Læknaneminn - 01.04.2004, Qupperneq 62
Viðauki 1 - Mikilvægartímasetningartil að hefja sérnám í Bandaríkjunum
árið 2005
Janúar - Mars 2004: Skrá sig í step 1 af USMLE prófinu (ef það hefur ekki þegar
verið tekið).
Mars - Júní 2004: Skrá sig í USMLE step 2 og enskuprófið. Kaupa bækur og
lesa fyrir step 1. Skoða prógrömm á internetinu. Panta sér Graduate Medical
Education Directory hjá ama (American Medical Association) eða
skoða upplýsingar um prógrömm á internetinu (FREIDA- online).
Júní 2004: Taka USMLE step 1.
Júlí 2004: Skrifa til vænlegra prógramma og biðja um upplýsingabæklinga og
umsóknareyðublöð. Huga að bókakaupum fyrir step 2.
Ágúst 2004: Lesa fyrir og taka step 2. Enskuprófið tekið samhliða step 2.
Bæklingar frá prógrömmum vonandi farnir að streyma inn um lúguna ! Biðja
þér hliðholla sérfræðinga að skrifa meðmælabréf. Skrifa til NRMP til að fá
“Handbook for independent applicants" Skrá sig í ERAS ef það á
við. Byrja á að skrifa Curriculum Vitae og Personal statement.
September - október 2004: Fullgera CV og PS. Fullgera umsóknir til prógramma
og NRMP og senda út (helst í september).
Nóvember 2004: Bíða með öndina í hálsinum eftir því að vera boðið í viðtöl. Huga
að undirbúningi viðtalsferðar, panta far, kaupa sér flott föt o.s.frv.
Desember 2004 - Janúar 2005: Fara út í viðtöl og vera “brilliant”. Reyna að
sameina í þessari ferð step 2 CS prófið. Huga að því að taka step 3 prófið fljótlega
eftir áramót ef við á (ef þú hefur áhuga á að reyna ad fá H-1B visa)
Febrúar 2005: Borga visareikning eftir viðtalsferð og yfirdrifin jólainnkaup. Senda
þakkarbréf til þeirra prógramma sem veittu þér viðtal (sleikjuháttur, en vel þess
virði).
Mars 2005: “Match day". Örlögin grípa ítaumana, nú veistu hvort þú kemst út
og hvar þú kemur til með að búa næstu árin. Skrifa undir ráðningarsamning.
AprO - Júní 2005: Undirbúningur búferlaflutninga.
Júní- Júlí 2005: Sérnámið hefst - loksins I!
Viðauki 2 - Mikilvæg póstföng og netföng:
1) Educational Commission for Foreign Medical Graduates (ECFMG)
3624 Market Street, 4th Floor
Philadelphia, Pennsylvania 19104-2685
USA
Netfang: http.//www.ecfmg.org
2) National Resident Matching Program (NRMP)
2501 M Street, NW, Suite 1
Washington, DC 20037-1307
USA
Netfang: http://www.nrmp.org
3) Association of American Medical Colleges (AAMC)
2450 N Street, NW
Washington, DC 20037
USA
Netfang: http://www.aamc.org
Hér er m.a. að finna upplýsingar um ERAS og margt fleira gagnlegt.
4) FREIDA - online : http://www.ama-assn.org/ama/pub/category/2997.html
Upplýsingar um öll prógrömm í öllum sérgreinum.
5) American Medical Association (AMA)
Netfang: http://www.ama-assn.org.
6) Menntastofnun íslands og Bandaríkjanna
www.fulbright.is
7) ERAS; http://www.aamc.org/audienceeras.htm
8) Gott er að skoða heimasíður prógramma með hjálp leitarvéla, td. er hægt að
fara inn á http://www.yahoo.com, velja health;medicine og svo þá sérgrein sem
óskað er eftir. Síðan er klikkað á institutes og þá koma upp heimasíður þeirra
prógramma sem eru inni á viðkomandi leitarvél.
62 - Læknaneminn 2004