Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 78

Læknaneminn - 01.04.2004, Síða 78
Lifrarbólga af völdum lifrarbólguveira B og C meðal innflytjenda á íslandi 2000-2002 Guðrún Jónsdóttir Leiðbeinendur: Sigurður Ólafsson, Haraldur Briem, Þorsteinn Blöndal Inngangur: Lifrarbólga B og C er vaxandi heilsufarsvandamál í heiminum í dag. Algengi er mjög mismunandi eftir landsvæðum, Á íslandi hefur nýgengi lifrarbólgu aukist á síðustu árum svo og fjöldi innflytjenda. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði lifrarbólgu B og C meðal innflytjenda á Islandi. Efniviður og aóferðir: Farið var yfir móttökuskrár Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur 2000-2002, en þangað leita innflytjendur frá löndum utan EES sem þurfa að fá heilbrigðisvottorð. Smituðum einstaklingum ervísað ífrekaramat og eftirlit á göngudeild smitsjúkdóma og voru sjúkraskrár þeirra athugaðar þar. Einnig var farið yfir móttökuskrár göngudeildar barnadeildar 2000-2002 en þangað fara börn innflytjenda í heilbrigðisskoðun. Hjá embætti sóttvarnarlæknis voru tikynningar um veirulifrarbólgu á íslandi kannaðar en lifrarbólga er tilkynningarskyldur sjúkdómur. Frá Útlendingastofnun fengust tölur um fjölda útgefinna dvalarleyfa, Gögnum var safnað í Spss forrit og lýsandi tölfræði notuð við úrvinnsluna. Niðurstöður: Rannsóknin tekur til u.þ.b. 70% innflytjenda frá löndum utan EES sem fengu dvalarleyfi á tímabilinu. Blóðsýni hafði verið tekið úr 2946 einstaklingum. Greindust 83 (2,8%) með lifrarbólgu B og 24 (0,8%) með lifrarbólgu C. Hæst var algengi lifrarbólgu B meðal innflytjenda frá Afríku 11/191 (5,8%; 95% Cl: 2,9-10,1%) og lifrarbólgu C meðal innflytjenda frá Austur-Evrópu 16/1502 (1,1%; 95% Cl: 0,6- 1,7%). 482 (16,4%) reyndust hafa merki um fyrri lifrarbólgu B sýkingu. Lifarbólgu B tilfelli rannsóknarþýðisins eru 57,2% af tilkynntum tilfellum á þessu árabili á Islandi og lifrarbólgu C tilfellin 10,6%. Ályktanir: 1) Ljóst er að stór hluti lifrarbólgu B smitaðra á Islandi eru innflytjendur. 2) Lifrarbólga B er mun algengari en lifrarbólga C meðal innflytjenda. 3) Algengi lífrarbólgu B réttlætir áframhaldandi skimun meðal innflytjenda. Lykilorð: Lifrarbólga B, lifrarbólga C, innflytjendur, faraldsfræði. 78 - Læknaneminn 2004
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.