Læknaneminn - 01.04.2004, Page 50
RITGERÐ I LYFJAFRÆÐI
Alzheimer
Ný þekking - Ný lyf
Kynning
Alzheimer er taugasjúkdómur sem talinn er orsakast
af stökkbreytingum í genamengi fólks og brenglunum í
efnaskiptaferlum í heila okkar. Hvort tveggja er talið orsaka
uppsöfnun á A|3-peptíðum sem skemmt getur aðlægan
taugavef. I kjölfarið myndast elliskellur (senile plaques) og
taugatrefjaflsekjur (neurofibrilary tangles) sem eru aðalsmerki
sjúkdómsins og orsaka birtingu einkenna s.s. minnisleysi,
málstol, verkstol og breytingar á hegðun. Algengi sjúkdómsins,
sem hefur hryllileg áhrif á lífsgæði fólks, eykst stöðugt með
hækkandi lífaldri og kostnaður samfélagsins eykst frá ári
til árs. í dag eru einungis fá góð meðferðarúrræði til staðar
gegn sjúkdómnum og beinast þau flest að einkennum hans
en ekki orsökum. Hins vegar hefur talsverður árangur náðst
í rannsóknum á meingerð Alzheimers og kjölfarið hefur
verið lögð mikil áhersla á þróun lyfja og ónæmisfræðilegra
aðferða gegn sjúkdómnum. Lyfjaþróunin beinist aðallega
að þáttum sem hindra birtingu sjúkdómsins eða efnum sem
hafa verndandi og fyrirbyggjandi áhrif á þróun hans. Mörgum
spurningum er hins vegar enn ósavarað og langur tími mun
líða þangað til lyf gegn sjúkdómnum koma á markað.
Inngangur
Alzheimer-sjúkdómurinn (AS), sem lýsir sér með framsæknu
minnis- og vitsmunatapi, er talinn herja á 15 milljónir manna
víðsvegar um heiminn. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt fram
á sjöunda til níunda áratug ævinnar en einnig er vel þekkt
snemmkomið afbrigði sem er ættlægt og kemur fram hjá fólki
fyrir sextugt. Nýgengi Alzheimer eykst stöðugt um 0,5% á ári
frá 65 aldri í 8% á ári eftir 85 ára aldur.1 Algengi Alzheimer
er 3% við 65 aldur og sökum þess hve fólk getur lifað lengi
með sjúkdóminn, áratug eða jafnvel lengur, er algengi hans
við 85 ára aldur 47%.2 Áhættan á að fá AS eykst því stöðugt
með hækkandi aldri og eftir því sem lífslíkur aukast, fara áhrif
sjúkdómsins á samfélagið vaxandi. I Bandaríkjunum eru 4
milljónir manna með sjúkdóminn, yfir hundraðþúsund manns
deyja árlega af völdum hans og kostnaður vegna hans nemur
60 billjónum dollara á ári.' Það liggur því mikið við að hindra
birtingu sjúkdómsins eða seinka framgangi hans. Meðferð
sem tefði birtingu sjúkdómsins um 5 ár myndi lækka kostnað
samfélagsins um 50%3 sem og lengja þann tíma sem fórnlömb
AS hafa til að njóta lífsins.
Erfdafaeóilesar orsakir;
APP
Preseitiiin 1 og'2
-snemmkomin birtbtg
Apolipoprotein E
-síókomin birting
Fleiri áJtsettugen.
Lifefna.fr.
ájkjettuþaettin
-kólesteról
-APP efnaskipti
-b ólgiuniólar
- o::tutarálag
-korm ónaákrif
Klitusk eitikeiuii
-skortur á
taugab o ð efnuin
Uppsöfnun á
Abeta-peptíðum
Umbreyting á
tau-efnaskiptum
f
Skemmdir á taugaírumum
Rýmun á heila
Taugatrefjafbekjur Mynd I. Helstu þættir í meingerð Alzheimers
50-Læknaneminn 2004