Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 76

Læknaneminn - 01.04.2004, Blaðsíða 76
innköllun í rannsóknina. I dag er markmið rannsóknarinnar tvíþætt. Annars vegar verður tíðni ofnæmissjúkdóma hjá 15 ára gömlum börnum athuguð. Hins vegar verða niðurstöður þessa hóps bornar saman við fyrri rannsóknir til að meta breytingar á tíðni sjúkdómanna í rannsóknarþýðinu. Efniviður og aóferðir: Upphaflega voru 179 börn skoðuð við 18-23 mánaða aldur, af þeim var 161 endurmetið fjögurra ára og 134 við átta ára aldur. Sjúkdómarnir astmi, exem, ofnæmiskvef og fæðuofnæmi voru greindir með stöðluðum spurningum, skoðun og húðprófum. 122 15 ára unglingar hafa verið kallaðir inn. Astmi, exem og ofnæmiskvef eru greind með stöðluðum spurningum, skoðun og húðprófum. Niðurstöður: Reynt verður að átta sig á þróun sjúkdómanna með aldri. Einnig skoðuð tengsl ofnæmissjúkdóma innbyrðis, við fjölskyldusögu og jákvæð húðpróf. Lykilorð: Asmi, ofnæmiskvef, exem, börn, ofnæmi. Áhrif breyttra reykingavenja á áhættu einstaklinga Höfundur: Agnar Bjarnasonl Leiðbeinendur: Gunnar Sigurðssonl, 2, Nikulás Sigfússon2, Helgi Sigvaldason2. Thor Aspelund2 og Vilmundur Guðnasonl, 2 ILæknadeild Háskóla íslands, 2Rannsóknarstöð Hjartaverndar Notkun tíðahvarfahormóna meðal íslenskra kvenna árin 1996-2001 Inngangur: Sannað er að reykingar eru skaðlegar heilsunni og skerða ævilengd, en óljósara er hvaða áhrif breytingar á reykingavenjum hafa á áhættu og áhættumat reykinga. Við áhættumat eru reykingavenjur einstaklinga oft kannaðar við ákveðinn tímapunkt og þeim fylgt eftir með tilliti til margvíslegra endapunkta, td. greiningu krabbameina, hjartasjúkdóma eða dauða. Þessi aðferð getur þó “þynnt’’ eða vanmetið áhrif reykinga því einstaklingar geta breytt reykingavenjum sínum eftir frumathugun. Efni og aðferðir: Efniviður fékkst úr rannsóknargögnum B- hóps Reykjavíkurrannsóknar Hjartaverndar. Tók rannsóknin til einstaklinga búsettra í Reykjavík og nágrannabyggðum 1966 sem fæddir voru 1907-1935. Þátttakendum var boðin koma 4-6 sinnum 1967-1996 og reykingavenjur kannaðar við hverja komu. Þátttakendum var fylgt eftir til dauðadags eða ársloka 2001, að meðaltali 25 ár. Reykingasaga hópsins var könnuð við frumathugun og aftur a.m.k. átta árum síðar og hópurinn sem enn reykti (síreykingamenn) var borinn saman við upprunalega reykingahópinn. Lífslíkur voru metnar með Kaplan-Meier aðferð og hópar bornir saman með Cox- aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Áhætta síreykingamanna var marktækt aukin miðað við hina hópana, þ.e. hættir og aldrei reykt. Áhætta allra þeirra sem hættu var nánast sama og þeirra sem aldrei höfðu reykt. Hætta á dauða af öllum orsökum reyndist 57% meiri fyrir karla en 28% meiri fyrir konur reyktu þau enn a.m.k. 8 árum eftir frumathugun samanborið við allan reykingahópinn (innifelur einnig þá sem hættu reykingum eftir fyrstu athugun). Ályktun: Staðfestar áframhaldandi reykingar einstaklínga í B-hópi Reykjavíkurrannsóknar Hjartaverndar benda til að áhætta síreykingamanna hvað varðar dauða af öllum orsökum hafi verið vanmetin um 28-57% ef byggt er á einu svari. Aukin áhætta reykingafólks hverfur við að hætta reykingum. Lykilorð: Reykingar, áhættumat Notkun tíðahvarfahormóna meðal íslenskra kvenna árin 1996-2001 Höfundur: Brynja Ármannsdóttir Leiðbeinendur: Laufey Tryggvadóttirl, Jón Gunnlaugur Jónassonl, 3, Elínborg J. Ólafsdóttirl og Jens A. Guðmundsson2 1 Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags fslands, 2Landspítali háskólasjúkrahús, 3Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun tíðahvarfahormóna árin 1996-2001 og bera saman við sambærilega rannsókn yfir árin 1979-1995. Athugaðar voru breytingar á hlutfalli kvenna sem notar hormón, hlutfalli samsettra hormóna miðað við estrógen eingöngu, hlutfalli kvenna sem tekur hormón í langan tíma og athuguð tengsl hormónanotkunar og reykinga. Gerð var forkönnun á sambandi hormónanotkunar og brjóstakrabbameins. Efni og aðferðir: Notuð voru gögn Heilsusögubanka Leitarstöðvar Krabbameinsfélags íslands, þar eru skráðar upplýsingar frá konum sem koma í krabbameinsleit. Á árunum 1996-2001 svöruðu 16.649 konur (40-69 ára) spurningum varðandi tíðahvarfahormónanotkun. Niðurstöður: Notkun jókst á tímabilinu og einnig var aukning miðað við árin 1979-1995. Notkun var meiri í yngri aldurshópum, 68% kvenna fæddar 1941-45 höfðu notað hormón en 42% kvenna fæddar 1931-35. Notkun við komu var algengust á aldrinum 52 til 53 ára, eða 57%. Hutfall kvenna á aldrinum 50 tíl 55 ára sem notuðu hormón við komu (-50%) stóð í stað yfir tímabilið. Yngri konur nota samsetta kaflaskipta meðferð frekar en estrógen eingöngu eða samsetta samfellda hormónameðferð. Árin 1996-98 höfðu 49% kvenna notað hormón lengur en 5 ár, en 67% árin 1999- 2001. Konur sem notuðu tíðahvarfahormón reyktu frekar en aðrar konur. Forkönnun á tengslum hormónanotkunar og 76 -L. æknaneminn 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.