Læknaneminn - 01.04.2004, Side 68

Læknaneminn - 01.04.2004, Side 68
mílljóna króna. Kostnaður aðgerða er áætlaður 49 milljónir króna á ári. Lyfjanotkun eykst á sama tíma og aðgerðum fækkar en heildarkostnaður við meðferð á BPH virðist vera að lækka. Ábendingar aðgerða hafa breyst marktækt frá því fyrir rúmum áratug. Meðalaldur, magn vefs, fylgikvillar og dánartíðni voru sambærilegir við aðrar rannsóknir. Ályktanir: Fjöldi aðgerða hefur minnkað síðasta áratug en lyfjanotkun fer vaxandi. Meirihluti þeirra sem fara í aðgerðir hafa áður reynt lyfjameðferð og hafa algera ábendingu fyrir aðgerð. Því má gera ráð fyrir því að lyfjameðferð hafi áhrif bæði á fjölda aðgerða og ábendingar þeirra. Lykilorð: góðkynja stækkun hvekks, kostnaður, lyfjameðferð, brottnám hvekks um þvagrás Taugameinafræði á fyrri stigum Alzheimersjúkdómsins Kristján Tómas Árnason. Leiðbeinandi: Dr. John H. Morrison. Kastor Neurobiology of Aging Laboratories, Mount Sinai School of Medecine, New York City. Inngangur: Itarlegar og aðkallandi rannsóknir hafa leitt í Ijós að Alzheimersjúkdómnum virðist oftast fylgja skellumyndun kringum taugar, dauði taugafrumna og hrörnun á taugamótum. Þessi sjúkdómsferli eru aðallega tengd ákveðnum svæðum heilans, fyrst og fremst þeim er hafa með minni að gera. Það er þó enn nokkuð óljóst hvernig þessar breytingar verða og í hvaða röð. Hér hefur verið reynt að mynda taugar á þeim svæðum mannsheilans sem talið er að helst séu útsett fyrir sjúkdómnum og kannað hvort hægt sé að nota þessar myndir til að greina hvers kyns hinar byggingarfræðilegu breytingar eru. Efni og aðferðir: Notast var við post-mortem sýni frá einstaklingum með mislangt genginn Alzheimersjúkdóm. Aðallega var unnið með svæði 9 í prefrontal cortex, en einnig voru svæði innan hippocampus rannsökuð. Flúorlýsandi litarefni var skotið inn íþunnarvefjasneiðar. Þessi litarefni hafa sækni í ákveðin prótein á himnu taugafruma, Þannig var hægf að skoða taugarnar undir Ijóssmásjá og mynda þær með þar til gerðum hugbúnaði. Var með þessu vonast eftir að hægt væri að ná það góðum myndum af taugum að einstakir broddar (spines) sæust, og hægt væri að telja þá, en einnig að fylgjast með ýmsum öðrum formrænum breytingum. Niðurstöður: Fjölmargar myndir náðust af taugum sem virðast það góðar að hægt sé að beita þessari aðferð til frekari rannsókna á þeim meinefnafræðilegu ferlum sem valda þróun sjúkdómsins. Rannsókn stendurenn og eru frekari niðurstöður væntanlegar. Ályktun: Þessar niðurstöður gefa það til kynna að hægt verði að gera tölfræðilegar rannsóknir á því hvernig hrörnun á broddum, skellumyndanir og aðrar formrænar breytingar koma inn í sjúkdómsferli Alzheimersjúkdómsins og hversu markvert slíkar breytingar fylgja versnandi einkennum hans. Lykilorð:Alzheimersjúkdómur,PrefrontalCortex,Hippocampus, neurofibrillary tangles, senile plaques, neuronal dendrites, spine morphology, tau protein, gene gun, DiOlistic labeling, confocal light scanning microscope. Vistunarmat aldraðra í 10 ár Oddur lngimarsson1,3, Thor Aspelund2, Pálmi V. Jónsson1,3,4 1 Læknadeild Háskóla íslands , 2Hjartavernd 3Rannsóknarstofu Háskóla Islands og Landspítala Háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum 4Öldrunarsviðí Landspítala Landakotí Tilgangur: Vistunarmat aldraðra er staðlað mat sem allir þeir sem óska varanlegrar vistunar á stofnun fyrir aldraða á Islandi þurfa að undirgangast. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa þeim öldruðu sem óskuðu eftir varanlegri vistun á stofnun á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri á 10 ára tímabili, biðtíma þeirra og inntöku á stofnanir. Þá eru skoðaðir sérstaklega þeir þættir vistunarmatsins sem spá fyrir um lifun. Efniviður og aðferðir: Allar umsóknir um vistunarmat aldraðra eru færðar inn í gagnabanka sem er varðveittur hjá SKÝRR hf. Fengnar voru upplýsingar úr þeim gagnabanka um alla sem bjuggu á tilgreindu svæði og gengust undir sitt fyrsta vistunarmat á tímabilinu 1. janúar 1992 til 31. desember 2001 ásamt upplýsingum um lifun úr þjóðskrá. Samtals voru þetta 5536 einstaklingar. Notast var við tölfræðiforritið SPSS_ við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöður: Meðalaldurkarla,semvoruvistaðiráhjúkrunarheimili í Reykjavík, var 82,7 ár _ 0,5 en hjá konum var hann 84,4 ár _ 0,4. Munurinn á meðalaldrinum er marktækur, p<0,01. Karlar voru um þriðjungur vistaðra. Meðalbiðtími vistaðra frá fyrsta mati í hjúkrunarþörf í Reykjavík var 219 _ 20 dagar hjá körlum og 290 _ 22 dagar hjá konum. Munurinn á meðalbiðtíma er marktækur, p<0,01. Af þeim sem biðu vistunar í Reykjavík létust 22% karla og 14% kvenna á fyrsta árinu án þess að til vistunar kæmi. Karlar lifðu að meðaltali í 2,5 _ 0,2 ár á hjúkrunarheimilum í Reykjavík en konur 3,1 _ 0,2 ár. Munurinn á meðallifun er marktækur, p<0,01. Þeir þættir sem spáðu marktækt fyrir um lifun hjá körlum í Reykjavík voru: aldur, hreyfigeta og hæfni til að matast. Hjá konum voru spáþættirnir aldur og hreyfigeta. Umræður: Það er hagur allra að aldraðir geti dvalið sem lengst heima hjá sér en þegar þörf hefur myndast fyrir varanlega vistun væri réttmætt að forgangsraða þannig að þeir sem skemmst eiga ólifað samkvæmt spáþáttum lifunar fengju úthlutað vistrými fyrst. Lykilorð: Vistunarmat aldraðra, lifun, hjúkrunarheimilí. 68-Læknaneminn 2004

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.