Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 61
gera umsækjanda kleyft að átta sig á prógramminu og því
samfélagi sem ætlunin er að búa í næstu árin. Mikið er lagt
upp úr að undirbúningur umsækjenda sé góður fyrir viðtölin,
því þó ekki sé spurt faglegra spurninga eru oft lagðar erfiðar
spurningar fyrir umsækjendur um þá sjálfa, s.s. hverjir eru
þínir helstu gallar?, hvað getur þú lagt af mörkum í okkar
prógrammi? hvaða tilfelli hefur haft mest áhrif á þig sem
lækni? o.s.frv. Gott er að fara yfir lista af helstu spurningum
sem lagðar eru fyrir umsækjendur áður en haldið er í viðtölin
svo svörin verði skipulögð og ákveðin. Lesið “First aid for the
Match’’X\\ að leita frekari upplýsinga.
Hvort sem sótt er um stöðu í gegnum hefðbundnar leiðir
eða ERAS er nauðsynlegt að skrá sig í “Matching” kerfið
(National Resident Matching Program, NRMP). Hægt
er að hringja eða skrifa til NRMP og biðja um að fá senda
“Handbook for independent applicants”. \ þessari handbók
er að finna umsóknareyðublað sem er fyllt út og síðan sent
til NRMP. Umsóknarfrestur rennur út í byrjun desember.
“Matching" kerfið er í stuttu máli þannig að eftir að viðtölum
er lokið raða prógrömm umsækjendum niður á lista eftir því
hverja þeir sækjast mest eftir að fá til sín. Umsækjendur
raða líka niður á lista þeim prógrömmum sem þeir vilja helst
komast í. Þessir listar eru síðan tölvukeyrðir þannig að sem
flestir verði ánægðir. Mikilvægt er að umsækjendur raði
prógrömmum niður eftir því hvert þá langar helst til að fara
en ekki eftir því hvar þeir telja Ifklegast að þeir komist inn.
“Matching" kerfið virkar nefnilega þannig að ef fleiri en eitt
prógramm vilja umsækjanda kemst hann inn í það prógramm
sem hann setti ofar á sinn lista. Pannig er reynt að tryggja
að menn komist á þá staði sem eru eftirsóknarverðastir. Um
miðjan mars rennur svo upp “Match-day", þá fást loksins
upplýsingar um hvar viðkomandi mun eyða næstu árum ævi
sinnar, en gott er að hafa í huga að niðurstöður úr “Matching”
eru bindandi og því eins gott að setja aðeins á listann sinn
prógrömm sem áhugi er fyrir að komast í. Ef umsækjandi
kemst hvergi að er hægt að reyna að komast inn í prógrömm
sem fylltust ekki, þ.e. fengu ekki nægilega marga góða
umsækjendur. Pað er hins vegar vont að treysta á þá von,
sérstaklega í fögum þar sem mikil samkeppni ríkir um stöður,
en þessi prógrömm fyllast nær öll í “Matching". Nokkrar
sérgreinar hafa sín eigin “Matching" kerfi sem nauðsynlegt er
að skrá sig í sérstaklega. Lista yfir þessar sérgreinar er m.a.
að finna á bls.2 í “First aid for the Match".
Þegar búið er að tryggja sér stöðu í prógrammi er skrifað
undir ráðningarsamning og byrjað að skipuleggja það mikla
fyrirtækisem búferlaflutningar milli heimsálfa eru. Útlendingar
í sérnámi í Bandaríkjunum fara venjulega inn á J-1 visa sem
er tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Þegar sérnámi
er lokið rennur atvinnuleyfið út og viðkomandi þarf að fara af
landi brott, en má sækja um fast dvalar- og atvinnuleyfi að 2
árum liðnum. Einnig er hægt að fara inn á H-1 B visa, sem er
“temporary worker visa". Til að geta farið inn á þessu visa
verður viðkomandi að hafa lokið step 3 af USMLE áður en
haldið er utan. Step 3 er sennilega léttasta USMLE prófið,
en þetta próf er einungis hægt að taka í Bandaríkjunum. Þeir
sem hafa hug á að verða áfram í Bandaríkjunum að sérnámi
loknu ættu alvarlega að íhuga að reyna að komast inn á
H-1B visa. Þegar komið er inn í landið á J-1 visa er erfitt
að komast hjá því að þurfa að fara úr landi eftir að sérnámi
lýkur. Það er hægt að fá stöðu á afskekktum (og óvinsælum)
stað í 3-5 ár í stað þess að fá varanlegt atvinnuleyfi. Einnig
býður prógrammið stundum upp á s.k. 0-1 visa, sem er gefið
fólki með “outstanding qualifications”. Eftir að búið er að
breyta yfir á 0-1 visa er svo hægt að fá varanlegt atvinnuleyfi
(green card) með aðstoð lögfræðings og slatta af peningum.
Flestir íslenskir læknar fara þó heim að sérnámi loknu. Að
lokum má nefna að það er sjálfsagt að taka þátt í hinu s.k.
“green card lottery", en þar eru dregin út nokkur atvinnuleyfi
á ári. Skráning er venjulega í október ár hvert. Til að afla
frekari upplýsinga um þetta lotto er best að hafa samband við
sendiráð Bandaríkjanna (s. 562-9100, www.usa.is).
Laun í sérnámi í Bandaríkjunum fara ekki eftir hversu mikið
er unnið, borguð eru föst laun og eru árslaun á fyrsta ári u.þ.b.
$ 35000, sem gerir um 170-180 þúsund krónur útborgað
á mánuði. Þessi upphæð hækkar nokkuð þegar líða tekur
á námið og á fjórða ári eru árslaunin um $45000. Sums
staðar er “moonlighting" leyft, þ.e. að vinna annars staðar
með náminu og eru þá oft ágætis laun í boði. Tækifæri til
aukavinnu hafa þó farið minnkandi til seinni ára. Einnig er
boðið upp á styrk til bókakaupa og námsferða. Þar sem
húsaleiga er dýr eins og í New York City (lítil hola á 100.000
kr á mánuði - kakkalakkar innifaldir) er hægt að fá niðurgreitt
húsnæði á vegum sjúkrahússins. Þessi laun bjóða ekki upp
á neitt lúxuslíf en þegar haft er í huga að mun ódýrara er að
lifa víðast hvar í Bandaríkjunum en á Islandi eru þessi kjör
alveg viðunandi. Ef farið er út með fjölskyldu og aðeins annar
aðilinn er í vinnu, er erfiðara að láta dæmið ganga upp og
betra að safna sér varasjóði áður en haldið er utan.
Eins og kemur fram í þessari grein er talverð fyrirhöfn
í því fólgin að sækja um sérnám í Bandaríkjunum. Það
er hins vegar reynsla höfundar að kerfið vinnur vel og er
skilvirkt. Mjög mikilvægt er að gefa sér góðan tíma og hefja
undirbúning snemma. í viðauka 1 eru settar upp mikilvægar
tímasetningar ef ætlunin er að hefja sérnám í Bandaríkjunum
2005. í viðauka 2 eru helstu heimilisföng og netföng sem
nauðsynleg eru í undirbúningsferlinu. Það er að mínu mati
mikilvægt fyrir íslenska heilbrigðiskerfið að hluti lækna sæki
sér menntun í Bandari'kjunum því með því er tryggð sú
fjölbreytni í menntun lækna sem einkennir heilbrigðiskerfið á
Islandi og er þess helsti kostur.
Frh. á næstu síðu.
61