli barneigna 5. Eftir (sennilega) seinasta barn 6. Barneignum lokið 7. Breytingarskeið Þegar verið er að ráðleggja fólki varðandi val á getnaðarvörn getur verið gagnlegt að velta fyrir sér á hvaða stigi viðkomandi kona/par er á „frjósemisskeiðinu" og þannig hvaða eiginleikar getnaðarvarnar skipta mestu máli. Gott er að hafa þessi atriði í huga þegar hugleiddar eru þær nýjungar sem skýrt verður frá hér á eftir. Nýjungar á sviði getnaðarvarna Fyrst skal nefna nýjar útgáfur eða endurbætur á þeim getnaðarvörnum sem mest hafa verið notaðar, þ.e. samsettu getnaðarvarnapillunni, „mini-pillunni" og lykkjunni. Þá verður skýrt frá nýrri neyðargetnaðarvarnatöflu. Nýlega kom á markað hérlendis samsett getnaðarvarnatafla sem inniheldur nýtt gestagen - dróspírenón sem hefur and-mineralkortikóíd og and-andrógen áhrif. Pilla þessi ber sérlyfjaheitið „Yasmin" og er einfasa pilla sem inniheldur 3 mg dróspírenón og 30 míkrógrömm ethinylestradíól (EE). Vegna and-mineralkortikóíd áhrifa dróspírenóns dregur úr vökvasöfnun og kvillum tengdum henni svo sem brjóstaspennu. And-andrógen áhrifin geta minnkað bólur (acne) en sumar pillur sem fyrir voru á markaðnum gera það reyndar einnig.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.