Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 50

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 50
RITGERÐ I LYFJAFRÆÐI Alzheimer Ný þekking - Ný lyf Kynning Alzheimer er taugasjúkdómur sem talinn er orsakast af stökkbreytingum í genamengi fólks og brenglunum í efnaskiptaferlum í heila okkar. Hvort tveggja er talið orsaka uppsöfnun á A|3-peptíðum sem skemmt getur aðlægan taugavef. I kjölfarið myndast elliskellur (senile plaques) og taugatrefjaflsekjur (neurofibrilary tangles) sem eru aðalsmerki sjúkdómsins og orsaka birtingu einkenna s.s. minnisleysi, málstol, verkstol og breytingar á hegðun. Algengi sjúkdómsins, sem hefur hryllileg áhrif á lífsgæði fólks, eykst stöðugt með hækkandi lífaldri og kostnaður samfélagsins eykst frá ári til árs. í dag eru einungis fá góð meðferðarúrræði til staðar gegn sjúkdómnum og beinast þau flest að einkennum hans en ekki orsökum. Hins vegar hefur talsverður árangur náðst í rannsóknum á meingerð Alzheimers og kjölfarið hefur verið lögð mikil áhersla á þróun lyfja og ónæmisfræðilegra aðferða gegn sjúkdómnum. Lyfjaþróunin beinist aðallega að þáttum sem hindra birtingu sjúkdómsins eða efnum sem hafa verndandi og fyrirbyggjandi áhrif á þróun hans. Mörgum spurningum er hins vegar enn ósavarað og langur tími mun líða þangað til lyf gegn sjúkdómnum koma á markað. Inngangur Alzheimer-sjúkdómurinn (AS), sem lýsir sér með framsæknu minnis- og vitsmunatapi, er talinn herja á 15 milljónir manna víðsvegar um heiminn. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt fram á sjöunda til níunda áratug ævinnar en einnig er vel þekkt snemmkomið afbrigði sem er ættlægt og kemur fram hjá fólki fyrir sextugt. Nýgengi Alzheimer eykst stöðugt um 0,5% á ári frá 65 aldri í 8% á ári eftir 85 ára aldur.1 Algengi Alzheimer er 3% við 65 aldur og sökum þess hve fólk getur lifað lengi með sjúkdóminn, áratug eða jafnvel lengur, er algengi hans við 85 ára aldur 47%.2 Áhættan á að fá AS eykst því stöðugt með hækkandi aldri og eftir því sem lífslíkur aukast, fara áhrif sjúkdómsins á samfélagið vaxandi. I Bandaríkjunum eru 4 milljónir manna með sjúkdóminn, yfir hundraðþúsund manns deyja árlega af völdum hans og kostnaður vegna hans nemur 60 billjónum dollara á ári.' Það liggur því mikið við að hindra birtingu sjúkdómsins eða seinka framgangi hans. Meðferð sem tefði birtingu sjúkdómsins um 5 ár myndi lækka kostnað samfélagsins um 50%3 sem og lengja þann tíma sem fórnlömb AS hafa til að njóta lífsins. Erfdafaeóilesar orsakir; APP Preseitiiin 1 og'2 -snemmkomin birtbtg Apolipoprotein E -síókomin birting Fleiri áJtsettugen. Lifefna.fr. ájkjettuþaettin -kólesteról -APP efnaskipti -b ólgiuniólar - o::tutarálag -korm ónaákrif Klitusk eitikeiuii -skortur á taugab o ð efnuin Uppsöfnun á Abeta-peptíðum Umbreyting á tau-efnaskiptum f Skemmdir á taugaírumum Rýmun á heila Taugatrefjafbekjur Mynd I. Helstu þættir í meingerð Alzheimers 50-Læknaneminn 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.