Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 48

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 48
 GETNAÐARVARNIR - HVAÐ ER TÍTT^ Ný koparlykkja Lykkjan hefur verið mikið notuð hérlendis og eru það einkum konur sem eiga börn fyrir. Hún er langtímagetnaðarvörn, hentar vel konum sem þola illa eða vilja ekkí getnaðarvörn sem inniheldur hormóna. Algengasta aukaverkun lykkjunnar eru auknar blæðingar og tíðaverkir. Nýlega kom á markað koparlykkja (Flexi-T-300) sem er minni um sig en þær eldri og er með þverörmum sem sveigjast inn á við. Færri konur láta fjarlægja hana vegna blæðinga og/eða verkja. Lykkja þessi dugar í 3 ár hjá yngri konum en í 5 ár ef konan er > 35 ára. Öryggi hennar er áþekkt eldri lykkjum þ.e. P.I.: 1. Ný neyðargetnaðarvörn Sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að gott aðgengi neyðargetnaðarvarnar (NGV) getur fækkað fóstureyðingum um þriðjung,- Hana verður þó að nota innan 72 klst. frá óvörðum samförum/„slysi“- því fyrr því betra. Yuzpe aðferðinni var fyrst lýst: Tvær töflur m. 250 míkróg. LNG + 50 míkróg EE (.Neogynon) teknar sem fyrst og aftur eftir 12 klst. Petta hefur verið markaðsett hér sem 4 töflur í pakka; Tetragynon, og fengist án lyfseðils núorðið. Aukaverkanirnar eru talsverðar og tengjast háu estrogeni í skammtinum -ógleði og jafnvel uppköst. Þvíhefur verið þróuð ný neyðargetnaðarvörn sem inniheldur aðeins gestagen, þ.e. 750 míkróg. af LNG, sem er tekin sem fyrst og aftur eftir 12 klst. Nýja neyðargetnaðarvörnin, Postinor, er am.k. jafn áhrifarík og þolist mun betur, og er nú seld hér án lyfseðils. Getnaðarvarnir sem innihalda aðeins gestagen (gestagen only con- traceptives) Þessar getnaðarvarnir innihalda ekkert estrogen og henta því þar sem eru frábendingar fyrir notkun þess eða það þolist illa. Hins vegar geta þær ekki líkt eftir eðlilegum tíðahring þar sem þær innihalda einvörðungu gestagen.Tíðablæðingar verða því ekki reglulegar. Blettblæðingar og milliblæðingar eru algengar í fyrstu en minnka oftast með tímanum og verða þá strjálar (oligomenorrhea) og hættajafnvel hjá sumum konum (amenorrhea). Einstaklingsbundið er hversu vel konur sætta sig við breytt blæðingarmynstur og skiptir máli að útskýrt sé hvers vegna breytingarnar eiga sér stað. Þessar getnaðarvarnir hafa verið vinsælar hjá konum með börn á brjósti, t.d. gestagen-eingöngu pilla, oft kölluð mini- pilla. Estrogenið í samsettu pillunni dregur úr mjólkurmyndun og skilst einnig út í mjólkinni og hefur því notkun hennar ekki verið ráðlögð, a.m.k. ekki fyrstu mánuðina meðan barnið er eingöngu á brjósti. Eldri tegundir mini-pillunnar hindruðu ekki egglos nema í u.þ.b. 50% tilvika en verkuðu fyrst og fremst með því að þykkja slímið í leghálsinum og halda slímhúð legsins (endometrium) þunnu, þannig að implantation gæti ekki orðið. Fyrir rúmu ári kom á markað ný mini-pilla, Cerazette, sem inniheldur 75 míkrogrömm desogestrels og hindrar egglos í 98% tilvika. Öryggi hennar er því áþekkt samsettu pillunnar. Hún var rannsökuð á kvennadeild LSH hjá konum með börn á brjósti m.t.t. áhrifa á magn og samsetningu brjóstamjólkur (2). Niðurstaðan var sú að enginn munur var á mjólkinni hjá konum sem tóku mini-pílluna og samanburðarhópi sem notaði koparlykkju. Börnunum var fylgt eftir til 2 1/2 árs aldurs og sást enginn munur á vexti þeirra eða þroska (2). Langverkandi getnaðarvarnir Nú er það svo að flestar konur eru „útsettar" fyrir þungun í u.þ.b. 30 ár ævinnar en kjósa flestar ekki að eiga nema 2-3 börn. Það getur því alls verið um aldarfjórðungur (með hléum) þar sem konan/parið vill koma í veg fyrir þungun. Þá getur verið hentugt að velja getnaðarvörn sem má síðan „gleyrna", þ.e. langverkandi getnaðarvörn. Lykkjan er dæmi um slíka getnaðarvörn. Aðrar langtíma getnaðarvarnir hafa verið þróaðar sem eiga það sammerkt að innihalda eingöngu gestagen. Þær eru einnig mjög öruggar, þ.e. P.l. er mjög lágur þar sem ekki er þörf á daglegri meðferðarheldni. Fyrsta getnaðarvörnin hér af þessu tagi er hin svokallaða 3ja mánaða sprauta; Depoprovera sem er 150 mg (3ml) af medroxyprogesterone acetat gefið í vöðva á 12 vikna fresti. Öryggið er mikið, P.l.< 0.4, en aukaverkanir geta verið talsverðar, aðallega milliblæðingar og blettblæðingar sem minnka þó oftast með tímanum og verður amenorrhea æ algengari. Talsverðan tíma (uppundir eitt ár) getur tekið fyrir konur að verða frjóar á ný eftir að notkun er hætt. Sumar konur þyngjast talsvert, og aðrar finna fyrir þunglyndi og minnkaðri kynhvöt. Oftast þolist getnaðarvörnin þó vel. Mynd 1 48-Læknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.