Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 52

Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 52
RITGERÐ I LYFJAFRÆÐI. á frumuhimnunni en einnig að einhverju leyti í seytibólum (secretory vesicles) innan frumunnar.8'1' Að öðrum kosti er APP klofið í innanfrumubólum (endosoman vesicles) af (3-secretasa og myndast þá leysanlegur hluti (sAPPþ) eins og áður en þegar himnubundni hlutinn (C99) er klofinn í framhaldinu af g-secretasa myndast síður leysanleg Aþ-peptíð (A|340 og Aþ42) sem hafa tilhneigingu til að mynda þráðlur og safnast fyrir.8’11 Þekktar eru sjö stökkbreytingar í APP- geninu (ættlægar) og eru þær taldar orsaka um 1% af öllum snemmkomnun tilfellum sjúkdómsins.3 Pessar stökkbreytingar eru taldar orsaka offramleiðslu á Aþ-petíðum með því að auka þá annað hvort sækni |3-secretasans í APP eða minnka sækni a-secretasans.815 Báðar þessar leiðir eiga sér stað undir venjulegum kringumstæðum, og því er talið að einstök tilfelli (sporadic) sjúkdómsins orsakist af bilunum í þáttum sem hafa áhrif á hreinsun eða niðurbrot á Aþ-peptíðum.8 Presenilin 1 og 2 eru gegnumhimnu prótein í himnu Golgi- kerfis og frymisnetsins (ER) og þýdd af samnefndum genum á litningum 14 og 1.3,16 Þau eru talin gegna lykilhlutverki í g- secretasa complexinum sem tekur þátt íað kljúfa himnubundna hluta APP (C83a og C99þ) í p3 (a-secretasa leiðin), og A(342 og A|340 ((3-secretasa leiðin). Rannsóknir hafa ennfremur sýnt fram á að sjúklingar, dýramódel og frumuræktanir með stökkbreytingu í presenilin genum hafa meiri tilhneigingu til að mynda A|342, sem hefur þann eiginleika, umfram A(340, að mynda auðveldlega samsöfn og í framhaldinu elliskellur.11 Þekktar eru fleiri en 50 stökkbreytingar í þessum genum og eru þær taldar orsaka framsæknasta form sjúkdómsins með birtingu alveg niður á táningsaldur og um 50% allra snemmkominna tilfella.16'17 Fjórða genið sem tengt hefur verið við AS, apolipoprotein E, er að finna á litningi 19q og er talið tengjast síðkominni birtingu sjúkdómsins.18 Engar stökkbreytingar eru þekktar í geninu en talið er að ein af þremur samsætum þess, e4, auki mjög líkurnar á því að sjúkdómurinn komi fram. Þeir einstaklingar sem eru arfhreinir fyrir samsætunni eru taldir fá sjúkdóminn 10-20 árum fyrr18 (4-10 föld áhætta19) en þeir sem eru með e2 eða e3 samsætuna og þeir sem eru arfblendnir 5 til 10 árum fyrr3 (2-5 föld áhætta19). Apolipoprotein E er að mestu framleitt í stjarnfrumum og tekur þátt í að flytja kólesteról inn í taugafrumur via LDL- viðtaka (Low Density Lipo-protein) þar sem það tekur þátt í myndun elliskella og taugatrefjaflækja.18,20 Þrátt fyrir að apolipoprotein e4 sé mikilvægur áhættuþáttur fyrir AS þá er hann hvorki nauðsynlegur fyrir þróun sjúkdómsins né sér- tækur fyrir hann.3’11 Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um hvaða þættir marki upphaf meingerðar AS, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem sjúkdómurinn gengur ekki í erfðir. Nefndir hafa verið til sögunnar þættir eins og bólgumiðlar, oxunarálag (frjálsir radikalar)21, kólesteról22 og blóðþrýstingur.23 Einnig hafa verið færð rök fyrir því að flokka eigi AS sem æðasjúkdóm og meðhöndla samkvæmt því, sökum þess hve margir þættir (t.d. æðakölkun og blóðflæði um heila) eru sameiginlegir æðavitglöpum (vascuiar dementia)?A Einnig stendur yfir víðtæk leit að áhættugenum þar sem einstök tilfelli stökkbreyt- inga eru talin orsaka aukna framleiðslu á A(3-peptíðum.25 Sú kenning um meingerð AS, sem flestar rannsóknir styðja, beinist að efnaskiptum APP og skemmandi áhrifum (3-amyloid þráðla (amyloid cascade theory). Kenningin verður þó ekki sönnuð fyrr en sýnt hefur verið fram á að þættir sem hemja framleiðslu á APP komi í veg fyrir birtingu sjúkdómsins.11 Meðferð Þau lyf sem notuð eru gegn AS í dag, asetýlkólínesterasa hemjarar (AchE-l) og NMDA-antagonistar, hafa einvörðungu áhrif á einkenni sjúkdómsins en ekki þróun meingerðar hans. Með nýrri þekkingu á meingerð sjúkdómsins hefur kraftur rannsókna beinst að því hvernig koma megi í veg fyrir sjúkdóminn eða a.m.k. tefja birtingu hans um nokkur ár og jafnvel áratugi. Um er að ræða rannsóknir á (1) almennum taugaverndandi miðlum s.s. andoxunarefnum og bólgueyðandi lyfjum (NSAID's) (2) lyfjum sem hafa áhrif á áhættuþætti (kólesteról og tíðahvörf) s.s. kólesteróllækkandi lyf og estrógen (3) sértækri lyfjaþróun sem beinist að efnaskiptum APP og skemmandi áhrifum A|3-þráðla. Mat á gagnsemi meðferðar Til þess að hægt sé að meta árangur meðferðar verða að vera til staðar greiningarskilyrði (criteria) fyrir sjúkdóminn og einhver mælikvarði á árangur hennar. Þar sem ekki er hægt að greina AS ákveðið fyrr en við krufningu, hafa verið þróuð greiningarskilyrði fyrir sjúkdóminn sem fela í sér klínískt mat á einkennum sjúklings (sjá Töflu I).26 Einnig eru að ryðja sér til rúms myndrænar aðferðir s.s. PET-scan (Positron Emission Tomatography) og MRI (Magnetic Resonance Imaging) til greiningar á sjúkdómnum. Saman eru þessar aðferðir taldar hafa allt að 90% forspárgildi í greiningu á AS.27 Margir kvarðar hafa verið smíðaðir til að meta árangur meðferðar. Alzheimer's DiseaseAssessmentScale, Cognitive Subscale (ADAS-cog) er 11 atriða kvarði á minni, áttun, athygli, rökhugsun, málnotkun og hreyfigetu sem matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mælir með að sé notaður í öllum klínískum rannsóknum á nýjum lyfjum gegn sjúkdómnum. Lyf telst einungis hafa góða verkun ef einstaklingar sem eru að nota lyfið sýna marktæka lækkun í skori á kvarðanum borið saman við þá sem taka lyfleysu. 26 MMSE (Mini Mental Status Examination) er annar kvarði sem hentugur til að meta alvarleika vitglapa og árangur meðferðar og er mikið notaður meðal heilbrigðisstarfsfólks. Lyf gegn Alzheimer - einkennameðferð Fjögur lyf eru á markaði í dag gegn AS. Þrjú þeirra eru AchE-hemjarar; donepezil (Aricepf'), riva-stigmín (Exelon®) og galantamín (Reminyl®ý12 og eitt er antagonisti á NMDA viðtaka; memantín (Ebixa®)28 52-Læknaneminn 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.