Læknaneminn - 01.04.2004, Page 78
Lifrarbólga af völdum lifrarbólguveira B og C meðal
innflytjenda á íslandi 2000-2002
Guðrún Jónsdóttir
Leiðbeinendur: Sigurður Ólafsson, Haraldur Briem, Þorsteinn Blöndal
Inngangur: Lifrarbólga B og C er vaxandi heilsufarsvandamál í
heiminum í dag. Algengi er mjög mismunandi eftir landsvæðum,
Á íslandi hefur nýgengi lifrarbólgu aukist á síðustu árum svo og
fjöldi innflytjenda. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
faraldsfræði lifrarbólgu B og C meðal innflytjenda á Islandi.
Efniviður og aóferðir: Farið var yfir móttökuskrár
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 2000-2002, en þangað
leita innflytjendur frá löndum utan EES sem þurfa að fá
heilbrigðisvottorð. Smituðum einstaklingum ervísað ífrekaramat
og eftirlit á göngudeild smitsjúkdóma og voru sjúkraskrár þeirra
athugaðar þar. Einnig var farið yfir móttökuskrár göngudeildar
barnadeildar 2000-2002 en þangað fara börn innflytjenda
í heilbrigðisskoðun. Hjá embætti sóttvarnarlæknis voru
tikynningar um veirulifrarbólgu á íslandi kannaðar en lifrarbólga
er tilkynningarskyldur sjúkdómur. Frá Útlendingastofnun
fengust tölur um fjölda útgefinna dvalarleyfa, Gögnum var
safnað í Spss forrit og lýsandi tölfræði notuð við úrvinnsluna.
Niðurstöður: Rannsóknin tekur til u.þ.b. 70% innflytjenda
frá löndum utan EES sem fengu dvalarleyfi á tímabilinu.
Blóðsýni hafði verið tekið úr 2946 einstaklingum. Greindust
83 (2,8%) með lifrarbólgu B og 24 (0,8%) með lifrarbólgu C.
Hæst var algengi lifrarbólgu B meðal innflytjenda frá Afríku
11/191 (5,8%; 95% Cl: 2,9-10,1%) og lifrarbólgu C meðal
innflytjenda frá Austur-Evrópu 16/1502 (1,1%; 95% Cl: 0,6-
1,7%). 482 (16,4%) reyndust hafa merki um fyrri lifrarbólgu
B sýkingu. Lifarbólgu B tilfelli rannsóknarþýðisins eru 57,2%
af tilkynntum tilfellum á þessu árabili á Islandi og lifrarbólgu C
tilfellin 10,6%.
Ályktanir: 1) Ljóst er að stór hluti lifrarbólgu B smitaðra á
Islandi eru innflytjendur. 2) Lifrarbólga B er mun algengari
en lifrarbólga C meðal innflytjenda. 3) Algengi lífrarbólgu B
réttlætir áframhaldandi skimun meðal innflytjenda.
Lykilorð: Lifrarbólga B, lifrarbólga C, innflytjendur,
faraldsfræði.
78 - Læknaneminn 2004