Læknaneminn - 01.04.2004, Side 65

Læknaneminn - 01.04.2004, Side 65
með galla í geninu sem tjáir 21 hydroxylasa. CAH erfist víkandi og hefur ýmsar birtingarmyndir allt frá því að geta valdið dauða á fyrstu dögum eftir fæðingu í vægari form. Nýgengi sjúkdómsins í flestum löndum Evrópu er 1:10.000 - 1:15.000 af lifandi fæðingum. Markmið rannsóknarinnar er að kanna algengi / útbreiðslu sjúkdómsins á Islandi og erfðafræðilegar orsakir hans. Ennfremur að kanna meðferðarform, afdrif sjúklinga og fylgikvilla sjúkdómsins eða meðferðar. Efniviður og aðferðir: Að fengnum leyfum voru sjúkraskrár kannaðar á sjúkrahúsum í Reykjavík og Akureyri. Upplýsingar voru fengnar frá öllum sérfræðingum í innkirtlafræðum og í viðtölum við sjúklinga eða foreldra. Áreiðanleiki var kannaður með útskrift af 17 -OH Progesteron mælingum síðustu 3 ára. Pátttakendum var sent bréf til kynningar. Pátttöku samþykktu 95% sjúklinga. Blóðsýnum til erfðarannsóknar var safnað frá þáttakendum. Niðurstöður: Greining var staðfest hjá 39 einstaklingum, 23 konum og 16 körlum. Algengi 1. des. 2002 var 12,8:100.000. Á tímabilinu fæddust 26 einstaklingar með CAH (12 stúlkur, 14 drengir). Nýgengi sjúkdómsins er því 1:6005 lifandi fæddum. Salttapandi formið (ST) greindist hjá 13 (nýgengi 1:12009) sem er 33,3% sjúklinga. Tvö ungbörn hafa látist. Enginn íslendingur fannst með salttapandi formið eldri en 33 ára. Alls hafa 26 lokið hæðarvexti, Meðal SDS ( standard deviation score) fyrir hæð var -1,4 ± 1,1 SD. Meðal BMI (body mass index) var 29,5 ± 8,0 SD. Tíu hafa eignast barn (38,5%) Ályktun: CAH er algengara á íslandi (1:6005) en í nágrannalöndum og marktækt hærra en í Svíþjóð (1:9800) p<0.003. Dreifing kynja er jöfn. Salttapandi formið fannst hjá 33,3% íslendinga með CAH ( Svíþjóð 85%, Finnland 50%). Veruleg vaxtarskerðing og ofþyngd fannst hjá fullvöxnum sjúklingum sem trúlega er bæði afleiðing sjúkdómsins og meðferðar. Rannsókn á erfðaþáttum stendur nú yfir. Kembileit hjá nýburum er fyrirhuguð á Islandi sem mun auka öryggi og bæta horfur barna með CAH. Lykilorð: Congenital adrenal hyperplasia, erfðaþættir, nýgengi, algengi, barksterar D vítamínbúskapur íslendinga Örvar Gunnarssonl), Ólafur Skúli lndriðason2), Leifur Franzson2)) og Gunnar Sigurðsson2) 1) Læknadeild Hl 2) Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi Inngangur: D vítamínbúskapur er háður fæðuinntöku og framleiðslu í húð fyrir tilstilli sólarljóss. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna D vítamínbúskap íslendinga. Efniviður og aðferðir: Notast var við gögn úr þversniðsrannsókn á kalk- og beinabúskap sem stóð frá febrúar 2001 til janúar 2003. Þátttakendur á aldrinum 30-85 ára voru fengnir með slembiúrtakiafhöfuðborgarsvæðinu.Peirsvöruðuspurningalista varðandi heilsufar og lyfjanotkun og blóðprufur voru teknar. Mælt var í sermi m.a. 25(OH)D, og kalkkirtilshormón (PTH). Við könnuðum mun 25(OH)D styrks eftir bætiefnainntöku, árstíma og milli aldursflokka (30-45 ára, 50-65 ára og 70-85 ára). D vítamín skortur var skilgreindur á tvo vegu: <25 nmól/ L (hefðbundið) og sem sá styrkur 25(OH)D í sermi þar sem neikvæð fylgni 25(OH)D og PTH varð tölfræðilega marktæk. Niðurstöður: Af 2640 manna úrtaki komu 1630 til mælinga. Þar af var 21 einstaklingur útilokaður vegna kalkvakaóhófs. Meðalstyrkur 25(OH)D var 46,5±20,0 nmól/L án marktæks kynjamunar og náði hámarki íjúní-júlí, 52,1 ±19,8 en lágmarki í feb-mar, 42,0±20,5 (p<0,001). 25(OH)D mældist 38,0±18,9 hjá þeim sem tóku ekki bætiefni (n=595), 45,4± 19,7 hjá þeim sem tóku bætiefni önnur en lýsi (n=228) og 53,4± 18,4 hjá þeim sem tóku lýsi með/án annarra bætiefna (n=785) (p<0,001). Marktæk hækkun var á styrk 25(OH)D og PTH eftir aldri (p<0,001). D vítamín skortur kom fram við 45 nmól/ L ef tekið var mið af PTH hækkun og var það svipað fyrir alla aldurshópa. 50% einstaklinga voru undirþeim mörkum. 14,5% voru með 25(OH)D gildi fyrir neðan 25 nmól/L. Ályktun: Samband 25(OH)D og PTH er svipað fyrir alla aldurshópa ólíkt því sem áður var talið. Stór hluti Islendinga er með of lág 25(OH)D gildi einkum yfir vetrartímann. Mikilvægt er að auka D vftamín innihald matvæla til að stuðla að betri beinheilsu Islendinga þar sem nægilegs sólarljóss til D vítamín framleiðslu gætir aðeins hluta ársins. Lykilorð: D vítamín, 25(OH)D, PTH, árstíðasveiflur. Faraldsfræði lekanda á íslandi á árunum 1962-1988 Elías Þ. Guðbrandssonl, Ingibjörg Hilmarsdóttirl ,2, Jón Hjaltalín Ólafsson1,2, Guðrún Sigmundsdóttir 2,3, Ólafur Steingrímsson1,2 1 Læknadeild Háskóla fslands, 2Landspítalí Háskólasjúkrahús, 3Landlæknisembætti Islands Inngangur: Tíðni á lekanda, sem orsakast af Neisseria gonorrhoeae smiti, hefur verið í lágmarki síðastliðinn áratug og nýgengið verið um 2/105 íbúa á ári samkvæmt heilbrigðisskýrslum landlæknisembættisins, Tilgangur verkefnisins er að gefa í fyrsta sinn heildrænt yfirlit yfir þróun lekanda á íslandi. Efni og aðferðir: Verkefnið byggðist á aftruvirkri leit í gögnum Sýklafræðideildar Landspítala háskólasjúkrahúss á tímabilinu 1962 -1988. Greining taldist örugg ef ræktun var jákvæð; gram neikvæðir innanfrumu-diplókokkar nægði til öruggrar greiningar hjá karlmönnum. Niðurstöður: Lekandi greindist hjá 4821 einstakling; voru flestar greiningar árið 1979, alls 404. Meðalaldur sjúklinga var 23,7 ár og miðtala 22 (0-79). Konur voru 1626 (33,7%), karlar 2919 (60,5%) og kyn óþekkt í 276 tilfellum (5,7%). Meðalaldur kvenna var 22,2 ár (0-74), karla 24,4 ár (0-79) og 65

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.