Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 66

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 66
í óþekktum tilvikum 24,5 ár (0-64). Einstaklingar yngri en 16 ára voru 84, stúlkur 59, drengir 19 og kyn óþekkt hjá 6. Jákvæð sýni voru flestfrá Reykjavík, 4438 (92,1 %) aðallegafrá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, alls 3221 (72,6%). Frá Reykjanesi komu 120 (2,4%) og Vesturlandi 60 (1,2 %). Penisillín ónæmar lekandabakteríur greindust hjá 36 einstaklingum. Umræður: Nýgengi lekanda á íslandi var um 25/105 íbúa á ári sjöunda áratuginn, fór síðan hratt vaxandi á áttunda áratugnum og náði hámarki 1979. Þá var nýgengið um 178/105 íbúa á ári, sem er um 90 fallt nýgengi lekanda síðustu fimm ár. Próun lekanda á Islandi hefur að mestu fylgt hinum Vesturlöndunum undanfarna áratugi. Penisillín ónæmi greindist fyrst hér um svipað leiti og í Evrópu. Lykilorð: Faraldsfræði, lekandi, Island Þróun á meðferð góðkynja stækkunar hvekks á íslandi - lyfjameðferð aðgerðir og kostnaður Jens Kristján Guðmundsson Leiðbeinendur: Sigmar Jack, Helgi J. Isaksson, Guðmundur Geirsson. Inngangur: Góðkynja stækkun hvekks (benign prostatic hyperplasia, BPH) er vaxandi, aldurstengt vandamál og hefur oft talsverð áhrif á lífsgæði. Síðasta áratug hefur brottnámsaðgerðum á hvekk um þvagrás (transurethral resection of the prostate, TURP) fækkað mikið. Lyfjameðferð hefur hins vegar aukist verulega. Rannsóknin er framhald og viðbót við fyrri rannsókn. Eins og áður var sjónum beint að breytingum á meðferð BPH á íslandi m.t.t. meðferðarforms og kostnaðar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til fjölda TURP aðgerða sem gerðar voru vegna BPH árin 2001-2002. Upplýsingar um fjölda sjúklinga fengust frá sjúkrahúsunum LSH, FSA, SHAog Rannsóknarstofu Háskólans í Meinafræði. Staðreyndir um lyfjanotkun voru fengnar frá Lyfjastofnun. Útreiknaður kostnaður fékkst samkvæmt DRG (diagnosis related group) flokkun. Farið var yfir sjúkraskrár allra sem fóru í TURP á LSH á fyrrnefndu tímabili vegna BPH. Skráðar voru ábendingar, fyrri lyfjameðferð, fylgikvillar, legudagar, magn vefs, fjöldi enduraðgerða o.fl. Niðurstöður: Á tímabilinu voru árlega gerðar um 190 skurðaðgerðir vegna BPH og hefur þeim farið stöðugt fækkandi á síðastliðnum áratug. Langflestar voru hefðbundnar TURP aðgerðir (91%). Um tvö þúsund ársskammtar lyfja vegna BPH hafa verið skrifaðir út á ári að andvirði 100 NuvaRing, leggangahringur, G03AA. Samsetning: Hver skeiðarhringur inni- heldur 11,7 mg af etónógestreli og og 2,7 mg af etinýlestradíóli. Ábending: Getnaðarvörn. Öryggi og verkun hefur verið staðfest hjá konum á aldrinum 18 til 40 ára. Skammtar og lyfjagjöf: Konan getur sjálf komið hringnum fyrir í leggöngum. Þegar hringnum hefur verið komið fyrir skal hann hafður í leggöngum samfellt í 3 vikur. NuvaRing á að fjarlægja eftir 3 vikna notkun á sama vikudegi og ísetning hringsins fór fram. Eftir vikulangt hlé er nýr hringur settur í leggöng. I 3 vikur losna daglega að meðaltali 0,120 mg af etónóge- streli og 0,015 mg af etinýlestradíóli úr hringnum. Frábendingar: Segamyndun eða saga um segamyndun í bláæðum með eða án lungna- blóðreks. Segamyndun eða saga um segamyndun í slagæðum eða fyrirboði um segamyndun. Þekkt tilhneiging til segamyndunar í bláæðum eða slagæðum með eða án erfðaþátta. Sykursýki með fylgikvillum i æðum. Alvarlegir áhættuþættir, einn eða fleiri, fyrir segamyndun í bláæðum eða slagæðum. Alvarlegur lifrarsjúkdómur eða saga um slikt hafi niðurstöður úr lifrarprófum ekki orðið eðlilegar aftur. Lifraræxli (góðkynja eða illkynja) eða saga um slíkt. Illkynja hormónaháð æxli í kynfærum eða brjóstum eða grunur um slíkt. Blæðingarfrá leggöngum af óþekktum orsökum. Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefna NuvaRing. Varnaðarorð og varúðar- reglur: Ef eitthvert eftirtalins ástands/áhættuþátta er fyrir hendi skal meta kosti notkunar NuvaRing gegn hugsanlegri áhættu í hverju tilviki fyrir sig. Æðasjúkdómar: Notkun samsettra getnaðarvarnataflna hefur verið tengd aukinni hættu á segamyndun í bláæðum (segamyndun ( djúpum bláæðum og lungnablóðreki) og segamyndun I slagæðum og tengdum fylgikvillum. Aðrir sjúkdómar sem hafa verið tengdir æðasjúkdómum eru sykursýki, rauðir úlfar, blóðlýsuþvageitrunarheilkenni (hemolytic uraemic syndrome), langvinnur bólgusjúkdómur í þörmum (t.d. Crohns sjúkdómur eða sáraristil- bólga). Aukin tíðni mígrenikasta svo og ef þau verða verri getur verið fyrir- boði heilablóðfalls. Æxli: Aukinni hætta er á krabbameini í leghálsi hjá konum við langtímanotkun samsettra getnaðarvarnataflna og örlítið aukin hætta á greiningu brjóstakrabbameins. Einstaka sinnum hefur verið greint frá góðkynja lifraræxlum og enn sjaldnar illkynja lifraræxlum hjá þeim sem nota samsettar getnaðarvarnatöflur. Aðrir sjúkdómar: Konur með hátt þríglýserið í blóði eða fjölskyldusögu um slikt geta verið í aukinni hættu á að fá brisbólgu þegar þær nota hormónagetnaðarvörn. Þótt greint hafa verið frá lítils háttar blóðþrýstingshækkun hjá mörgum konum, sem nota hormónagetnaðarvörn, hefur ekki verið sýnt fram á samhengi milli notkunar hormónagetnaðarvarnar og háþrýstings sem hefur kliníska þýðingu. Bráðar eða langvinnar truflanir á lifrarstarfsemi geta gert það að verkum að nauðsynlegt reyndist að hætta notkun NuvaRing þar til lifrargildin eru komin í eðlilegt horf. Fylgjast þarf vel með sykursýkissjúklingum meðan á notkun NuvaRing stendur, einkum á fyrstu mánuðum notkunar. Versnun á Crohns sjúkdómi og sáraristilbólgu hefur sést í tengslum við notkun hormónagetnaðarvarna. Þungunarfrekna (chloasma gravidarum) hefur stöku sinnum orðið vart, einkum hjá konum með sögu um slíkt á meðgöngu. Legsig, blöðrusig og/eða endaþarmssig, alvarleg eða langvinn hægðategða geta gert notkun NuvaRing erfiða eða ómögulega. Milliverkanir: Lyf sem hvetja frymisagnarensím (microsomal enzymes) geta leitt til aukinnar úthreinsunar kynhormóna (t.d. fenýtóín, fenóbarbital, prímidón, karbamazepín, rífampictn og hugsanlega einnig oxkarbazepín, tópíramat, felbamat, ritónavír, gríseófúlvín og vörur sem innihalda Jóhannesarjurt). Dregið getur úr hringrás östrógens um lifur og þarma þegar ákveðin sýklalyf eru gefin samtímis og getur það leitt til lækkunar á þéttni etinýlestradíóls (t.d. penicillín, tetracýklín). Milliverkanir hormónagetnaðarvarnalyfja og annarra lyfja geta leitttil milliblæðinga og/eða að getnaðarvörn bregðist. Meðganga og brjóstagjöf: NuvaRing á ekki að nota á meðgöngu. Aukaverkanir: Algengar: Þrymlabólur, höfuðverkur og mígreni, geðlægð, tilfinningalegt ójafnvægi, minnkuð kynhvöt, kviðverkir, ógleði, þyngdaraukning, kviðverkir (tengdir kynfærum), verkur í brjóstum, auka- verkanir tengdar lyfjaforminu, tíðaþrautir, útferð, óþægindi í leggöngum og leggangaþroti. Kynfæri karla: Aukaverkanir tengdar lyfjaforminu (t.d. óþægindi við samfarir). Ofskömmtun: Ekki hefur verið greint frá alvarlegum skaðlegum verkunum við ofskömmtun hormónagetnaðarvarna. Einkenni sem geta komið fram í þeim tilvikum eru ógleði, uppköst og smávægilegar blæðingar frá leggöngum hjá ungum stúlkum. Útlit: NuvaRing er sveigjan- legur, gegnsær hringur, 54 mm í þvermál og með 4 mm þversniði. Pakkningar og verð: 1. nóv. 2002, 1 hringur: 1.916 kr, 3 hringir: 4.644 kr. Afgreiðslutilhögun: Lyfið er lyfseðilsskylt. Greiðslufyrirkomulag: Ekki greitt af TR. Sérlyfjaskrártextinn er verulega styttur. Texta í fullri lengd er hægt að nálgast á heimasíðu Lyfjastofnunar eða hjá PharmaNor hf, Hörgatúni 2, 212 Garðabæ. Umboð á íslandi: PharmaNor hf • Hörgatúni 2 • 212 Garðabæ • Sími 535 7000 • Fax: 535 7188 • Tölvupóstfang: oraanon@nharmanor.is Heimildir: 1. Timmer CJ, Mulders TMT. Pharmacokinetics of Etonogestrel and Ethinylestradiol Released from a Combined Contraceptive Vaginal Ring. Clin. Pharmacokinet 2000;39:233-242. 2. Roumen FJME, Apter D, Mulders TMT, Dieben TOM. Efficacy, tole- rability and acceptability of a novel contraceptive vaginal ring rele- asing etonogestrel and ethinyl estradiol. Hum. Reprod. 2001;16:469-475.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.